Ætla að koma á fót karlaathvarfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2018 18:25 Frá stofnun samtakanna að Laugavegi 166 í dag. Vísir/Vilhelm Samtök um karlaathvarf voru formlega stofnuð í dag þegar nokkrir af forsvarsmönnum samtakanna komu saman að húsnæði hlutafélagaskrár á Laugavegi 166 til að leggja inn formlega skráningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þá segir í tilkynningu að þeir sem standi að baki Samtökum um karlaathvarf séu í forsvari fyrir nokkur félög sem kennd eru við hinar svokölluðu „feðrahreyfingar“, þar á meðal aðgerðahópinn #DaddyToo. „Það er von okkar að sem flest áhugafólk og sérfræðingar sem láta sig þessi mál varða muni koma að borðinu með okkur til að byggja starfið upp. Þetta er grettistak og mikil þörf fyrir slíka þjónustu fyrir hin fjölmörgu karlkyns fórnarlömb ofbeldis og kúgunar,“ segir í tilkynningu. Þá kemur auk þess fram í tilkynningu að tilgangur samtakanna sé að reka athvarf fyrir karla og börn þeirra sem hafa orðið fyrir andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Þá ætla samtökin að veita ráðgjöf og upplýsingar og „efla fræðslu og umræðu um ofbeldi sem beinist gegn körlum og börnum þeirra.“ Samtökin segjast einnig ætla að „leiðrétta ranghugmyndir um að ofbeldi sé kynbundið“ enda séu karlmenn ekki síður þolendur ofbeldis heldur en konur. Samtökin munu auk þess berjast fyrir rétti karlmanna til að umgangast börn sín. Stjórn samtakanna skipa Huginn Þór Grétarsson, Gunnar Kristinn Þórðarson, Friðgeir Örn Hugi Ingibjartsson og Kristinn Sæmundsson. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstrur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Samtök um karlaathvarf voru formlega stofnuð í dag þegar nokkrir af forsvarsmönnum samtakanna komu saman að húsnæði hlutafélagaskrár á Laugavegi 166 til að leggja inn formlega skráningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þá segir í tilkynningu að þeir sem standi að baki Samtökum um karlaathvarf séu í forsvari fyrir nokkur félög sem kennd eru við hinar svokölluðu „feðrahreyfingar“, þar á meðal aðgerðahópinn #DaddyToo. „Það er von okkar að sem flest áhugafólk og sérfræðingar sem láta sig þessi mál varða muni koma að borðinu með okkur til að byggja starfið upp. Þetta er grettistak og mikil þörf fyrir slíka þjónustu fyrir hin fjölmörgu karlkyns fórnarlömb ofbeldis og kúgunar,“ segir í tilkynningu. Þá kemur auk þess fram í tilkynningu að tilgangur samtakanna sé að reka athvarf fyrir karla og börn þeirra sem hafa orðið fyrir andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Þá ætla samtökin að veita ráðgjöf og upplýsingar og „efla fræðslu og umræðu um ofbeldi sem beinist gegn körlum og börnum þeirra.“ Samtökin segjast einnig ætla að „leiðrétta ranghugmyndir um að ofbeldi sé kynbundið“ enda séu karlmenn ekki síður þolendur ofbeldis heldur en konur. Samtökin munu auk þess berjast fyrir rétti karlmanna til að umgangast börn sín. Stjórn samtakanna skipa Huginn Þór Grétarsson, Gunnar Kristinn Þórðarson, Friðgeir Örn Hugi Ingibjartsson og Kristinn Sæmundsson.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstrur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira