Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2018 14:05 Lillja segist hafa lagt mikla áherslu á gegnsæi við skipunarferlið. Vísir/Stefán Bergþóra Þorkelsdóttir, nýskipaður Vegamálastjóri, var bæði metin hæfust í embættið af þriggja manna hæfisnefnd og settum samgönguráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Lilja segist ekkert hafa rætt málið við Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, skólabróður og vin Bergþóru. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að leggja mat á umsækjendur. Ekki gekk áfallalaust fyrir sig að auglýsa embættið en fyrst var umsóknarferlinu frestað um viku og síðar um tvær vikur eftir að í ljós kom að gleymst hafði að auglýsa það í Lögbirtingablaðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitamálaráðherra, sagði sig frá málinu þar sem þeim Bergþóru er vel til vina eftir að hafa numið dýralæknafræði saman í Kaupmannahöfn. Sigurður Ingi er einn rúmlega 300 vina Bergþóru á Facebook og taldi hann sig ekki hæfan til að skipa vegamálastjóra í ljósi þess að Bergþóra sótti um embættið.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaRæddu ekkert saman í ferlinu Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segir Sigurð Inga hafa komið að máli við sig en þar með hafi samskiptum þeirra vegna málsins lokið. „Við höfum ekkert rætt þetta. Ég veit ekki einu sinni hvernig þessi tvö tengjast. Hann spurði mig hvort ég gæti tekið þetta að mér, því hann væri vanhæfur. Við ræddum ekkert saman í þessu ferli.“ Hæfnisnefndin mat fjóra aðila hæfasta að sögn Lilju en nefndin skilaði Lilju skýrslu. Lilja tók þessi fjögur í viðtal á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég rankaði þau eftir viðtölin, eftir að hafa farið yfir ferilskrána og það vill þannig til að röðunin er sú sama,“ segir Lilja. Þannig hafi nefndin og Lilja verið sammála um röðun þeirra fjögurra sem komust í viðtal.Sigurður Ingi Jóhannsson sagði sig frá skipuninni vegna vinskapar við Bergþóru.Ekki krafist reynslu eða menntunar á sviði verkfræði „Ég er auðvitað líka mjög ánægð að sjá að hæfasta manneskjan er kona. Þetta er í fyrsta skipti sem kona er skipuð vegamálastjóri,“ segir Lilja. Hún bætir við að 80 prósent starfsmanna Vegagerðarinnar séu karlmenn. Athygli vakti að ekki var krafist reynslu af menntun á sviði verkfræði eða reynslu af verklegum framkvæmdum þegar embættið var auglýst, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var skipaður vegamálastjóri. Lilja segist ekki hafa komið að skipuninni fyrr en á seinni stigum og vísaði á Ara Kristinn Jónsson, formann hæfisnefndarinnar og rektor Háskólans í Reykjavík, vegna þess. Ekki náðist í Ara Kristinn við vinnslu fréttarinnar.Fréttastofa hefur óskað eftir gögnum frá vinnu hæfisnefndarinnar og skýrslunni sem nefndin skilaði Lilju fyrir viðtölin. Lilja segir mikilvægt að allt sé uppi á borðum og þessi gögn verði aðgengileg fjölmiðlum. Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir, nýskipaður Vegamálastjóri, var bæði metin hæfust í embættið af þriggja manna hæfisnefnd og settum samgönguráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Lilja segist ekkert hafa rætt málið við Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, skólabróður og vin Bergþóru. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að leggja mat á umsækjendur. Ekki gekk áfallalaust fyrir sig að auglýsa embættið en fyrst var umsóknarferlinu frestað um viku og síðar um tvær vikur eftir að í ljós kom að gleymst hafði að auglýsa það í Lögbirtingablaðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitamálaráðherra, sagði sig frá málinu þar sem þeim Bergþóru er vel til vina eftir að hafa numið dýralæknafræði saman í Kaupmannahöfn. Sigurður Ingi er einn rúmlega 300 vina Bergþóru á Facebook og taldi hann sig ekki hæfan til að skipa vegamálastjóra í ljósi þess að Bergþóra sótti um embættið.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaRæddu ekkert saman í ferlinu Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segir Sigurð Inga hafa komið að máli við sig en þar með hafi samskiptum þeirra vegna málsins lokið. „Við höfum ekkert rætt þetta. Ég veit ekki einu sinni hvernig þessi tvö tengjast. Hann spurði mig hvort ég gæti tekið þetta að mér, því hann væri vanhæfur. Við ræddum ekkert saman í þessu ferli.“ Hæfnisnefndin mat fjóra aðila hæfasta að sögn Lilju en nefndin skilaði Lilju skýrslu. Lilja tók þessi fjögur í viðtal á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég rankaði þau eftir viðtölin, eftir að hafa farið yfir ferilskrána og það vill þannig til að röðunin er sú sama,“ segir Lilja. Þannig hafi nefndin og Lilja verið sammála um röðun þeirra fjögurra sem komust í viðtal.Sigurður Ingi Jóhannsson sagði sig frá skipuninni vegna vinskapar við Bergþóru.Ekki krafist reynslu eða menntunar á sviði verkfræði „Ég er auðvitað líka mjög ánægð að sjá að hæfasta manneskjan er kona. Þetta er í fyrsta skipti sem kona er skipuð vegamálastjóri,“ segir Lilja. Hún bætir við að 80 prósent starfsmanna Vegagerðarinnar séu karlmenn. Athygli vakti að ekki var krafist reynslu af menntun á sviði verkfræði eða reynslu af verklegum framkvæmdum þegar embættið var auglýst, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var skipaður vegamálastjóri. Lilja segist ekki hafa komið að skipuninni fyrr en á seinni stigum og vísaði á Ara Kristinn Jónsson, formann hæfisnefndarinnar og rektor Háskólans í Reykjavík, vegna þess. Ekki náðist í Ara Kristinn við vinnslu fréttarinnar.Fréttastofa hefur óskað eftir gögnum frá vinnu hæfisnefndarinnar og skýrslunni sem nefndin skilaði Lilju fyrir viðtölin. Lilja segir mikilvægt að allt sé uppi á borðum og þessi gögn verði aðgengileg fjölmiðlum.
Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17