Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 20:44 Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa þó öll sameinast um verkefnið og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stuðningur við borgarlínu. Þverpólitísk sátt hefur verið um borgarlínuna sem er í þróun til að auðvelda samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins en Eyþór Arnalds, sem býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni, sagði í viðtali í fréttum okkar í gær að borgarlínan leysi ekki umferðarvanda Reykvíkinga heldur hjálpaði öðrum sveitarfélögum að tengjast borginni. Af hinum fjórum sem bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni eru tveir sammála Eyþóri. „Reykjavík er ekki með þessa legu að hún geti borið þessar borgarlínu. Hún mun kosta offjár fyrir skattgreiðendur. Þetta er ekki lausnin á umferðarvandanum,“ segir Viðar Guðjohnsen. „Ég vil efla almenningssamgöngur eins og þær eru núna með Strætó og alveg á móti því að fara að leggja upp undir hundrað milljarða króna í nýtt kerfi sem enginn veit hvað er,“ segir Kjartan Magnússon. Áslaug Friðriksdóttir hefur aftur á móti talað fyrir þróun borgarlínu og þátttöku Reykjavíkur í verkefninu.Áslaug Friðriksdóttir telur rétt að Sjálfstæðismenn eigi að vera jákvæðir í garð verkefnisins.„Já, ég held það sé sjálfsagt að skoða borgarlínuna. Við eigum að vera jákvæð gagnvart verkefninu. Þetta er auðvitað verkefni Sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin styður það. Þetta er til langs tíma. Þetta er til ársins 2040 og hún getur skipt því máli að við munum stytta tafatímann í umferðinni um tuttugu og fimm prósent.“ Vilhjálmur Bjarnason er óljósari í svörum sínum en bendir á að sjálfstæðismenn á suðvesturhorninu hafi sameinast um að bæta samgöngur. Hann segist vilja halda áfram að efla almenningssamgöngur á svæðinu. “Það getur vel verið að maður geti kallað þetta borgarlínu en hvað er borgarlína? Er borgarlína á sporvagni eða er hún í strætisvögnum? Það er sú spurning sem þarf að svara. Það þarf að halda áfram að þróa almenningssamgöngur,” segir Vilhjálmur þegar hann er inntur eftir því hvort hann sé fylgjandi þróun borgarlínunnar. Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. 19. janúar 2018 19:39 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa þó öll sameinast um verkefnið og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stuðningur við borgarlínu. Þverpólitísk sátt hefur verið um borgarlínuna sem er í þróun til að auðvelda samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins en Eyþór Arnalds, sem býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni, sagði í viðtali í fréttum okkar í gær að borgarlínan leysi ekki umferðarvanda Reykvíkinga heldur hjálpaði öðrum sveitarfélögum að tengjast borginni. Af hinum fjórum sem bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni eru tveir sammála Eyþóri. „Reykjavík er ekki með þessa legu að hún geti borið þessar borgarlínu. Hún mun kosta offjár fyrir skattgreiðendur. Þetta er ekki lausnin á umferðarvandanum,“ segir Viðar Guðjohnsen. „Ég vil efla almenningssamgöngur eins og þær eru núna með Strætó og alveg á móti því að fara að leggja upp undir hundrað milljarða króna í nýtt kerfi sem enginn veit hvað er,“ segir Kjartan Magnússon. Áslaug Friðriksdóttir hefur aftur á móti talað fyrir þróun borgarlínu og þátttöku Reykjavíkur í verkefninu.Áslaug Friðriksdóttir telur rétt að Sjálfstæðismenn eigi að vera jákvæðir í garð verkefnisins.„Já, ég held það sé sjálfsagt að skoða borgarlínuna. Við eigum að vera jákvæð gagnvart verkefninu. Þetta er auðvitað verkefni Sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin styður það. Þetta er til langs tíma. Þetta er til ársins 2040 og hún getur skipt því máli að við munum stytta tafatímann í umferðinni um tuttugu og fimm prósent.“ Vilhjálmur Bjarnason er óljósari í svörum sínum en bendir á að sjálfstæðismenn á suðvesturhorninu hafi sameinast um að bæta samgöngur. Hann segist vilja halda áfram að efla almenningssamgöngur á svæðinu. “Það getur vel verið að maður geti kallað þetta borgarlínu en hvað er borgarlína? Er borgarlína á sporvagni eða er hún í strætisvögnum? Það er sú spurning sem þarf að svara. Það þarf að halda áfram að þróa almenningssamgöngur,” segir Vilhjálmur þegar hann er inntur eftir því hvort hann sé fylgjandi þróun borgarlínunnar.
Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. 19. janúar 2018 19:39 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. 19. janúar 2018 19:39
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent