Kanye West í skrautlegu viðtali hjá Kimmel: „Allt sem ég segi er frábært“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. ágúst 2018 12:30 Kanye West er einn vinsælasti tónlistarmaður heims. Rapparinn skrautlegi Kanye West var gestur hjá Jimmy Kimmel í gærkvöldi og fór hann mikinn eins og vanalega í viðtölum. Þar ræddi hann til að mynda Donald Trump og fund hans með Kim Kardashian, eiginkonu West. Tilefni fundarins var að ræða umbætur í fangelsismálum og þá sérstaklega mál 63 ára gamallar konu sem var dæmd í ævilangt fangelsi fyrir fíkniefnamisferli og hefur nú þegar afplánað rúm tuttugu ár. „Hún hefur ótrúlega mikla ástríðu fyrir svona verkefnum og það var ótrúlegt að fylgjast með henni í þessu ferli.“ Kimmel bar síðan fram þessa spurningu: Varst þú einhver tímann hræddur um að hugsa til þessa að konan þín væri ein í herbergi með Donald Trump?„Hann er glaumgosi, svo eitt er víst,“ sagði West og hló. „Mér líkar í raun og veru vel við það að finna fyrir reiði frá fólki gagnvart mér,“ sagði Kanye í tengslum við stuðning hans opinberlega við Donald Trump á sínum tíma. Í gegnum tíðina hefur Kanye sagt fullt af hlutum sem hefur farið illa í almenning.En sér hann eftir einhverju sem hann hefur sagt?„Mér finnst fólk einbeita sér of mikið af fortíðinni og eftirsjá. Ég hef oft heyrt um sögutíma í skólum en það er ekki til áfangi sem heitir framtíðaráfanginn. Við einbeitum okkur svo mikið af sagnfræði að við erum alltaf hrædd um að sagan endurtaki sig. Stundum þurfum við að vera óhrædd að segja nákvæmlega hvað okkur finnst, og hugsa ekki endilega alltaf út í afleiðingarnar. Ég ætla halda áfram Jimmy... því allt sem ég segi er frábært,“ sagði Kanye og hélt auðvitað áfram og talaði í mjög myndrænu máli. „Við ofverndum alla í kringum okkur. Það eru alltaf allir hræddir um einhver meiðist eða verði særður. Getur þú ímyndað þér hvað fjölmiðlafulltrúa mínum fannst um það að ég væri að fara sjónvarpsviðtal? Ég er bara að mæta hingað út af því að mér finnst það geggjað og ég elska Jimmy.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við West. Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Rapparinn skrautlegi Kanye West var gestur hjá Jimmy Kimmel í gærkvöldi og fór hann mikinn eins og vanalega í viðtölum. Þar ræddi hann til að mynda Donald Trump og fund hans með Kim Kardashian, eiginkonu West. Tilefni fundarins var að ræða umbætur í fangelsismálum og þá sérstaklega mál 63 ára gamallar konu sem var dæmd í ævilangt fangelsi fyrir fíkniefnamisferli og hefur nú þegar afplánað rúm tuttugu ár. „Hún hefur ótrúlega mikla ástríðu fyrir svona verkefnum og það var ótrúlegt að fylgjast með henni í þessu ferli.“ Kimmel bar síðan fram þessa spurningu: Varst þú einhver tímann hræddur um að hugsa til þessa að konan þín væri ein í herbergi með Donald Trump?„Hann er glaumgosi, svo eitt er víst,“ sagði West og hló. „Mér líkar í raun og veru vel við það að finna fyrir reiði frá fólki gagnvart mér,“ sagði Kanye í tengslum við stuðning hans opinberlega við Donald Trump á sínum tíma. Í gegnum tíðina hefur Kanye sagt fullt af hlutum sem hefur farið illa í almenning.En sér hann eftir einhverju sem hann hefur sagt?„Mér finnst fólk einbeita sér of mikið af fortíðinni og eftirsjá. Ég hef oft heyrt um sögutíma í skólum en það er ekki til áfangi sem heitir framtíðaráfanginn. Við einbeitum okkur svo mikið af sagnfræði að við erum alltaf hrædd um að sagan endurtaki sig. Stundum þurfum við að vera óhrædd að segja nákvæmlega hvað okkur finnst, og hugsa ekki endilega alltaf út í afleiðingarnar. Ég ætla halda áfram Jimmy... því allt sem ég segi er frábært,“ sagði Kanye og hélt auðvitað áfram og talaði í mjög myndrænu máli. „Við ofverndum alla í kringum okkur. Það eru alltaf allir hræddir um einhver meiðist eða verði særður. Getur þú ímyndað þér hvað fjölmiðlafulltrúa mínum fannst um það að ég væri að fara sjónvarpsviðtal? Ég er bara að mæta hingað út af því að mér finnst það geggjað og ég elska Jimmy.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við West.
Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“