Mikill samdráttur í ferðaþjónustu og fyrirtæki leggja upp laupana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2018 19:15 Mikill samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi milli ára og hefur sala á sérferðum jafnvel hrunið um tugi prósenta að sögn forsvarsmanna. Samtals hafa yfir tíu fyrirtæki í ferðaþjónustu hætt starfsemi á Laugavegi og við gömlu Höfnina síðustu mánuði.Alls staðar samdráttur Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar segir að það skipti ekki máli hvort um sé að ræða jeppa- eða rútuferðir, hvalaskoðun eða sleðaferðir alls staðar hafi orðið samdráttur í ferðaþjónustu síðustu mánuði. „Við heyrum að gestirnir okkar gisti styttra, eyði minna og til dæmis veit ég að það er um 20% samdráttur hjá bílaleigunum í sumar,“ segir Rannveig. Rannveig segir ennfremur að færri komi beint af götunni og kaupi ferðir. „Við finnum að það er færra fólk að koma beint til okkar. Við erum að fá bókanir frá ferðaskrifstofunum og þá sem bóka fyrirfram á netinu en mun færri koma beint til okkar, þetta á líka við um veitingastaðinn sem við rekum og ég heyri það frá öðrum, “ segir Rannveig. Hún bætir við að fimm til sex afþreyingarfyrirtæki hafi hætt starfsemi frá því í fyrra við Gömlu höfnina. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki hætt á Laugavegi Hjörtur Atli Guðmundsson framkvæmdastjóri Whatson sem rekur meðal annars sölu- og bókunarskrifstofu finnur fyrir miklum samdrætti milli ára einkum á sölu á dýrari sérferðum. Þetta hafi haft þau áhrif að margir hafi þurft að loka á Laugaveginum þar sem fyrirtækið er staðsett. „Það hefur orðið um tuttugu til þrjátíu prósenta samdráttur á sölu á sérferðum milli ára hjá okkur. En það eru margir sem hafa það miklu verra en við til að mynda hafa fimm til sex fyrirtæki á þessum markaði lokað, “ segir Hjörtur. Hjörtur skýrir samdráttinn meðal annars með því að erlend stórfyrirtæki eins og Tripadvisor, Get Your Guide og Booking.com hafi síðustu tvö ár komið inn á innlendan markað en erfitt sé að keppa við slíka risa. Rannveig Grétarsdóttir segir að þó að samdrátturinn hafi víðtæk áhrif nú sé þetta ástand sem muni ganga yfir. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Mikill samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi milli ára og hefur sala á sérferðum jafnvel hrunið um tugi prósenta að sögn forsvarsmanna. Samtals hafa yfir tíu fyrirtæki í ferðaþjónustu hætt starfsemi á Laugavegi og við gömlu Höfnina síðustu mánuði.Alls staðar samdráttur Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar segir að það skipti ekki máli hvort um sé að ræða jeppa- eða rútuferðir, hvalaskoðun eða sleðaferðir alls staðar hafi orðið samdráttur í ferðaþjónustu síðustu mánuði. „Við heyrum að gestirnir okkar gisti styttra, eyði minna og til dæmis veit ég að það er um 20% samdráttur hjá bílaleigunum í sumar,“ segir Rannveig. Rannveig segir ennfremur að færri komi beint af götunni og kaupi ferðir. „Við finnum að það er færra fólk að koma beint til okkar. Við erum að fá bókanir frá ferðaskrifstofunum og þá sem bóka fyrirfram á netinu en mun færri koma beint til okkar, þetta á líka við um veitingastaðinn sem við rekum og ég heyri það frá öðrum, “ segir Rannveig. Hún bætir við að fimm til sex afþreyingarfyrirtæki hafi hætt starfsemi frá því í fyrra við Gömlu höfnina. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki hætt á Laugavegi Hjörtur Atli Guðmundsson framkvæmdastjóri Whatson sem rekur meðal annars sölu- og bókunarskrifstofu finnur fyrir miklum samdrætti milli ára einkum á sölu á dýrari sérferðum. Þetta hafi haft þau áhrif að margir hafi þurft að loka á Laugaveginum þar sem fyrirtækið er staðsett. „Það hefur orðið um tuttugu til þrjátíu prósenta samdráttur á sölu á sérferðum milli ára hjá okkur. En það eru margir sem hafa það miklu verra en við til að mynda hafa fimm til sex fyrirtæki á þessum markaði lokað, “ segir Hjörtur. Hjörtur skýrir samdráttinn meðal annars með því að erlend stórfyrirtæki eins og Tripadvisor, Get Your Guide og Booking.com hafi síðustu tvö ár komið inn á innlendan markað en erfitt sé að keppa við slíka risa. Rannveig Grétarsdóttir segir að þó að samdrátturinn hafi víðtæk áhrif nú sé þetta ástand sem muni ganga yfir.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira