Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2018 14:05 Lillja segist hafa lagt mikla áherslu á gegnsæi við skipunarferlið. Vísir/Stefán Bergþóra Þorkelsdóttir, nýskipaður Vegamálastjóri, var bæði metin hæfust í embættið af þriggja manna hæfisnefnd og settum samgönguráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Lilja segist ekkert hafa rætt málið við Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, skólabróður og vin Bergþóru. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að leggja mat á umsækjendur. Ekki gekk áfallalaust fyrir sig að auglýsa embættið en fyrst var umsóknarferlinu frestað um viku og síðar um tvær vikur eftir að í ljós kom að gleymst hafði að auglýsa það í Lögbirtingablaðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitamálaráðherra, sagði sig frá málinu þar sem þeim Bergþóru er vel til vina eftir að hafa numið dýralæknafræði saman í Kaupmannahöfn. Sigurður Ingi er einn rúmlega 300 vina Bergþóru á Facebook og taldi hann sig ekki hæfan til að skipa vegamálastjóra í ljósi þess að Bergþóra sótti um embættið.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaRæddu ekkert saman í ferlinu Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segir Sigurð Inga hafa komið að máli við sig en þar með hafi samskiptum þeirra vegna málsins lokið. „Við höfum ekkert rætt þetta. Ég veit ekki einu sinni hvernig þessi tvö tengjast. Hann spurði mig hvort ég gæti tekið þetta að mér, því hann væri vanhæfur. Við ræddum ekkert saman í þessu ferli.“ Hæfnisnefndin mat fjóra aðila hæfasta að sögn Lilju en nefndin skilaði Lilju skýrslu. Lilja tók þessi fjögur í viðtal á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég rankaði þau eftir viðtölin, eftir að hafa farið yfir ferilskrána og það vill þannig til að röðunin er sú sama,“ segir Lilja. Þannig hafi nefndin og Lilja verið sammála um röðun þeirra fjögurra sem komust í viðtal.Sigurður Ingi Jóhannsson sagði sig frá skipuninni vegna vinskapar við Bergþóru.Ekki krafist reynslu eða menntunar á sviði verkfræði „Ég er auðvitað líka mjög ánægð að sjá að hæfasta manneskjan er kona. Þetta er í fyrsta skipti sem kona er skipuð vegamálastjóri,“ segir Lilja. Hún bætir við að 80 prósent starfsmanna Vegagerðarinnar séu karlmenn. Athygli vakti að ekki var krafist reynslu af menntun á sviði verkfræði eða reynslu af verklegum framkvæmdum þegar embættið var auglýst, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var skipaður vegamálastjóri. Lilja segist ekki hafa komið að skipuninni fyrr en á seinni stigum og vísaði á Ara Kristinn Jónsson, formann hæfisnefndarinnar og rektor Háskólans í Reykjavík, vegna þess. Ekki náðist í Ara Kristinn við vinnslu fréttarinnar.Fréttastofa hefur óskað eftir gögnum frá vinnu hæfisnefndarinnar og skýrslunni sem nefndin skilaði Lilju fyrir viðtölin. Lilja segir mikilvægt að allt sé uppi á borðum og þessi gögn verði aðgengileg fjölmiðlum. Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir, nýskipaður Vegamálastjóri, var bæði metin hæfust í embættið af þriggja manna hæfisnefnd og settum samgönguráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Lilja segist ekkert hafa rætt málið við Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, skólabróður og vin Bergþóru. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að leggja mat á umsækjendur. Ekki gekk áfallalaust fyrir sig að auglýsa embættið en fyrst var umsóknarferlinu frestað um viku og síðar um tvær vikur eftir að í ljós kom að gleymst hafði að auglýsa það í Lögbirtingablaðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitamálaráðherra, sagði sig frá málinu þar sem þeim Bergþóru er vel til vina eftir að hafa numið dýralæknafræði saman í Kaupmannahöfn. Sigurður Ingi er einn rúmlega 300 vina Bergþóru á Facebook og taldi hann sig ekki hæfan til að skipa vegamálastjóra í ljósi þess að Bergþóra sótti um embættið.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaRæddu ekkert saman í ferlinu Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segir Sigurð Inga hafa komið að máli við sig en þar með hafi samskiptum þeirra vegna málsins lokið. „Við höfum ekkert rætt þetta. Ég veit ekki einu sinni hvernig þessi tvö tengjast. Hann spurði mig hvort ég gæti tekið þetta að mér, því hann væri vanhæfur. Við ræddum ekkert saman í þessu ferli.“ Hæfnisnefndin mat fjóra aðila hæfasta að sögn Lilju en nefndin skilaði Lilju skýrslu. Lilja tók þessi fjögur í viðtal á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég rankaði þau eftir viðtölin, eftir að hafa farið yfir ferilskrána og það vill þannig til að röðunin er sú sama,“ segir Lilja. Þannig hafi nefndin og Lilja verið sammála um röðun þeirra fjögurra sem komust í viðtal.Sigurður Ingi Jóhannsson sagði sig frá skipuninni vegna vinskapar við Bergþóru.Ekki krafist reynslu eða menntunar á sviði verkfræði „Ég er auðvitað líka mjög ánægð að sjá að hæfasta manneskjan er kona. Þetta er í fyrsta skipti sem kona er skipuð vegamálastjóri,“ segir Lilja. Hún bætir við að 80 prósent starfsmanna Vegagerðarinnar séu karlmenn. Athygli vakti að ekki var krafist reynslu af menntun á sviði verkfræði eða reynslu af verklegum framkvæmdum þegar embættið var auglýst, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var skipaður vegamálastjóri. Lilja segist ekki hafa komið að skipuninni fyrr en á seinni stigum og vísaði á Ara Kristinn Jónsson, formann hæfisnefndarinnar og rektor Háskólans í Reykjavík, vegna þess. Ekki náðist í Ara Kristinn við vinnslu fréttarinnar.Fréttastofa hefur óskað eftir gögnum frá vinnu hæfisnefndarinnar og skýrslunni sem nefndin skilaði Lilju fyrir viðtölin. Lilja segir mikilvægt að allt sé uppi á borðum og þessi gögn verði aðgengileg fjölmiðlum.
Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17