„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. september 2018 20:00 Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. Hún segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. Árið 2015 var Ásta Kristín Andrésdóttir ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012, en Ásta var sýknuð af ákærunni. Hún fór fram á miskabætur en í gær hafnaði Landsréttur kröfu Ástu. Þannig að hún fær engar bætur? „Hún fær engar miskabætur. En auðvitað er verið að skoða framhald málsins. Það kemur til greina að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Ef því verður hafnað verður það skoðað að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópi,“ segir Elva Ósk S. Wiium, lögmaður. Niðurstaðan er Ástu mikið áfall en hún segir að rannsókn málsins hafi haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldu hennar. „Við erum búin að bíða í tæpt ár eftir Landsrétti. Þau voru fljótir að fara yfir þetta og dæma, sem betur fer, en mér fannst þetta mjög óréttlátt í gær. Mér fannst dómurinn óréttlátur,“ segir Ásta Kristín Andrésdóttir.“ Elva Ósk S. Wiium, lögfræðingur Ástu Kristínar.Mynd/Stöð 2 Nú ertu búin að bíða í ár. Hvernig hefur þér liðið? „Þetta tekur á. Þetta tekur á mig og mína.“ Þá segir lögmaður að krafa um miskabætur sé meðal annars byggð á því að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins á sínum tíma en hún hafi verði kölluð á fundi spítalans áður en lögregla kom að rannsókn málsins. „Þetta gerist að kvöldi til og strax næsta morgun fara starfsmenn Landspítalans að skoða atburðarásina sem átti sér stað. Strax um morguninn er Ásta grunuð um refsiverða háttsemi, en þrátt fyrir það var hún boðuð á fund spítalans til að fara yfir atvik málsins. Við byggjum á því að þessi fundur átti aldrei að eiga sér stað nema með aðkomu lögreglunnar. Við krefjumst miskabóta á grundvelli þess að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins. Við erum að tala um heilbrigðisstarfsmann sem er á þeim tíma grunaður um refsiverða háttsemi þannig þetta er einstakt mál í íslenskri réttarsögu,“ segir Elva. „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína. Barnið mitt sem er unglingur þurfti að fullorðnast þegar ég sagði henni frá þessu og það hefur áhrif á okkar samskipti og hvernig henni og mér líður,“ segir Ásta. Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. Hún segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. Árið 2015 var Ásta Kristín Andrésdóttir ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012, en Ásta var sýknuð af ákærunni. Hún fór fram á miskabætur en í gær hafnaði Landsréttur kröfu Ástu. Þannig að hún fær engar bætur? „Hún fær engar miskabætur. En auðvitað er verið að skoða framhald málsins. Það kemur til greina að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Ef því verður hafnað verður það skoðað að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópi,“ segir Elva Ósk S. Wiium, lögmaður. Niðurstaðan er Ástu mikið áfall en hún segir að rannsókn málsins hafi haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldu hennar. „Við erum búin að bíða í tæpt ár eftir Landsrétti. Þau voru fljótir að fara yfir þetta og dæma, sem betur fer, en mér fannst þetta mjög óréttlátt í gær. Mér fannst dómurinn óréttlátur,“ segir Ásta Kristín Andrésdóttir.“ Elva Ósk S. Wiium, lögfræðingur Ástu Kristínar.Mynd/Stöð 2 Nú ertu búin að bíða í ár. Hvernig hefur þér liðið? „Þetta tekur á. Þetta tekur á mig og mína.“ Þá segir lögmaður að krafa um miskabætur sé meðal annars byggð á því að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins á sínum tíma en hún hafi verði kölluð á fundi spítalans áður en lögregla kom að rannsókn málsins. „Þetta gerist að kvöldi til og strax næsta morgun fara starfsmenn Landspítalans að skoða atburðarásina sem átti sér stað. Strax um morguninn er Ásta grunuð um refsiverða háttsemi, en þrátt fyrir það var hún boðuð á fund spítalans til að fara yfir atvik málsins. Við byggjum á því að þessi fundur átti aldrei að eiga sér stað nema með aðkomu lögreglunnar. Við krefjumst miskabóta á grundvelli þess að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins. Við erum að tala um heilbrigðisstarfsmann sem er á þeim tíma grunaður um refsiverða háttsemi þannig þetta er einstakt mál í íslenskri réttarsögu,“ segir Elva. „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína. Barnið mitt sem er unglingur þurfti að fullorðnast þegar ég sagði henni frá þessu og það hefur áhrif á okkar samskipti og hvernig henni og mér líður,“ segir Ásta.
Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37