Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Sylvía Hall skrifar 20. maí 2018 12:17 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Anton brink Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Launahækkun Ármanns hefur verið gagnrýnd síðustu daga og sagði meðal annars Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að um óhóf væri að ræða. Mánaðarlaun bæjarstjórans nema nú um 2,5 milljónum á mánuði.Segir Katrínu sjálfa hafa talað fyrir „Kópavogsmódelinu“ Í viðtalinu segir Ármann laun hans hafi verið reiknuð út í samræmi við launaþróun í landinu og bendir á að launahækkun hans sé lægri en sú sem þingmenn og ráðherrar fengu árið 2016. Hann gagnrýnir að forsætisráðherra hafi sjálf þegið sína launahækkun þrátt fyrir að hafa lofað breytingum og hún hafi sjálf talað fyrir sömu aðferð og var notuð við launahækkun hans. „Hún tók þessi laun upp á 35 prósent og 45 prósent sem þingmaður. Allt hennar fólk tók þessi laun. Það var boðað að gera eitthvað, það var ekkert gert og ennþá er verið að boða að gera eitthvað. Af orðum hennar má skilja að það eigi að tengja laun þingmanna, ráðherra og dómara við launaþróun opinberra starfsmanna og það er akkúrat það sem við gerðum. Hún ætlar í „Kópavogsmódelið“ hvað þetta varðar.“ Ármann segir sig ekki vera einan um launahækkun, og þeir embættismenn sem gagnrýni hækkunina séu að kasta steinum úr glerhúsiEðlilegt að forsætisnefnd fari ofan í launamál eftir kosningar Ármann bendir á að laun bæjarstjóra í Kópavogi hafi lengi verið há og sama megi segja um laun bæjarstjóra almennt. Það liggi því í augum uppi að slíkar prósentuhækkanir skili sér í háum krónutölum. Hann segir grunnlaun sín vera upp á 1,2 milljónir og sé með yfirvinnu upp á 50 stundir. Ásamt því fái hann bifreiðastyrk og fái greitt fyrir setu í bæjarstjórn. Það er því margt sem telji í heildarupphæðinni. „Ég er tilbúin til að ræða þetta og mér finnst eðlilegt að forsætisnefnd setjist núna niður eftir kosningar og fari ofan í þessi mál.“ Hann segist taka á sig launalækkun ef það yrði ákvörðun bæjarstjórnar eftir kosningar. „Ég tek þeim launum sem bæjarstjórn úthlutar mér.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Launahækkun Ármanns hefur verið gagnrýnd síðustu daga og sagði meðal annars Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að um óhóf væri að ræða. Mánaðarlaun bæjarstjórans nema nú um 2,5 milljónum á mánuði.Segir Katrínu sjálfa hafa talað fyrir „Kópavogsmódelinu“ Í viðtalinu segir Ármann laun hans hafi verið reiknuð út í samræmi við launaþróun í landinu og bendir á að launahækkun hans sé lægri en sú sem þingmenn og ráðherrar fengu árið 2016. Hann gagnrýnir að forsætisráðherra hafi sjálf þegið sína launahækkun þrátt fyrir að hafa lofað breytingum og hún hafi sjálf talað fyrir sömu aðferð og var notuð við launahækkun hans. „Hún tók þessi laun upp á 35 prósent og 45 prósent sem þingmaður. Allt hennar fólk tók þessi laun. Það var boðað að gera eitthvað, það var ekkert gert og ennþá er verið að boða að gera eitthvað. Af orðum hennar má skilja að það eigi að tengja laun þingmanna, ráðherra og dómara við launaþróun opinberra starfsmanna og það er akkúrat það sem við gerðum. Hún ætlar í „Kópavogsmódelið“ hvað þetta varðar.“ Ármann segir sig ekki vera einan um launahækkun, og þeir embættismenn sem gagnrýni hækkunina séu að kasta steinum úr glerhúsiEðlilegt að forsætisnefnd fari ofan í launamál eftir kosningar Ármann bendir á að laun bæjarstjóra í Kópavogi hafi lengi verið há og sama megi segja um laun bæjarstjóra almennt. Það liggi því í augum uppi að slíkar prósentuhækkanir skili sér í háum krónutölum. Hann segir grunnlaun sín vera upp á 1,2 milljónir og sé með yfirvinnu upp á 50 stundir. Ásamt því fái hann bifreiðastyrk og fái greitt fyrir setu í bæjarstjórn. Það er því margt sem telji í heildarupphæðinni. „Ég er tilbúin til að ræða þetta og mér finnst eðlilegt að forsætisnefnd setjist núna niður eftir kosningar og fari ofan í þessi mál.“ Hann segist taka á sig launalækkun ef það yrði ákvörðun bæjarstjórnar eftir kosningar. „Ég tek þeim launum sem bæjarstjórn úthlutar mér.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16