Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2018 11:26 Frá Patreksfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. Að fundinum stendur grasrótarhópur sem kallar sig Heimavarnarliðið en hann kom einnig að fjölmennum borgarafundi á Ísafirði síðastliðið haust. Einn fundarboðenda, Jóhann Ólafsson á Ísafirði, segir tilgang fundarins að mótmæla kyrrstöðunni í þremur helstu hagsmunamálum Vestfirðinga; raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og samgöngum. Öll þessi mál séu í biðstöðu eða í gíslingu ríkisstofnana og nefnir Jóhann að eftir 15 ára bið hafi ekki enn tekist að koma vegagerð í gang um Teigsskóg. Jóhann segir að fundurinn verði norðan Gilsfjarðarbrúar, Króksfjarðarnesmegin. Þar verða tveir ræðumenn, þau Guðrún Anna Finnbogadóttir, sjávarútvegs- og umhverfisfræðingur hjá Odda á Patreksfirði, og Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði. Í fundarboði er minnt á að fjórir ráðherrar hafi setið Ísafjarðarfundinn í haust og lýst sig samþykka ályktun fundarins. Þar hafi komið fram í máli ráðherra að það þyrfti að höggva á hnútinn og hefjast handa. „Við eigum ekki að una því að orðum og fögrum fyrirheitum fylgi engar efndir. Við krefjumst athafna í stað orða,“ segja fundarboðendur en meðal annarra í hópnum eru Eggert Stefánsson, Ísafirði, Guðmundur Sigurvinsson, Bolungarvík, og Ólafur Bjarni Halldórsson, Ísafirði. Þeir rifja upp að Eiríkur Örn Norðdal, rithöfundur, hafi verið meðal framsögumanna á fundinum í haust og segja að orð hans þar nái vel yfir stöðu mála í dag: „Stundum er eins og hér rekist á tvær ólíkar þjóðir, Vestfirðingar og þeir sem vilja hafa vit fyrir þeim.“„Það er hvorki sátt né samlyndi í því fólgið að skilgreina heimkynni fólks sem friðland sem það megi ekki snerta, megi ekki hafa lifibrauð sitt af. Að byggðir verði að víkja fyrir óbyggðum því réttur óbyggða sé meiri - það er ekki jafnvægi, það er ofbeldi.“ Tengdar fréttir Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. 24. september 2017 22:00 Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. 22. september 2017 12:34 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. Að fundinum stendur grasrótarhópur sem kallar sig Heimavarnarliðið en hann kom einnig að fjölmennum borgarafundi á Ísafirði síðastliðið haust. Einn fundarboðenda, Jóhann Ólafsson á Ísafirði, segir tilgang fundarins að mótmæla kyrrstöðunni í þremur helstu hagsmunamálum Vestfirðinga; raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og samgöngum. Öll þessi mál séu í biðstöðu eða í gíslingu ríkisstofnana og nefnir Jóhann að eftir 15 ára bið hafi ekki enn tekist að koma vegagerð í gang um Teigsskóg. Jóhann segir að fundurinn verði norðan Gilsfjarðarbrúar, Króksfjarðarnesmegin. Þar verða tveir ræðumenn, þau Guðrún Anna Finnbogadóttir, sjávarútvegs- og umhverfisfræðingur hjá Odda á Patreksfirði, og Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði. Í fundarboði er minnt á að fjórir ráðherrar hafi setið Ísafjarðarfundinn í haust og lýst sig samþykka ályktun fundarins. Þar hafi komið fram í máli ráðherra að það þyrfti að höggva á hnútinn og hefjast handa. „Við eigum ekki að una því að orðum og fögrum fyrirheitum fylgi engar efndir. Við krefjumst athafna í stað orða,“ segja fundarboðendur en meðal annarra í hópnum eru Eggert Stefánsson, Ísafirði, Guðmundur Sigurvinsson, Bolungarvík, og Ólafur Bjarni Halldórsson, Ísafirði. Þeir rifja upp að Eiríkur Örn Norðdal, rithöfundur, hafi verið meðal framsögumanna á fundinum í haust og segja að orð hans þar nái vel yfir stöðu mála í dag: „Stundum er eins og hér rekist á tvær ólíkar þjóðir, Vestfirðingar og þeir sem vilja hafa vit fyrir þeim.“„Það er hvorki sátt né samlyndi í því fólgið að skilgreina heimkynni fólks sem friðland sem það megi ekki snerta, megi ekki hafa lifibrauð sitt af. Að byggðir verði að víkja fyrir óbyggðum því réttur óbyggða sé meiri - það er ekki jafnvægi, það er ofbeldi.“
Tengdar fréttir Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. 24. september 2017 22:00 Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. 22. september 2017 12:34 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. 24. september 2017 22:00
Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. 22. september 2017 12:34