Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2018 10:18 Sigurður Sólmundarson og hnappurinn góði. Sem gæti nánast verið fyrirmynd teikninga í umdeildri bók Birgittu Lára fer til læknis. Ef þeir sem liggja á Borgarspítalanum þurfa aðstoð geta þeir kallað til hjúkrunarfræðing með því að ýta á þar til gerðan hnapp. Svo ekkert fari á milli mála á hvern er kallað er það sýnt með myndrænum hætti. Ekki verður betur séð en sú mynd ýti undir staðalímynd þá sem fer fyrir brjóstið á sumum hjúkrunarfræðingum. Myndin sýnir kvenkyns hjúkrunarfræðing með kappa og í stuttu pilsi.Myndin við hnappinn vekur mikla athygli Sigurður Sólmundarson múrari, sem betur er þekktur sem Costco-gaurinn, liggur nú á Borgarspítalanum eftir að hafa lent í árekstri. Vísir ræddi við Sigurð á dögunum en hann er brotinn á báðum fótum, úlnliður er brotinn og hann allur krambúleraður og bólginn. Hann var heppinn að sleppa lifandi en allt jólahald á þeim bænum er í uppnámi. Sigurður heldur vinum sínum á Facebook upplýstum um stöðu mála en eitt af því sem vakti athygli hans á spítalanum er téður hnappur. Hann birti ljósmynd af honum og myndinni sem auðkennir hnappinn. Sú mynd hefur vakið nokkra athygli og verið deilt um víðan völl á netinu. Undir myndinni eru fjörlegar umræður, ýmsum þykir þetta skjóta skökku við og þar er meðal annars sagt: „Og svo brjálast allir út í Birgittu þegar hún teiknar hjúkkurnar í kjól og með kappa“. Hnappurinn gæti ýtt undir skaðlega staðalímynd Myndin kallast á við eitt af mörgum sérstæðum fréttamálum ársins; en sumir hjúkrunarfræðingar urðu gramir vegna myndar sem dregin er upp af stéttinni í barnabók Birgittu Haukdal, Lára fer til læknis. Þeim finnst heldur lítið gert úr hinu mikilvæga starfi hjúkrunarfræðinga; sá hjúkrunarfræðingur sem kemur við sögu er kallaður hjúkrunarkona og myndin í bókinni er nánast eins og sú mynd sem notuð er til að auðkenna hnappinn sem sjúklingar ýta á vilji þeir kalla til hjúkrunarfræðing sér til aðstoðar.Uppfært 11:00Anna Sigrún Baldursdóttir er aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans og Vísir bar þetta undir hana, hvort þessir hnappar gætu ekki reynst stórskaðlegir þegar litið er til ímyndar hjúkrunarfræðingar?Anna Sigrún Baldursdóttir segir kallkerfið komið til ára sinna.Vísir/GVAAnna Sigrún gaf nú ekki mikið fyrir það í sjálfu sér en segir að fyrst beri til þess að líta að það séu ekkert endilega hjúkrunarfræðingar sem svari þessari tilteknu bjöllu heldur líklegra að um sé að ræða sjúkraliða. Og þar sé stór hópur karla. Hún segir að þetta séu gamlir hnappar og úreltir. Kallkerfið sé orðið mjög gamalt, eins og ýmislegt annað á spítalanum.Kallkerfi komið til ára sinna „Við skiptum þessu út eins og efni standa til og leggjum áherslu á að birtingarmynd af starfsfólki sé í samræmi við raunveruleikann og þessi er það nú ekki.“Anna Sigrún bendir á að á nýjum hnöppum birtist allt önnur mynd sem er meira í takti við það sem gerist og gengur í þessum efnum. Hún segir að birtingarmynd gömlu hnappanna sé ekki í takti við raunveruleikann. Og sú mynd sem til dæmis birtist af læknum; skeggjaður með bindi og í slopp, sé til að mynda á skjön við raunveruleikann dagsins í dag. Nú sé til dæmis staðan sú að nokkurn veginn jafn margir karlar og konur eru læknar við spítalann, þó það geti verið mismunandi milli deilda. Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56 Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 22:36 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Ef þeir sem liggja á Borgarspítalanum þurfa aðstoð geta þeir kallað til hjúkrunarfræðing með því að ýta á þar til gerðan hnapp. Svo ekkert fari á milli mála á hvern er kallað er það sýnt með myndrænum hætti. Ekki verður betur séð en sú mynd ýti undir staðalímynd þá sem fer fyrir brjóstið á sumum hjúkrunarfræðingum. Myndin sýnir kvenkyns hjúkrunarfræðing með kappa og í stuttu pilsi.Myndin við hnappinn vekur mikla athygli Sigurður Sólmundarson múrari, sem betur er þekktur sem Costco-gaurinn, liggur nú á Borgarspítalanum eftir að hafa lent í árekstri. Vísir ræddi við Sigurð á dögunum en hann er brotinn á báðum fótum, úlnliður er brotinn og hann allur krambúleraður og bólginn. Hann var heppinn að sleppa lifandi en allt jólahald á þeim bænum er í uppnámi. Sigurður heldur vinum sínum á Facebook upplýstum um stöðu mála en eitt af því sem vakti athygli hans á spítalanum er téður hnappur. Hann birti ljósmynd af honum og myndinni sem auðkennir hnappinn. Sú mynd hefur vakið nokkra athygli og verið deilt um víðan völl á netinu. Undir myndinni eru fjörlegar umræður, ýmsum þykir þetta skjóta skökku við og þar er meðal annars sagt: „Og svo brjálast allir út í Birgittu þegar hún teiknar hjúkkurnar í kjól og með kappa“. Hnappurinn gæti ýtt undir skaðlega staðalímynd Myndin kallast á við eitt af mörgum sérstæðum fréttamálum ársins; en sumir hjúkrunarfræðingar urðu gramir vegna myndar sem dregin er upp af stéttinni í barnabók Birgittu Haukdal, Lára fer til læknis. Þeim finnst heldur lítið gert úr hinu mikilvæga starfi hjúkrunarfræðinga; sá hjúkrunarfræðingur sem kemur við sögu er kallaður hjúkrunarkona og myndin í bókinni er nánast eins og sú mynd sem notuð er til að auðkenna hnappinn sem sjúklingar ýta á vilji þeir kalla til hjúkrunarfræðing sér til aðstoðar.Uppfært 11:00Anna Sigrún Baldursdóttir er aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans og Vísir bar þetta undir hana, hvort þessir hnappar gætu ekki reynst stórskaðlegir þegar litið er til ímyndar hjúkrunarfræðingar?Anna Sigrún Baldursdóttir segir kallkerfið komið til ára sinna.Vísir/GVAAnna Sigrún gaf nú ekki mikið fyrir það í sjálfu sér en segir að fyrst beri til þess að líta að það séu ekkert endilega hjúkrunarfræðingar sem svari þessari tilteknu bjöllu heldur líklegra að um sé að ræða sjúkraliða. Og þar sé stór hópur karla. Hún segir að þetta séu gamlir hnappar og úreltir. Kallkerfið sé orðið mjög gamalt, eins og ýmislegt annað á spítalanum.Kallkerfi komið til ára sinna „Við skiptum þessu út eins og efni standa til og leggjum áherslu á að birtingarmynd af starfsfólki sé í samræmi við raunveruleikann og þessi er það nú ekki.“Anna Sigrún bendir á að á nýjum hnöppum birtist allt önnur mynd sem er meira í takti við það sem gerist og gengur í þessum efnum. Hún segir að birtingarmynd gömlu hnappanna sé ekki í takti við raunveruleikann. Og sú mynd sem til dæmis birtist af læknum; skeggjaður með bindi og í slopp, sé til að mynda á skjön við raunveruleikann dagsins í dag. Nú sé til dæmis staðan sú að nokkurn veginn jafn margir karlar og konur eru læknar við spítalann, þó það geti verið mismunandi milli deilda.
Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56 Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 22:36 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42
Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53
Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56
Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 22:36