Raforkan frá Húsafelli samsvarar meðalnotkun þúsunda heimila Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2018 21:45 Hrefna Sigmarsdóttir og Bergþór Kristleifsson, bændur á Húsafelli, við lón Urðarfellsvirkjunar. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. Rætt var við Húsafellshjónin Bergþór Kristleifsson og Hrefnu Sigmarsdóttur í fréttum Stöðvar 2. Virkjanasaga Húsafellsbænda teygir sig sjötíu ár aftur í tímann en sú fyrsta árið 1948 þjónaði gamla íbúðarhúsinu og fjósinu. „Síðan virkjaði pabbi 1978 fyrir sumahúsabyggðina, - til að geta skaffað rafmagn á sumarhúsabyggðina. Það var ekki í boði á þeim tíma næg orka fyrir sumarhúsahverfi sem hann var að byggja upp,” segir Bergþór.Kristleifur Þorsteinsson, faðir Bergþórs, virkjaði sérstaklega fyrir sumarhúsabyggðina árið 1978.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þriðja virkjunin reis fyrir fimmtán árum og nú er sú fjórða komin, sem kallast Urðarfellsvirkjun. Þar er 270 metra hátt fall virkjað úr litlum lindám á heiðinni ofan Húsafells. Úr þessu fallvatni fá þau orku upp á 1,1 megavatt. Þessi orkuframleiðsla bætist við það sem fæst úr eldri virkjunum en orkan er seld í gegnum RARIK inn á dreifikerfið. „Þannig að við erum að búa til 1.650 kílóvött, eitthvað svoleiðis, eða 1,6 megavatt, og það svona samsvarar meðalnotkun fyrir rúmlega þrjúþúsund heimili á upphituðum svæðum,” segir Bergþór. Þau segja fjárfestinguna í nýju virkjuninni nema einhverjum hundruð milljóna og telja hana hagstæða. „Þeir eru náttúrlega ekki að gera þetta í fyrsta sinn, - hafa reynslu. Búnir að gera aðrar virkjanir,” segir Hrefna. „Það má segja að fjárhagsáætlun hafi staðist alveg þannig að það tókst vel,” segir Bergþór.Frá inntaksmannvirki Urðarfellsvirkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Hótel Húsafelli geta þau jafnframt státað af sjálfbærri ferðaþjónustu. „Húsafell er algerlega sjálfbært hvað varðar orkuöflun,” segir Hrefna. Svo fékkst sá bónus að vegurinn sem lagður var vegna Urðarfellsvirkjunar opnar greiðari leið að útivistarsvæði. „Stutt að fara upp í Ok og komast hérna. Það er hægt að leggja bílum upp við lónið og labba um fjöll og firnindi,” segir Hrefna. Fjallað verður um Húsafell og nágrenni í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um þessa nýjustu virkjun Húsafellsbænda: Borgarbyggð Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira
Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. Rætt var við Húsafellshjónin Bergþór Kristleifsson og Hrefnu Sigmarsdóttur í fréttum Stöðvar 2. Virkjanasaga Húsafellsbænda teygir sig sjötíu ár aftur í tímann en sú fyrsta árið 1948 þjónaði gamla íbúðarhúsinu og fjósinu. „Síðan virkjaði pabbi 1978 fyrir sumahúsabyggðina, - til að geta skaffað rafmagn á sumarhúsabyggðina. Það var ekki í boði á þeim tíma næg orka fyrir sumarhúsahverfi sem hann var að byggja upp,” segir Bergþór.Kristleifur Þorsteinsson, faðir Bergþórs, virkjaði sérstaklega fyrir sumarhúsabyggðina árið 1978.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þriðja virkjunin reis fyrir fimmtán árum og nú er sú fjórða komin, sem kallast Urðarfellsvirkjun. Þar er 270 metra hátt fall virkjað úr litlum lindám á heiðinni ofan Húsafells. Úr þessu fallvatni fá þau orku upp á 1,1 megavatt. Þessi orkuframleiðsla bætist við það sem fæst úr eldri virkjunum en orkan er seld í gegnum RARIK inn á dreifikerfið. „Þannig að við erum að búa til 1.650 kílóvött, eitthvað svoleiðis, eða 1,6 megavatt, og það svona samsvarar meðalnotkun fyrir rúmlega þrjúþúsund heimili á upphituðum svæðum,” segir Bergþór. Þau segja fjárfestinguna í nýju virkjuninni nema einhverjum hundruð milljóna og telja hana hagstæða. „Þeir eru náttúrlega ekki að gera þetta í fyrsta sinn, - hafa reynslu. Búnir að gera aðrar virkjanir,” segir Hrefna. „Það má segja að fjárhagsáætlun hafi staðist alveg þannig að það tókst vel,” segir Bergþór.Frá inntaksmannvirki Urðarfellsvirkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Hótel Húsafelli geta þau jafnframt státað af sjálfbærri ferðaþjónustu. „Húsafell er algerlega sjálfbært hvað varðar orkuöflun,” segir Hrefna. Svo fékkst sá bónus að vegurinn sem lagður var vegna Urðarfellsvirkjunar opnar greiðari leið að útivistarsvæði. „Stutt að fara upp í Ok og komast hérna. Það er hægt að leggja bílum upp við lónið og labba um fjöll og firnindi,” segir Hrefna. Fjallað verður um Húsafell og nágrenni í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um þessa nýjustu virkjun Húsafellsbænda:
Borgarbyggð Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira
Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30