Síðdegis er von á þremur sérfræðingum hingað til lands til viðbótar við þá tvo sem fyrir eru frá hollenska fyrirtækinu Ardent sem er björgunarfyrirtæki.
Markmiðið er að tryggja öryggi allra, gæta að umhverfinu og að bjarga verðmætum en fyrirtækið sérhæfir sig í að bjarga skipum og verðmætum og hefur unnið að slíkum verkefnum um allan heim.
Bíða átekta
Kjartan segir að viðbragðsteymið hafi ekki séð neinn leka í gær en bætir við að það hafi þó fundið lykt. Veðurskilyrði eru betri í dag en í gær en þá var mjög vindasamt.Stefnt er að því að sérfræðingarnir fari um borð í skipið þegar fjara og öldugangur er sem minnstur en það verður að öllum líkindum ekki fyrr en undir kvöld.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að á svæðinu séu varðskipin Þór og Týr. Landhelgisgæslan er í viðbragðsstöðu.