Bíóleikmyndin Jarlhettur Tómas Guðbjartsson og Sigtryggur Ari Jóhannsson skrifar 20. september 2018 09:00 Útsýnið frá toppi Stóru-Jarlhettu er feikimagnað enda hafur landslagið verið notað í Hollywood-mynd. MYNDIR/ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON Jarlhettur eru tæplega 15 kílómetra röð um 20 móbergstinda við Eystri-Hagafellsjökul í Langjökli, sem teygja sig frá Hagavatni í suðri til Skálpaness í norðri. Tindarnir urðu til við sprengigos undir jökli og rísa flestir um 200 til 300 metra yfir nágrenni sitt. Þetta eru ósnortin víðerni eins og þau gerast best, en nánast línulega tindaröðina umlykja svartir og ljósbrúnir sandflákar með vötnum og jökultjörnum. Skammt undan er Langjökull og minnir umhverfið helst á atriði úr bíómynd um Hringadróttinssögu. Jarlhettur koma við sögu í stórmyndinni Oblivion þar sem Tom Cruise situr á toppi einnar Hettunnar og virðir fyrir sér fljúgandi geimskip yfir Kili. Nafngift Jarlhettna hefur löngum valdið heilabrotum og sumir telja þær kenndar við eina jarl Íslandssögunnar, Gissur Þorvaldsson. Skemmtilegri er sú kenning fræðimanna að nafnið hafi upprunalega verið Járnhettur og síðar breyst í Jarlhettur, en hjálmar á síðmiðöldum voru kallaðir járnhettur. Óneitanlega líkjast margar af Hettunum hjálmum, ekki síst Stóra-Jarlhetta (943 metrar), sem er þeirra tilkomumest og sést best úr byggð. Flestir velja að ganga á hana og tekur gangan 5-6 klukkustundir fram og til baka. Ekki tekur nema tæpar þrjár stundir að aka frá Reykjavík að Hagavatni og því hægt að gera þetta að dagsferð. Austan við Hagavatn má leggja bílum og tekur þá við auðveld 5 kílómetra ganga að rótum Stóru-Hettu. Á leiðinni má toppa Stöku-Jarlhettu en af henni býðst frábært útsýni. Í fyrstu eru lausar skriður upp Stóru-Jarlhettu en ofar taka við móbergsklappir sem eru mikið augnakonfekt. Efsti hluti þeirra er ókleifur en engu að síður er þarna frábært útsýni í góðu veðri til Heklu, Hlöðufells, Þórisjökuls, Hagavatns og syðri hluta Langjökuls. Fyrir sprækt göngufólk er lítið mál að toppa fleiri Hettur í sömu göngu. Tilvalið er að ganga suður Jarlhettudal að skála Ferðafélags Íslands. Hann er skammt frá útfallinu á Hagavatni sem vert er að skoða. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Jarlhettur eru tæplega 15 kílómetra röð um 20 móbergstinda við Eystri-Hagafellsjökul í Langjökli, sem teygja sig frá Hagavatni í suðri til Skálpaness í norðri. Tindarnir urðu til við sprengigos undir jökli og rísa flestir um 200 til 300 metra yfir nágrenni sitt. Þetta eru ósnortin víðerni eins og þau gerast best, en nánast línulega tindaröðina umlykja svartir og ljósbrúnir sandflákar með vötnum og jökultjörnum. Skammt undan er Langjökull og minnir umhverfið helst á atriði úr bíómynd um Hringadróttinssögu. Jarlhettur koma við sögu í stórmyndinni Oblivion þar sem Tom Cruise situr á toppi einnar Hettunnar og virðir fyrir sér fljúgandi geimskip yfir Kili. Nafngift Jarlhettna hefur löngum valdið heilabrotum og sumir telja þær kenndar við eina jarl Íslandssögunnar, Gissur Þorvaldsson. Skemmtilegri er sú kenning fræðimanna að nafnið hafi upprunalega verið Járnhettur og síðar breyst í Jarlhettur, en hjálmar á síðmiðöldum voru kallaðir járnhettur. Óneitanlega líkjast margar af Hettunum hjálmum, ekki síst Stóra-Jarlhetta (943 metrar), sem er þeirra tilkomumest og sést best úr byggð. Flestir velja að ganga á hana og tekur gangan 5-6 klukkustundir fram og til baka. Ekki tekur nema tæpar þrjár stundir að aka frá Reykjavík að Hagavatni og því hægt að gera þetta að dagsferð. Austan við Hagavatn má leggja bílum og tekur þá við auðveld 5 kílómetra ganga að rótum Stóru-Hettu. Á leiðinni má toppa Stöku-Jarlhettu en af henni býðst frábært útsýni. Í fyrstu eru lausar skriður upp Stóru-Jarlhettu en ofar taka við móbergsklappir sem eru mikið augnakonfekt. Efsti hluti þeirra er ókleifur en engu að síður er þarna frábært útsýni í góðu veðri til Heklu, Hlöðufells, Þórisjökuls, Hagavatns og syðri hluta Langjökuls. Fyrir sprækt göngufólk er lítið mál að toppa fleiri Hettur í sömu göngu. Tilvalið er að ganga suður Jarlhettudal að skála Ferðafélags Íslands. Hann er skammt frá útfallinu á Hagavatni sem vert er að skoða.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira