Uppfræða börn um fornminjar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2018 21:36 Fornleifaskóli barnanna hefur tekið til starfa í Odda á Rangárvöllum þar sem grunnskólabörn fá að kynnast öllu sem varðar fornleifar og rannsóknir á þeim. Oddi á Rangárvöllum er eitt þekktasta höfuðból landsins með Oddakirkju fremst í flokki. Nú er hafin á staðnum fornleifarannsókn sem kallast Oddarannsókn og þá hefur fornleifaskóli barna tekið til starfa í Odda þar sem nemendur í 7. bekk í grunnskólanum á Hellu eru meðal annars í skólanum.Kristborg Þórsdóttir vonast til að Fornleifaskóli barnanna sé kominn til að vera.Vísir/Stöð 2„Þetta er sem sagt í fyrsta skiptið sem þessi skóli er haldinn en vonandi ekki í síðasta skiptið, það er okkar von hjá Oddafélaginu að það verði Fornleifaskóli barnanna hérna um ókomna tíð og að aftur verði komin einhvers konar fræðslustarfsemi í tíð Oddaverja. Það er svo mikilvægt að uppfræða unga fólkið í landinu um fornminjar og sögu okkar. Hér er frábær vettvangur til þess. Hér er síðan farin í gang metnaðarfull rannsókn, Oddarannsóknina, sem Oddafélag stendur fyrir og byrjaði í sumar,“ segir Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur. Þá fannst strax manngerður hellir sem talinn er vera frá 10. öld. Hellirinn tengist sennilega öðrum mun stærri helli sem féll fyrir löngu síðan og sést núna bara sem djúp lægð í túninu í Odda. „Þetta er náttúrulega bara eins og tímahylki. Maður kemur þarna inn og það hefur enginn stigið þangað inn og ekkert súrefni komist að þessu í kannski 800 ár. Það er bara magnað, það er einstakt að geta rannsakað svona mannvirki sem er undir þaki og er þetta gamalt. Það er einstakt á Íslandi,“ segir Kristborg. Krakkarnir í Fornleifaskólanum segja það frábært að kynnast fornleifauppgrefti í Odda. „Við erum að grafa svona muni, það er mjög gaman,“ segir Kolbrún Sjöfn Ómarsdóttir, nemandi í 7. bekk. Fornminjar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Fornleifaskóli barnanna hefur tekið til starfa í Odda á Rangárvöllum þar sem grunnskólabörn fá að kynnast öllu sem varðar fornleifar og rannsóknir á þeim. Oddi á Rangárvöllum er eitt þekktasta höfuðból landsins með Oddakirkju fremst í flokki. Nú er hafin á staðnum fornleifarannsókn sem kallast Oddarannsókn og þá hefur fornleifaskóli barna tekið til starfa í Odda þar sem nemendur í 7. bekk í grunnskólanum á Hellu eru meðal annars í skólanum.Kristborg Þórsdóttir vonast til að Fornleifaskóli barnanna sé kominn til að vera.Vísir/Stöð 2„Þetta er sem sagt í fyrsta skiptið sem þessi skóli er haldinn en vonandi ekki í síðasta skiptið, það er okkar von hjá Oddafélaginu að það verði Fornleifaskóli barnanna hérna um ókomna tíð og að aftur verði komin einhvers konar fræðslustarfsemi í tíð Oddaverja. Það er svo mikilvægt að uppfræða unga fólkið í landinu um fornminjar og sögu okkar. Hér er frábær vettvangur til þess. Hér er síðan farin í gang metnaðarfull rannsókn, Oddarannsóknina, sem Oddafélag stendur fyrir og byrjaði í sumar,“ segir Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur. Þá fannst strax manngerður hellir sem talinn er vera frá 10. öld. Hellirinn tengist sennilega öðrum mun stærri helli sem féll fyrir löngu síðan og sést núna bara sem djúp lægð í túninu í Odda. „Þetta er náttúrulega bara eins og tímahylki. Maður kemur þarna inn og það hefur enginn stigið þangað inn og ekkert súrefni komist að þessu í kannski 800 ár. Það er bara magnað, það er einstakt að geta rannsakað svona mannvirki sem er undir þaki og er þetta gamalt. Það er einstakt á Íslandi,“ segir Kristborg. Krakkarnir í Fornleifaskólanum segja það frábært að kynnast fornleifauppgrefti í Odda. „Við erum að grafa svona muni, það er mjög gaman,“ segir Kolbrún Sjöfn Ómarsdóttir, nemandi í 7. bekk.
Fornminjar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira