Umboðsmaður Alþingis segir Kópavogsbæ hafa brotið lög Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2018 14:56 Vísir hefur sagt af sérkennilegri og harðri deilu í Kópavogi, milli bæjaryfirvalda og hjónanna Guðmundar R Einarssonar og Lilju Katrínar Gunnarsdóttur. Umboðsmaður hefur nú úrskurðað hjónunum í vil. Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað í stórfurðulegu deilumáli í Kópavogi hjónunum Lilju Katrínu og Guðmundi R. Einarssyni í vil: „Það er álit mitt að það fyrirkomulag Kópavogsbæjar að greiða konu, sem það taldi maka látins starfsmanns, „laun“ í skilningi kjarasamnings en skrá þau á dánarbú mannsins og gefa út launaseðla og launamiða á nafn þess látna, hafi ekki verið í samræmi við lög,“ segir í niðurstöðu ítarlegs álits sem umboðsmaður hefur sent frá sér. Með tilliti til atvika í þessu máli beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að „leitað verði leiða til að rétta hlut A hafi hann orðið fyrir tjóni vegna þessa fyrirkomulags, komi fram beiðni þess efnis frá honum. Ég beini jafnframt þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu.“Lilja Katrín og Guðmundur. Viðbrögð bæjaryfirvalda og svör bæjarstjóra ollu þeim miklum vonbrigðum.visir/vilhelmVísir hefur fjallað ítarlega um þetta sérkennilega mál en í grófum dráttum snýst það um að Kópavogsbær greiddi fyrrverandi konu föður Guðmundar R Einarssonar dánarbætur, sem svo voru skráðar á dánarbúið sem Guðmundur hafði á sinni könnu. Krafa vegna skattaskuldar af þeirri upphæð barst Guðmundi og konu hans Lilju Katrínar Gunnarsdóttur föstudagskvöld eitt í apríl á þessu ári. Fulltrúi með ábyrgðarbréf til þeirra þar sem þau voru krafin um eina og hálfa milljón, skuld sem þeim var gert að greiða vegna dánarbús föður Guðmundar. En, því búi var lokað árið 2013 og þau höfðu aldrei séð þessar greiðslur. Þá hófst þrautarganga Guðmundur og Lilju Katrínar um kerfið sem endaði með opinberum og hörðum deilum þeirra hjóna og bæjarstjórans Ármanns Kr. Ólasonar sem taldi eðlilega að málum staðið. Hann fór í viðtal um málið á Bylgjuna og var Lilja Katrín ekki par sátt við það hvernig málflutningur bæjarstjórans var þar. En sú saga er rakin ítarlega hér. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Segir bæjarstjóra Kópavogs afbaka orð sín Ármann Kr. Ólafsson segir Kópavog með allt sitt á hreinu í furðulegri deilu. 12. apríl 2018 12:00 Í stórfurðulegu stríði við Kópavogsbæ Gert að greiða skatt af dánarbótum sem fyrrverandi kona hins látna fékk. 11. apríl 2018 14:44 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað í stórfurðulegu deilumáli í Kópavogi hjónunum Lilju Katrínu og Guðmundi R. Einarssyni í vil: „Það er álit mitt að það fyrirkomulag Kópavogsbæjar að greiða konu, sem það taldi maka látins starfsmanns, „laun“ í skilningi kjarasamnings en skrá þau á dánarbú mannsins og gefa út launaseðla og launamiða á nafn þess látna, hafi ekki verið í samræmi við lög,“ segir í niðurstöðu ítarlegs álits sem umboðsmaður hefur sent frá sér. Með tilliti til atvika í þessu máli beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að „leitað verði leiða til að rétta hlut A hafi hann orðið fyrir tjóni vegna þessa fyrirkomulags, komi fram beiðni þess efnis frá honum. Ég beini jafnframt þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu.“Lilja Katrín og Guðmundur. Viðbrögð bæjaryfirvalda og svör bæjarstjóra ollu þeim miklum vonbrigðum.visir/vilhelmVísir hefur fjallað ítarlega um þetta sérkennilega mál en í grófum dráttum snýst það um að Kópavogsbær greiddi fyrrverandi konu föður Guðmundar R Einarssonar dánarbætur, sem svo voru skráðar á dánarbúið sem Guðmundur hafði á sinni könnu. Krafa vegna skattaskuldar af þeirri upphæð barst Guðmundi og konu hans Lilju Katrínar Gunnarsdóttur föstudagskvöld eitt í apríl á þessu ári. Fulltrúi með ábyrgðarbréf til þeirra þar sem þau voru krafin um eina og hálfa milljón, skuld sem þeim var gert að greiða vegna dánarbús föður Guðmundar. En, því búi var lokað árið 2013 og þau höfðu aldrei séð þessar greiðslur. Þá hófst þrautarganga Guðmundur og Lilju Katrínar um kerfið sem endaði með opinberum og hörðum deilum þeirra hjóna og bæjarstjórans Ármanns Kr. Ólasonar sem taldi eðlilega að málum staðið. Hann fór í viðtal um málið á Bylgjuna og var Lilja Katrín ekki par sátt við það hvernig málflutningur bæjarstjórans var þar. En sú saga er rakin ítarlega hér.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Segir bæjarstjóra Kópavogs afbaka orð sín Ármann Kr. Ólafsson segir Kópavog með allt sitt á hreinu í furðulegri deilu. 12. apríl 2018 12:00 Í stórfurðulegu stríði við Kópavogsbæ Gert að greiða skatt af dánarbótum sem fyrrverandi kona hins látna fékk. 11. apríl 2018 14:44 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Segir bæjarstjóra Kópavogs afbaka orð sín Ármann Kr. Ólafsson segir Kópavog með allt sitt á hreinu í furðulegri deilu. 12. apríl 2018 12:00
Í stórfurðulegu stríði við Kópavogsbæ Gert að greiða skatt af dánarbótum sem fyrrverandi kona hins látna fékk. 11. apríl 2018 14:44