Formaður kjörstjórnar segir kjörsókn lofa góðu Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. febrúar 2018 15:30 Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar þvertekur fyrir að flokkurinn sé í vörn. Vísir/Egill Aðalsteinsson Þátttaka í flokksvali Samfylkingarinnar í borginni hefur farið vel af stað, en kosningin stendur til klukkan 19 í kvöld. Formaður kjörstjórnar segir flokksmenn bjartsýna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og þvertekur fyrir að flokkurinn sé í vörn í borginni. Kosning hófst á hádegi í gær, en klukkan 11 í morgun höfðu um 1100 flokksmenn tekið þátt. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður kjörstjórnar segir kjörsókn lofa góðu. „Mér sýnist það stefna í að það verði betri þátttaka en síðast enda er keppst um öll sæti nema það fyrsta,“ sagði Sigríður í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Þannig er Dagur B. Eggertsson sitjandi borgarstjóri öruggur í fyrsta sæti á lista. Aftur á móti berjast tveir frambjóðendur um annað sæti, fjórir um þriðja og fjórða sæti hvort um sig, og þrír sækjast eftir 5.-7. sæti. Um árabil hefur verið kosið rafrænt í flokksvalinu, þó einnig sé í boði að kjósa handvirkt.Flokkurinn ekki í vörn „Þetta ýtir tvímælalaust undir þátttöku, því fólk þarf bara að nota rafræn skilríki eða íslykil og í dag þegar fólk er alltaf á fleygiferð segir það sig sjálft að þetta auðveldar fólki. Enda erum við öll orðin svo vön því að nota rafrænar lausnir.“ Kosningunni lýkur klukkan 19 í kvöld, en von er á fyrstu tölum um hálftíma síðar. Sigríður þvertekur fyrir að flokkurinn sé í vörn í borginni. „Ég myndi segja að Samfylkingin sé í sókn því að við erum að fara að uppskera fyrir mjög sterkt kjörtímabil. Við höfum verið þar í forustu og það hefur verið mikil uppbygging í borginni. Það sést líka vel í þessu flokksvali að það er mikið af sterku fólki sem að vill koma og taka þátt í að hafa áhrif á borgina með okkur.“ Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Þátttaka í flokksvali Samfylkingarinnar í borginni hefur farið vel af stað, en kosningin stendur til klukkan 19 í kvöld. Formaður kjörstjórnar segir flokksmenn bjartsýna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og þvertekur fyrir að flokkurinn sé í vörn í borginni. Kosning hófst á hádegi í gær, en klukkan 11 í morgun höfðu um 1100 flokksmenn tekið þátt. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður kjörstjórnar segir kjörsókn lofa góðu. „Mér sýnist það stefna í að það verði betri þátttaka en síðast enda er keppst um öll sæti nema það fyrsta,“ sagði Sigríður í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Þannig er Dagur B. Eggertsson sitjandi borgarstjóri öruggur í fyrsta sæti á lista. Aftur á móti berjast tveir frambjóðendur um annað sæti, fjórir um þriðja og fjórða sæti hvort um sig, og þrír sækjast eftir 5.-7. sæti. Um árabil hefur verið kosið rafrænt í flokksvalinu, þó einnig sé í boði að kjósa handvirkt.Flokkurinn ekki í vörn „Þetta ýtir tvímælalaust undir þátttöku, því fólk þarf bara að nota rafræn skilríki eða íslykil og í dag þegar fólk er alltaf á fleygiferð segir það sig sjálft að þetta auðveldar fólki. Enda erum við öll orðin svo vön því að nota rafrænar lausnir.“ Kosningunni lýkur klukkan 19 í kvöld, en von er á fyrstu tölum um hálftíma síðar. Sigríður þvertekur fyrir að flokkurinn sé í vörn í borginni. „Ég myndi segja að Samfylkingin sé í sókn því að við erum að fara að uppskera fyrir mjög sterkt kjörtímabil. Við höfum verið þar í forustu og það hefur verið mikil uppbygging í borginni. Það sést líka vel í þessu flokksvali að það er mikið af sterku fólki sem að vill koma og taka þátt í að hafa áhrif á borgina með okkur.“
Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira