Sökuð um sögufölsun þegar hún sagðist vera sú fyrsta í yfirstærð til að leiða rómantíska gamanmynd Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2018 18:19 Leikkonan Rebel Wilson. Vísir/Getty Ástralska leikkonan Rebel Wilson hefur verið sökuð um sögufölsun með því að segjast vera fyrsta leikkonan í yfirstærð til að fara með aðahlutverk í rómantískri gamanmynd. Wilson lét þessi orð falla í spjallþætti Ellen Degeneres við mikinn fögnuð áhorfenda en myndin Isn´t It Romantic er á leið í kvikmyndahús. „Ég er stolt af því að vera fyrsta stelpan í yfirstærð sem er stjarna rómantískrar gamanmyndar,“ sagði Wilson.Áhorfendur sem sátu heima voru þó fljótir að benda á það á Twitter en þetta væri alls ekki rétt. Leikkonurnar Queen Latifah og Mo‘Nique hefðu báðar leikið aðalhlutver í rómantískum gamanmyndum, The Last Holiday og Phat Girlz. Mo´Nique bað Wilson vinsamlegast um að taka ekki þátt í því að endurskrifa söguna og óskaði henni um leið alls hins besta.Hey my sweet sister. Let's please not allow this business to erase our talent with giving grey areas and technicalities. Take a moment and know the history. DON'T BE A PART OF ERASING IT. I wish you the best.— Mo'Nique Worldwide (@moworldwide) 3 November 2018 Rebel Wilson sagði það ekki hafa verið ætlun sína að endurskrifa söguna. Rebel Wilson hafði áður sagt að það væri álitaefni hvort að Mo´Nique og Queen Latifah hefðu verið í yfirstærð þegar þær léku í umræddum rómantískum gamanmyndum og velti jafnvel fyrir sér hvort þær myndir falli í þann flokk að teljast rómantískar myndir. Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Ástralska leikkonan Rebel Wilson hefur verið sökuð um sögufölsun með því að segjast vera fyrsta leikkonan í yfirstærð til að fara með aðahlutverk í rómantískri gamanmynd. Wilson lét þessi orð falla í spjallþætti Ellen Degeneres við mikinn fögnuð áhorfenda en myndin Isn´t It Romantic er á leið í kvikmyndahús. „Ég er stolt af því að vera fyrsta stelpan í yfirstærð sem er stjarna rómantískrar gamanmyndar,“ sagði Wilson.Áhorfendur sem sátu heima voru þó fljótir að benda á það á Twitter en þetta væri alls ekki rétt. Leikkonurnar Queen Latifah og Mo‘Nique hefðu báðar leikið aðalhlutver í rómantískum gamanmyndum, The Last Holiday og Phat Girlz. Mo´Nique bað Wilson vinsamlegast um að taka ekki þátt í því að endurskrifa söguna og óskaði henni um leið alls hins besta.Hey my sweet sister. Let's please not allow this business to erase our talent with giving grey areas and technicalities. Take a moment and know the history. DON'T BE A PART OF ERASING IT. I wish you the best.— Mo'Nique Worldwide (@moworldwide) 3 November 2018 Rebel Wilson sagði það ekki hafa verið ætlun sína að endurskrifa söguna. Rebel Wilson hafði áður sagt að það væri álitaefni hvort að Mo´Nique og Queen Latifah hefðu verið í yfirstærð þegar þær léku í umræddum rómantískum gamanmyndum og velti jafnvel fyrir sér hvort þær myndir falli í þann flokk að teljast rómantískar myndir.
Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira