Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Útskrifaðir kennarar hafa rætt um það að eftir fimm ára nám hafi þeir ekki fengið mikla þjálfun eða kennslu í því hvernig á að kenna. Launað vettvangsnám væri hugsanlega leið til að bregðast við því. Vísir/vilhelm „Við erum búin að vera að endurskipuleggja námið. Þetta er ein af þeim hugmyndum sem við höfum rætt,“ segir Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hugmyndir þess efnis að gera fimmta árið í kennaranáminu að vettvangsnámi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, boðaði slíkar breytingar á Rás 1 í gærmorgun. Jóhanna segir að hugsunin sé sú að á fimmta ári verði vettvangsnám og skólinn veiti handleiðslu á meðan. Að auki vinni nemendur að lokaritgerð á þeim tíma. Hugsunin er að vettvangsnámið á lokaári verði þá launað.Sjá einnig: Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Jóhanna segir að málið velti á samstarfi margra aðila. „Þetta veltur á okkur, hvernig við skipuleggjum námið. Þetta veltur líka á sveitarfélögunum, hvernig ætla þeir að taka á móti þessu fólki. Hverjir ætla að borga fyrir þetta. Þetta veltur á Kennarasambandinu sem þarf að semja um laun og annað. Svo veltur þetta líka á menntamálaráðuneytinu,“ segir Jóhanna.Halldór Halldórsson Sjálfstæðisflokkur formaður Sambands SveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að hugmyndir um að taka upp launað starfsnám á fimmta ári byggist á vinnu samstarfshóps ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri sem hafi verið að störfum í þrjú ár. Hann fagnar því hversu ákveðið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur tekið þessar hugmyndir upp og segir málið vera framfaraskref. „Við sjáum þetta sem leið til þess að fólk komi fyrr til starfa og það er líka mjög mikilvægt að útskrifaðir kennarar hafa verið að tala um það að eftir fimm ára nám hafa þeir ekkert fengið mikla þjálfun eða kennslu í því hvernig á að kenna. Það hafa verið vonbrigði út af því,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór segist ekki vita hver kostnaðurinn við þessar breytingar yrði, en þetta myndi þýða reglugerðarbreytingu og jafnvel lagabreytingu og þá yrði gert kostnaðarmat samhliða því. „En ég hef persónulega ekki áhyggjur af kostnaðinum við þetta vegna þess að ég held að það sparist eitthvað annað á móti.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
„Við erum búin að vera að endurskipuleggja námið. Þetta er ein af þeim hugmyndum sem við höfum rætt,“ segir Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hugmyndir þess efnis að gera fimmta árið í kennaranáminu að vettvangsnámi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, boðaði slíkar breytingar á Rás 1 í gærmorgun. Jóhanna segir að hugsunin sé sú að á fimmta ári verði vettvangsnám og skólinn veiti handleiðslu á meðan. Að auki vinni nemendur að lokaritgerð á þeim tíma. Hugsunin er að vettvangsnámið á lokaári verði þá launað.Sjá einnig: Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Jóhanna segir að málið velti á samstarfi margra aðila. „Þetta veltur á okkur, hvernig við skipuleggjum námið. Þetta veltur líka á sveitarfélögunum, hvernig ætla þeir að taka á móti þessu fólki. Hverjir ætla að borga fyrir þetta. Þetta veltur á Kennarasambandinu sem þarf að semja um laun og annað. Svo veltur þetta líka á menntamálaráðuneytinu,“ segir Jóhanna.Halldór Halldórsson Sjálfstæðisflokkur formaður Sambands SveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að hugmyndir um að taka upp launað starfsnám á fimmta ári byggist á vinnu samstarfshóps ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri sem hafi verið að störfum í þrjú ár. Hann fagnar því hversu ákveðið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur tekið þessar hugmyndir upp og segir málið vera framfaraskref. „Við sjáum þetta sem leið til þess að fólk komi fyrr til starfa og það er líka mjög mikilvægt að útskrifaðir kennarar hafa verið að tala um það að eftir fimm ára nám hafa þeir ekkert fengið mikla þjálfun eða kennslu í því hvernig á að kenna. Það hafa verið vonbrigði út af því,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór segist ekki vita hver kostnaðurinn við þessar breytingar yrði, en þetta myndi þýða reglugerðarbreytingu og jafnvel lagabreytingu og þá yrði gert kostnaðarmat samhliða því. „En ég hef persónulega ekki áhyggjur af kostnaðinum við þetta vegna þess að ég held að það sparist eitthvað annað á móti.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17