Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2018 11:26 Frá Patreksfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. Að fundinum stendur grasrótarhópur sem kallar sig Heimavarnarliðið en hann kom einnig að fjölmennum borgarafundi á Ísafirði síðastliðið haust. Einn fundarboðenda, Jóhann Ólafsson á Ísafirði, segir tilgang fundarins að mótmæla kyrrstöðunni í þremur helstu hagsmunamálum Vestfirðinga; raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og samgöngum. Öll þessi mál séu í biðstöðu eða í gíslingu ríkisstofnana og nefnir Jóhann að eftir 15 ára bið hafi ekki enn tekist að koma vegagerð í gang um Teigsskóg. Jóhann segir að fundurinn verði norðan Gilsfjarðarbrúar, Króksfjarðarnesmegin. Þar verða tveir ræðumenn, þau Guðrún Anna Finnbogadóttir, sjávarútvegs- og umhverfisfræðingur hjá Odda á Patreksfirði, og Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði. Í fundarboði er minnt á að fjórir ráðherrar hafi setið Ísafjarðarfundinn í haust og lýst sig samþykka ályktun fundarins. Þar hafi komið fram í máli ráðherra að það þyrfti að höggva á hnútinn og hefjast handa. „Við eigum ekki að una því að orðum og fögrum fyrirheitum fylgi engar efndir. Við krefjumst athafna í stað orða,“ segja fundarboðendur en meðal annarra í hópnum eru Eggert Stefánsson, Ísafirði, Guðmundur Sigurvinsson, Bolungarvík, og Ólafur Bjarni Halldórsson, Ísafirði. Þeir rifja upp að Eiríkur Örn Norðdal, rithöfundur, hafi verið meðal framsögumanna á fundinum í haust og segja að orð hans þar nái vel yfir stöðu mála í dag: „Stundum er eins og hér rekist á tvær ólíkar þjóðir, Vestfirðingar og þeir sem vilja hafa vit fyrir þeim.“„Það er hvorki sátt né samlyndi í því fólgið að skilgreina heimkynni fólks sem friðland sem það megi ekki snerta, megi ekki hafa lifibrauð sitt af. Að byggðir verði að víkja fyrir óbyggðum því réttur óbyggða sé meiri - það er ekki jafnvægi, það er ofbeldi.“ Tengdar fréttir Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. 24. september 2017 22:00 Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. 22. september 2017 12:34 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. Að fundinum stendur grasrótarhópur sem kallar sig Heimavarnarliðið en hann kom einnig að fjölmennum borgarafundi á Ísafirði síðastliðið haust. Einn fundarboðenda, Jóhann Ólafsson á Ísafirði, segir tilgang fundarins að mótmæla kyrrstöðunni í þremur helstu hagsmunamálum Vestfirðinga; raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og samgöngum. Öll þessi mál séu í biðstöðu eða í gíslingu ríkisstofnana og nefnir Jóhann að eftir 15 ára bið hafi ekki enn tekist að koma vegagerð í gang um Teigsskóg. Jóhann segir að fundurinn verði norðan Gilsfjarðarbrúar, Króksfjarðarnesmegin. Þar verða tveir ræðumenn, þau Guðrún Anna Finnbogadóttir, sjávarútvegs- og umhverfisfræðingur hjá Odda á Patreksfirði, og Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði. Í fundarboði er minnt á að fjórir ráðherrar hafi setið Ísafjarðarfundinn í haust og lýst sig samþykka ályktun fundarins. Þar hafi komið fram í máli ráðherra að það þyrfti að höggva á hnútinn og hefjast handa. „Við eigum ekki að una því að orðum og fögrum fyrirheitum fylgi engar efndir. Við krefjumst athafna í stað orða,“ segja fundarboðendur en meðal annarra í hópnum eru Eggert Stefánsson, Ísafirði, Guðmundur Sigurvinsson, Bolungarvík, og Ólafur Bjarni Halldórsson, Ísafirði. Þeir rifja upp að Eiríkur Örn Norðdal, rithöfundur, hafi verið meðal framsögumanna á fundinum í haust og segja að orð hans þar nái vel yfir stöðu mála í dag: „Stundum er eins og hér rekist á tvær ólíkar þjóðir, Vestfirðingar og þeir sem vilja hafa vit fyrir þeim.“„Það er hvorki sátt né samlyndi í því fólgið að skilgreina heimkynni fólks sem friðland sem það megi ekki snerta, megi ekki hafa lifibrauð sitt af. Að byggðir verði að víkja fyrir óbyggðum því réttur óbyggða sé meiri - það er ekki jafnvægi, það er ofbeldi.“
Tengdar fréttir Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. 24. september 2017 22:00 Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. 22. september 2017 12:34 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. 24. september 2017 22:00
Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. 22. september 2017 12:34