Lögreglan læri meira af því liðna segir verjandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Þorgils Þorgilsson lögmaður á spjalli við lögreglumann í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Fréttablaðið/Stefán „Það er alveg ljóst að lögreglan hefur enn ekki dregið nægan lærdóm af mistökum fortíðarinnar,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, um rannsókn gagnaversmálsins hjá lögreglu. Hann segist sjaldan á sínum lögmannsferli hafa upplifað sambærileg brot á réttindum sakaðra manna. Munnlegur málflutningur fór fram um kröfu þriggja ákærðu um frávísun málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Verjendur höfðu uppi stóryrtar lýsingar á rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á málinu og lýstu meintum brotum á mannréttindum skjólstæðinga sinna. „Við erum nýbúin að rifja upp afleiðingar þess að virða ekki leikreglurnar,“ sagði Þorgils í lok sinnar ræðu fyrir dómi. Aðspurður segir Þorgils að hann vísi þar til rannsóknar Guðmundar- og Geirfinnsmála sem mikið hafa verið til umfjöllunar að undanförnu vegna endurupptöku þeirra og nýlegs sýknudóms Hæstaréttar. Þorgils lýsti meðal annars þvingunarráðstöfunum sem hann hafi sjálfur þurft að þola í starfi sínu sem verjandi Sindra. Hann hafi sjálfur fengið réttarstöðu sakbornings í málinu, lagt hafi verið hald á síma hans, lögregla hafi neitað skjólstæðingi hans um verjanda að eigin vali en reynt hafi verið að koma í veg fyrir að hann yrði skipaður verjandi Sindra í málinu, þrátt fyrir sérstakar óskir Sindra þar að lútandi. „Það er alvarlegt brot á rétti sakaðs manns að lögregla beiti sér gagnvart verjendum með þeim hætti sem gert hefur verið í þessu máli,“ segir Þorgils. Hann segir að þegar lögregla beiti verjanda sakaðs manns þvingunaraðgerðum sé um leið komið í veg fyrir að hann geti sinnt réttindagæslu fyrir skjólstæðing sinn, enda forsenda trausts þeirra í milli alger forsenda þess að hinn sakaði maður njóti raunverulegrar réttargæslu. Alda Hrönn Jóhannsdóttir flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Hún vísaði málflutningi verjendanna á bug og sagði greinargerð Þorgils og Guðna Jóseps Einarssonar, verjanda annars ákærða, fulla af rangfærslum og dylgjum í garð lögreglunnar. Full ástæða hefði verið til þeirra aðgerða sem gripið var til gagnvart verjanda Sindra enda hefði rökstuddur grunur verið uppi um aðstoð hans við flótta Sindra Þórs úr fangelsi og af landi brott. Hún vísaði til þess að Sindri hefði óskað eftir því við verjanda sinn að hann afhenti sér vegabréf sitt og við fyrirtöku um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sindra hefði Þorgils fært honum vegabréfið. „Ef lögregla vildi halda vegabréfi skjólstæðings míns hefði hún ekki átt að afhenda mér það,“ segir Þorgils. Hann segir að við afhendingu vegabréfsins til sín hafi lögreglan í raun og veru verið að afhenda Sindra sjálfum það. Sjálfum sé honum ekki heimilt að halda vegabréfinu. Þorgils vísar því alfarið á bug að hafa aðstoðað skjólstæðing sinn með þeim hætti sem saksóknari haldi fram. Sindri hafi ekki notað umrætt vegabréf við brottför af landinu, heldur gefið upp annað nafn en sitt eigið. Auk þess hafi brottför Sindra frá Sogni og af landi brott ekki verið ólögmæt þar sem hann var ekki frelsissviptur með dómi á umræddum tíma, eins og margoft hefur komið fram. Úrskurðar um frávísunarkröfuna er að vænta í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Það er alveg ljóst að lögreglan hefur enn ekki dregið nægan lærdóm af mistökum fortíðarinnar,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, um rannsókn gagnaversmálsins hjá lögreglu. Hann segist sjaldan á sínum lögmannsferli hafa upplifað sambærileg brot á réttindum sakaðra manna. Munnlegur málflutningur fór fram um kröfu þriggja ákærðu um frávísun málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Verjendur höfðu uppi stóryrtar lýsingar á rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á málinu og lýstu meintum brotum á mannréttindum skjólstæðinga sinna. „Við erum nýbúin að rifja upp afleiðingar þess að virða ekki leikreglurnar,“ sagði Þorgils í lok sinnar ræðu fyrir dómi. Aðspurður segir Þorgils að hann vísi þar til rannsóknar Guðmundar- og Geirfinnsmála sem mikið hafa verið til umfjöllunar að undanförnu vegna endurupptöku þeirra og nýlegs sýknudóms Hæstaréttar. Þorgils lýsti meðal annars þvingunarráðstöfunum sem hann hafi sjálfur þurft að þola í starfi sínu sem verjandi Sindra. Hann hafi sjálfur fengið réttarstöðu sakbornings í málinu, lagt hafi verið hald á síma hans, lögregla hafi neitað skjólstæðingi hans um verjanda að eigin vali en reynt hafi verið að koma í veg fyrir að hann yrði skipaður verjandi Sindra í málinu, þrátt fyrir sérstakar óskir Sindra þar að lútandi. „Það er alvarlegt brot á rétti sakaðs manns að lögregla beiti sér gagnvart verjendum með þeim hætti sem gert hefur verið í þessu máli,“ segir Þorgils. Hann segir að þegar lögregla beiti verjanda sakaðs manns þvingunaraðgerðum sé um leið komið í veg fyrir að hann geti sinnt réttindagæslu fyrir skjólstæðing sinn, enda forsenda trausts þeirra í milli alger forsenda þess að hinn sakaði maður njóti raunverulegrar réttargæslu. Alda Hrönn Jóhannsdóttir flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Hún vísaði málflutningi verjendanna á bug og sagði greinargerð Þorgils og Guðna Jóseps Einarssonar, verjanda annars ákærða, fulla af rangfærslum og dylgjum í garð lögreglunnar. Full ástæða hefði verið til þeirra aðgerða sem gripið var til gagnvart verjanda Sindra enda hefði rökstuddur grunur verið uppi um aðstoð hans við flótta Sindra Þórs úr fangelsi og af landi brott. Hún vísaði til þess að Sindri hefði óskað eftir því við verjanda sinn að hann afhenti sér vegabréf sitt og við fyrirtöku um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sindra hefði Þorgils fært honum vegabréfið. „Ef lögregla vildi halda vegabréfi skjólstæðings míns hefði hún ekki átt að afhenda mér það,“ segir Þorgils. Hann segir að við afhendingu vegabréfsins til sín hafi lögreglan í raun og veru verið að afhenda Sindra sjálfum það. Sjálfum sé honum ekki heimilt að halda vegabréfinu. Þorgils vísar því alfarið á bug að hafa aðstoðað skjólstæðing sinn með þeim hætti sem saksóknari haldi fram. Sindri hafi ekki notað umrætt vegabréf við brottför af landinu, heldur gefið upp annað nafn en sitt eigið. Auk þess hafi brottför Sindra frá Sogni og af landi brott ekki verið ólögmæt þar sem hann var ekki frelsissviptur með dómi á umræddum tíma, eins og margoft hefur komið fram. Úrskurðar um frávísunarkröfuna er að vænta í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira