Vantar pláss fyrir skjöl hjá Þjóðskjalasafninu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 08:15 Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður við nokkrar af þeim hillum sem nú eru fullar. Hann segir að ljóst hafi verið í hvað stefndi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Um nokkurra mánaða skeið hefur Þjóðskjalasafn Íslands (ÞSK) ekki getað tekið við gögnum frá stjórnsýslunni sem því ber að gera lögum samkvæmt. Ástæðan er sú að safnið skortir pláss undir fleiri skjöl. Málið á sér nokkra forsögu. Fyrstu starfsár sín flakkaði safnið milli Dómkirkjunnar, Alþingishússins og Safnahússins við Hverfisgötu þar til því var fundinn samastaður á níunda áratugnum í gömlu Mjólkursamsölunni við Laugaveg 164. Síðan þá hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu safnsins jafnt og þétt. Í upphafi árs skilaði Framkvæmdasýsla ríkisins minnisblaði um framkvæmda- og viðhaldsáætlun ÞSK fyrir næstu sex ár. Þar kemur meðal annars fram að nauðsynlegt sé að endurnýja lestrarsal safnsins en sá var tekinn í notkun fyrir tuttugu árum og hugsaður til bráðabirgða í eitt til tvö ár. Þá er einnig vikið að endurbótum sem þarf að gera á húsum á reitnum og þá sérstaklega svokölluðu húsi 5, gömlu ísgerðina svokölluðu, og sagt að afar brýnt sé að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Við nefndum vöntun á skápum fyrst árið 2012 en síðan þá hefur þetta gengið afar hægt og því ávallt frestað að kaupa skápa. Nú er þetta búið að vera stopp í kerfinu í hálft ár og við fáum ekki skýringar á því hvað tefur,“ segir Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður. Safnið átti fund með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í janúar vegna málsins. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundinum segir að ÞSK varðveiti nú 44 hillukílómetra af skjölum og búist sé við öðrum fimmtíu á næstu þrjátíu árum. Þá fyrst verði rafræn skjöl búin að útrýma pappírsskjölum í stjórnsýslunni. Það að fá hús fimm í fulla notkun gefi safninu sautján hillukílómetra sem ætti að duga í um tíu til fimmtán ár að óbreyttu. „Við höfum sett stopp á viðtökur á skjölum. Því miður getum við ekki tekið við meiru fyrr en við vitum hvenær við fáum viðbótarpláss,“ segir Eiríkur. Möguleiki sé til að byggja upp og niður á núverandi reit safnsins og þar gæti safnið rúmast til frambúðar. „Við viljum meina að við höfum rækilega gert grein fyrir stöðunni og ríkisstjórnin og ráðuneytin hafi getað skipað málum þannig að ekki kæmi til þessarar vondu ráðstöfunar. Sem stendur getum við ekki þjónustað stjórnsýsluna sem þarf þá að leigja geymslur til bráðabirgða undir gögn sem þau geta ekki sent okkur,“ segir Eiríkur. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að búið sé að fjármagna fyrsta áfanga framkvæmda við hús fimm og útboðsgögn séu tilbúin. Beðið sé eftir grænu ljósi frá fjármálaráðuneytinu. Þá hafi ÞSK fengið aukafjárveitingu í vor, 12,5 milljónir króna, til að tryggja að unnt væri að taka á móti pappírsgögnum frá afhendingarskyldum aðilum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Um nokkurra mánaða skeið hefur Þjóðskjalasafn Íslands (ÞSK) ekki getað tekið við gögnum frá stjórnsýslunni sem því ber að gera lögum samkvæmt. Ástæðan er sú að safnið skortir pláss undir fleiri skjöl. Málið á sér nokkra forsögu. Fyrstu starfsár sín flakkaði safnið milli Dómkirkjunnar, Alþingishússins og Safnahússins við Hverfisgötu þar til því var fundinn samastaður á níunda áratugnum í gömlu Mjólkursamsölunni við Laugaveg 164. Síðan þá hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu safnsins jafnt og þétt. Í upphafi árs skilaði Framkvæmdasýsla ríkisins minnisblaði um framkvæmda- og viðhaldsáætlun ÞSK fyrir næstu sex ár. Þar kemur meðal annars fram að nauðsynlegt sé að endurnýja lestrarsal safnsins en sá var tekinn í notkun fyrir tuttugu árum og hugsaður til bráðabirgða í eitt til tvö ár. Þá er einnig vikið að endurbótum sem þarf að gera á húsum á reitnum og þá sérstaklega svokölluðu húsi 5, gömlu ísgerðina svokölluðu, og sagt að afar brýnt sé að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Við nefndum vöntun á skápum fyrst árið 2012 en síðan þá hefur þetta gengið afar hægt og því ávallt frestað að kaupa skápa. Nú er þetta búið að vera stopp í kerfinu í hálft ár og við fáum ekki skýringar á því hvað tefur,“ segir Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður. Safnið átti fund með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í janúar vegna málsins. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundinum segir að ÞSK varðveiti nú 44 hillukílómetra af skjölum og búist sé við öðrum fimmtíu á næstu þrjátíu árum. Þá fyrst verði rafræn skjöl búin að útrýma pappírsskjölum í stjórnsýslunni. Það að fá hús fimm í fulla notkun gefi safninu sautján hillukílómetra sem ætti að duga í um tíu til fimmtán ár að óbreyttu. „Við höfum sett stopp á viðtökur á skjölum. Því miður getum við ekki tekið við meiru fyrr en við vitum hvenær við fáum viðbótarpláss,“ segir Eiríkur. Möguleiki sé til að byggja upp og niður á núverandi reit safnsins og þar gæti safnið rúmast til frambúðar. „Við viljum meina að við höfum rækilega gert grein fyrir stöðunni og ríkisstjórnin og ráðuneytin hafi getað skipað málum þannig að ekki kæmi til þessarar vondu ráðstöfunar. Sem stendur getum við ekki þjónustað stjórnsýsluna sem þarf þá að leigja geymslur til bráðabirgða undir gögn sem þau geta ekki sent okkur,“ segir Eiríkur. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að búið sé að fjármagna fyrsta áfanga framkvæmda við hús fimm og útboðsgögn séu tilbúin. Beðið sé eftir grænu ljósi frá fjármálaráðuneytinu. Þá hafi ÞSK fengið aukafjárveitingu í vor, 12,5 milljónir króna, til að tryggja að unnt væri að taka á móti pappírsgögnum frá afhendingarskyldum aðilum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira