Katrín víkur sæti og felur Bjarna að skoða þjóðsöngsmálið Atli Ísleifsson skrifar 10. ágúst 2018 14:25 Katrín vill að lög um þjóðsönginn verði tekin til endurskoðunar. Vísir/Hanna andrésdóttir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í tengslum við skoðun forsætisráðuneytisins á notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í auglýsingum stofnunarinnar. Þetta gerir Katrín þar sem hún tók sjálf þátt í umræddri auglýsingu þar sem þjóðþekktir einstaklingar lásu brot úr íslenska þjóðsöngnum í aðdraganda farar íslenska karlalandsliðsins til Rússlands á HM. Málið var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun og segir Katrín að hún hafi falið Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, að fara með málið. „Ég tók sjálf þátt þessum upplestri og síðan hafa borist þessar athugasemdir og við höfum óskað eftir skýringum Ríkisútvarpsins. Ég ákvað áður en til þess kom að ráðuneytið færi að vinna álit að ég myndi víkja sæti til að tryggja það að öll þessi málsmeðferð væri hafin yfir vafa. Ég óskaði eftir að minn staðgengill, sem er fjármála- og efnahagsráðherra, myndi úrskurða í þessu máli,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir að búið sé að afla allra gagna og næst liggi fyrir að taka þurfi afstöðu til málsins.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er staðgengill Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/VilhelmRétt að endurskoða lögin Forsætisráðherra kveðst þeirrar skoðunar að rétt sé að kanna hvort endurskoða beri lögin um þjóðsönginn. „Þau eru komin til ára sinna og ég er þeirrar skoðunar að þjóðsöngurinn sé til að nota hann. Ég tel því rétt að við skoðum hvort ekki sé rétt að við rýmkum þessar reglur að einhverju leyti,“ segir Katrín. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni, en forsvarsmenn RÚV sögðu fyrr í sumar að ekki hafi verið um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. Tengdar fréttir Forsætisráðuneytið skoðar möguleg brot RÚV Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. 25. júní 2018 20:00 Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í tengslum við skoðun forsætisráðuneytisins á notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í auglýsingum stofnunarinnar. Þetta gerir Katrín þar sem hún tók sjálf þátt í umræddri auglýsingu þar sem þjóðþekktir einstaklingar lásu brot úr íslenska þjóðsöngnum í aðdraganda farar íslenska karlalandsliðsins til Rússlands á HM. Málið var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun og segir Katrín að hún hafi falið Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, að fara með málið. „Ég tók sjálf þátt þessum upplestri og síðan hafa borist þessar athugasemdir og við höfum óskað eftir skýringum Ríkisútvarpsins. Ég ákvað áður en til þess kom að ráðuneytið færi að vinna álit að ég myndi víkja sæti til að tryggja það að öll þessi málsmeðferð væri hafin yfir vafa. Ég óskaði eftir að minn staðgengill, sem er fjármála- og efnahagsráðherra, myndi úrskurða í þessu máli,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir að búið sé að afla allra gagna og næst liggi fyrir að taka þurfi afstöðu til málsins.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er staðgengill Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/VilhelmRétt að endurskoða lögin Forsætisráðherra kveðst þeirrar skoðunar að rétt sé að kanna hvort endurskoða beri lögin um þjóðsönginn. „Þau eru komin til ára sinna og ég er þeirrar skoðunar að þjóðsöngurinn sé til að nota hann. Ég tel því rétt að við skoðum hvort ekki sé rétt að við rýmkum þessar reglur að einhverju leyti,“ segir Katrín. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni, en forsvarsmenn RÚV sögðu fyrr í sumar að ekki hafi verið um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu.
Tengdar fréttir Forsætisráðuneytið skoðar möguleg brot RÚV Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. 25. júní 2018 20:00 Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Forsætisráðuneytið skoðar möguleg brot RÚV Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. 25. júní 2018 20:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent