Lögreglan læri meira af því liðna segir verjandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Þorgils Þorgilsson lögmaður á spjalli við lögreglumann í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Fréttablaðið/Stefán „Það er alveg ljóst að lögreglan hefur enn ekki dregið nægan lærdóm af mistökum fortíðarinnar,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, um rannsókn gagnaversmálsins hjá lögreglu. Hann segist sjaldan á sínum lögmannsferli hafa upplifað sambærileg brot á réttindum sakaðra manna. Munnlegur málflutningur fór fram um kröfu þriggja ákærðu um frávísun málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Verjendur höfðu uppi stóryrtar lýsingar á rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á málinu og lýstu meintum brotum á mannréttindum skjólstæðinga sinna. „Við erum nýbúin að rifja upp afleiðingar þess að virða ekki leikreglurnar,“ sagði Þorgils í lok sinnar ræðu fyrir dómi. Aðspurður segir Þorgils að hann vísi þar til rannsóknar Guðmundar- og Geirfinnsmála sem mikið hafa verið til umfjöllunar að undanförnu vegna endurupptöku þeirra og nýlegs sýknudóms Hæstaréttar. Þorgils lýsti meðal annars þvingunarráðstöfunum sem hann hafi sjálfur þurft að þola í starfi sínu sem verjandi Sindra. Hann hafi sjálfur fengið réttarstöðu sakbornings í málinu, lagt hafi verið hald á síma hans, lögregla hafi neitað skjólstæðingi hans um verjanda að eigin vali en reynt hafi verið að koma í veg fyrir að hann yrði skipaður verjandi Sindra í málinu, þrátt fyrir sérstakar óskir Sindra þar að lútandi. „Það er alvarlegt brot á rétti sakaðs manns að lögregla beiti sér gagnvart verjendum með þeim hætti sem gert hefur verið í þessu máli,“ segir Þorgils. Hann segir að þegar lögregla beiti verjanda sakaðs manns þvingunaraðgerðum sé um leið komið í veg fyrir að hann geti sinnt réttindagæslu fyrir skjólstæðing sinn, enda forsenda trausts þeirra í milli alger forsenda þess að hinn sakaði maður njóti raunverulegrar réttargæslu. Alda Hrönn Jóhannsdóttir flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Hún vísaði málflutningi verjendanna á bug og sagði greinargerð Þorgils og Guðna Jóseps Einarssonar, verjanda annars ákærða, fulla af rangfærslum og dylgjum í garð lögreglunnar. Full ástæða hefði verið til þeirra aðgerða sem gripið var til gagnvart verjanda Sindra enda hefði rökstuddur grunur verið uppi um aðstoð hans við flótta Sindra Þórs úr fangelsi og af landi brott. Hún vísaði til þess að Sindri hefði óskað eftir því við verjanda sinn að hann afhenti sér vegabréf sitt og við fyrirtöku um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sindra hefði Þorgils fært honum vegabréfið. „Ef lögregla vildi halda vegabréfi skjólstæðings míns hefði hún ekki átt að afhenda mér það,“ segir Þorgils. Hann segir að við afhendingu vegabréfsins til sín hafi lögreglan í raun og veru verið að afhenda Sindra sjálfum það. Sjálfum sé honum ekki heimilt að halda vegabréfinu. Þorgils vísar því alfarið á bug að hafa aðstoðað skjólstæðing sinn með þeim hætti sem saksóknari haldi fram. Sindri hafi ekki notað umrætt vegabréf við brottför af landinu, heldur gefið upp annað nafn en sitt eigið. Auk þess hafi brottför Sindra frá Sogni og af landi brott ekki verið ólögmæt þar sem hann var ekki frelsissviptur með dómi á umræddum tíma, eins og margoft hefur komið fram. Úrskurðar um frávísunarkröfuna er að vænta í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
„Það er alveg ljóst að lögreglan hefur enn ekki dregið nægan lærdóm af mistökum fortíðarinnar,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, um rannsókn gagnaversmálsins hjá lögreglu. Hann segist sjaldan á sínum lögmannsferli hafa upplifað sambærileg brot á réttindum sakaðra manna. Munnlegur málflutningur fór fram um kröfu þriggja ákærðu um frávísun málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Verjendur höfðu uppi stóryrtar lýsingar á rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á málinu og lýstu meintum brotum á mannréttindum skjólstæðinga sinna. „Við erum nýbúin að rifja upp afleiðingar þess að virða ekki leikreglurnar,“ sagði Þorgils í lok sinnar ræðu fyrir dómi. Aðspurður segir Þorgils að hann vísi þar til rannsóknar Guðmundar- og Geirfinnsmála sem mikið hafa verið til umfjöllunar að undanförnu vegna endurupptöku þeirra og nýlegs sýknudóms Hæstaréttar. Þorgils lýsti meðal annars þvingunarráðstöfunum sem hann hafi sjálfur þurft að þola í starfi sínu sem verjandi Sindra. Hann hafi sjálfur fengið réttarstöðu sakbornings í málinu, lagt hafi verið hald á síma hans, lögregla hafi neitað skjólstæðingi hans um verjanda að eigin vali en reynt hafi verið að koma í veg fyrir að hann yrði skipaður verjandi Sindra í málinu, þrátt fyrir sérstakar óskir Sindra þar að lútandi. „Það er alvarlegt brot á rétti sakaðs manns að lögregla beiti sér gagnvart verjendum með þeim hætti sem gert hefur verið í þessu máli,“ segir Þorgils. Hann segir að þegar lögregla beiti verjanda sakaðs manns þvingunaraðgerðum sé um leið komið í veg fyrir að hann geti sinnt réttindagæslu fyrir skjólstæðing sinn, enda forsenda trausts þeirra í milli alger forsenda þess að hinn sakaði maður njóti raunverulegrar réttargæslu. Alda Hrönn Jóhannsdóttir flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Hún vísaði málflutningi verjendanna á bug og sagði greinargerð Þorgils og Guðna Jóseps Einarssonar, verjanda annars ákærða, fulla af rangfærslum og dylgjum í garð lögreglunnar. Full ástæða hefði verið til þeirra aðgerða sem gripið var til gagnvart verjanda Sindra enda hefði rökstuddur grunur verið uppi um aðstoð hans við flótta Sindra Þórs úr fangelsi og af landi brott. Hún vísaði til þess að Sindri hefði óskað eftir því við verjanda sinn að hann afhenti sér vegabréf sitt og við fyrirtöku um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sindra hefði Þorgils fært honum vegabréfið. „Ef lögregla vildi halda vegabréfi skjólstæðings míns hefði hún ekki átt að afhenda mér það,“ segir Þorgils. Hann segir að við afhendingu vegabréfsins til sín hafi lögreglan í raun og veru verið að afhenda Sindra sjálfum það. Sjálfum sé honum ekki heimilt að halda vegabréfinu. Þorgils vísar því alfarið á bug að hafa aðstoðað skjólstæðing sinn með þeim hætti sem saksóknari haldi fram. Sindri hafi ekki notað umrætt vegabréf við brottför af landinu, heldur gefið upp annað nafn en sitt eigið. Auk þess hafi brottför Sindra frá Sogni og af landi brott ekki verið ólögmæt þar sem hann var ekki frelsissviptur með dómi á umræddum tíma, eins og margoft hefur komið fram. Úrskurðar um frávísunarkröfuna er að vænta í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira