Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2018 12:31 Frá vettvangi við Þingvallavatn í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir slys syðst á Þingvallavatni í dag. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá kafara ásamt kafarabíl og bát á vettvang að Þingvallavatni, nánar tiltekið að Villingavatni til suðurs, skömmu eftir hádegi í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu staðfesti í samtali við Vísi á öðrum tímanum að mennirnir hefðu náðst upp úr vatninu og að þeir hefðu verið fluttir á sjúkrahús. Hann gat hvorki gefið frekari upplýsingar um líðan mannanna né björgunaraðgerðir á vettvangi. Vitni á vettvangi segir að sést hafi til tveggja manna á bát á vatinu í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þá voru björgunarsveitir sendar að Þingvallavatni eftir að tilkynning barst um slysið. Fjölmennur hópur björgunarsveitarmanna var staddur við Ölfusá við leit að manni sem fór í ána í nótt og voru hópar sendir þaðan að Þingvöllum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við Vísi á þriðja tímanum að björgunarsveitir hafi lokið störfum á vettvangi við Þingvallavatn. Þær hafi aðallega verið í því að loka fyrir umferð til að greiða fyrir leið sjúkrabíla til og frá svæðinu. Þá segir hann að ekki hafi þurft að leita út um vatnið á bátum björgunarsveitanna þegar á vettvang kom en mennirnir fundust tiltölulega fljótt. Davíð bjó ekki yfir upplýsingum um tildrög atviksins á vatninu en sagði lögreglu og sjúkraflutningamenn á staðnum. Ekki hefur náðst í Svein Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, vegna slyssins en hann sagði í samtali við fréttastofu RÚV eftir hádegi að hópur hafi verið synda syðst í vatninu þegar tveir urðu viðskila við hópinn. Vitni á vettvangi sögðu í samtali við fréttastofu nú á þriðja tímanum að sést hefði til tveggja manna í bát á vatninu í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Þá fengust upphaflega þær upplýsingar að leit stæði yfir að einum einstaklingi. Síðar fengust þær upplýsingar að um tvo einstaklinga var að ræða. Fréttin hefur verið leiðrétt í samræmi við það. Kafarabíll slökkviliðsins á leið á vettvang skömmu eftir hádegi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Björgunarsveitir voru kallaðar að Þingvallavatni þegar tilkynning um slysið barst. Myndin er frá vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir slys syðst á Þingvallavatni í dag. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá kafara ásamt kafarabíl og bát á vettvang að Þingvallavatni, nánar tiltekið að Villingavatni til suðurs, skömmu eftir hádegi í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu staðfesti í samtali við Vísi á öðrum tímanum að mennirnir hefðu náðst upp úr vatninu og að þeir hefðu verið fluttir á sjúkrahús. Hann gat hvorki gefið frekari upplýsingar um líðan mannanna né björgunaraðgerðir á vettvangi. Vitni á vettvangi segir að sést hafi til tveggja manna á bát á vatinu í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þá voru björgunarsveitir sendar að Þingvallavatni eftir að tilkynning barst um slysið. Fjölmennur hópur björgunarsveitarmanna var staddur við Ölfusá við leit að manni sem fór í ána í nótt og voru hópar sendir þaðan að Þingvöllum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við Vísi á þriðja tímanum að björgunarsveitir hafi lokið störfum á vettvangi við Þingvallavatn. Þær hafi aðallega verið í því að loka fyrir umferð til að greiða fyrir leið sjúkrabíla til og frá svæðinu. Þá segir hann að ekki hafi þurft að leita út um vatnið á bátum björgunarsveitanna þegar á vettvang kom en mennirnir fundust tiltölulega fljótt. Davíð bjó ekki yfir upplýsingum um tildrög atviksins á vatninu en sagði lögreglu og sjúkraflutningamenn á staðnum. Ekki hefur náðst í Svein Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, vegna slyssins en hann sagði í samtali við fréttastofu RÚV eftir hádegi að hópur hafi verið synda syðst í vatninu þegar tveir urðu viðskila við hópinn. Vitni á vettvangi sögðu í samtali við fréttastofu nú á þriðja tímanum að sést hefði til tveggja manna í bát á vatninu í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Þá fengust upphaflega þær upplýsingar að leit stæði yfir að einum einstaklingi. Síðar fengust þær upplýsingar að um tvo einstaklinga var að ræða. Fréttin hefur verið leiðrétt í samræmi við það. Kafarabíll slökkviliðsins á leið á vettvang skömmu eftir hádegi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Björgunarsveitir voru kallaðar að Þingvallavatni þegar tilkynning um slysið barst. Myndin er frá vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira