Leyndarmálið um God of War afhjúpað Benedikt Bóas skrifar 10. apríl 2018 05:15 Schola cantorum á heimavelli sem er Hallgrímskirkja. Kórinn syngur á forníslensku í God of War sem kemur út 20. apríl. Gunnar Freyr Steinsson „Þetta er búið að vera mikið leyndarmál og við máttum ekkert segja frá þessu,“ segir Hörður Áskelsson, stofnandi og stjórnandi kammerkórsins Schola cantorum, en í gær upplýstist að kórinn syngur í nýjasta God of War tölvuleiknum. Tölvuleikurinn er gríðarlega vinsæll og er nýjasta leiksins beðið með gríðarlegri eftirvæntingu. Um 19 milljónir hafa horft á stikluna úr leiknum sem gefin var út fyrir rúmlega ári. Leikurinn mun koma í búðarhillur hér á landi þann 20. apríl og segist Hörður ætla að hringja í barnabörnin og monta sig aðeins af því að vera í leiknum. Sony gefur leikinn út og er þetta áttundi leikurinn í seríunni sem fjallar um Kratos en nú birtist sonur hans Atreus einnig. Stóru breytingarnar eru að Kratos notast nú við exi en áður óð hann um með keðjur. Þá hefur sjónarhorni spilarans hefur verið breytt svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Bear McCreary semur tónlistina en hann hefur einnig samið tónlistina við sjónvarpsþættina Battlestar Galactica og The Walking Dead sem og tölvuleikinn SOCOM 4. Auk Schola cantorum er færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir einnig í stóru hlutverki í God of War. „Tengsl okkar við þennan leik koma í gegnum Veigar Margeirsson, tónskáld í Bandaríkjunum. Fram að þessum leik hafði Sony skipt við kóra í London og Prag. Við fórum í Stúdíó Sýrland og sungum fyrir þá prufur með allt liðið í Ameríku fyrir framan okkur á skjá. Þá var músíkin ekki tilbúin. En þeir voru ánægðir enda stóð kórinn sig vel. Næst þegar við hittumst, þá var tónskáldið með í för hér á landi og þá sagði hann við mig að hann hefði lært mikið eftir að hafa unnið með kórnum, og samið músíkina öðruvísi. Við fengum risastóran skammt að syngja inn og vorum í strangri törn,“ segir Hörður. Teymið frá Ameríku fór af landi brott glatt í bragði með tóndæmin og fagmennskuna í kórnum. „Við sungum á forníslensku. Björn Thorarensen, meðlimur í kórnum, varð þeirra þýðandi og samdi þessa texta upp úr ensku og setti á forníslensku. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og allt öðruvísi en það sem við erum að fást við dagsdaglega, bæði músíkin og þetta umhverfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Íslenski kammerkórinn Schola cantorum sér til þess að spilendur nýjasta leiksins í God of War-tölvuleikjabálknum fái víkingaandann beint í æð. 9. apríl 2018 06:53 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera mikið leyndarmál og við máttum ekkert segja frá þessu,“ segir Hörður Áskelsson, stofnandi og stjórnandi kammerkórsins Schola cantorum, en í gær upplýstist að kórinn syngur í nýjasta God of War tölvuleiknum. Tölvuleikurinn er gríðarlega vinsæll og er nýjasta leiksins beðið með gríðarlegri eftirvæntingu. Um 19 milljónir hafa horft á stikluna úr leiknum sem gefin var út fyrir rúmlega ári. Leikurinn mun koma í búðarhillur hér á landi þann 20. apríl og segist Hörður ætla að hringja í barnabörnin og monta sig aðeins af því að vera í leiknum. Sony gefur leikinn út og er þetta áttundi leikurinn í seríunni sem fjallar um Kratos en nú birtist sonur hans Atreus einnig. Stóru breytingarnar eru að Kratos notast nú við exi en áður óð hann um með keðjur. Þá hefur sjónarhorni spilarans hefur verið breytt svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Bear McCreary semur tónlistina en hann hefur einnig samið tónlistina við sjónvarpsþættina Battlestar Galactica og The Walking Dead sem og tölvuleikinn SOCOM 4. Auk Schola cantorum er færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir einnig í stóru hlutverki í God of War. „Tengsl okkar við þennan leik koma í gegnum Veigar Margeirsson, tónskáld í Bandaríkjunum. Fram að þessum leik hafði Sony skipt við kóra í London og Prag. Við fórum í Stúdíó Sýrland og sungum fyrir þá prufur með allt liðið í Ameríku fyrir framan okkur á skjá. Þá var músíkin ekki tilbúin. En þeir voru ánægðir enda stóð kórinn sig vel. Næst þegar við hittumst, þá var tónskáldið með í för hér á landi og þá sagði hann við mig að hann hefði lært mikið eftir að hafa unnið með kórnum, og samið músíkina öðruvísi. Við fengum risastóran skammt að syngja inn og vorum í strangri törn,“ segir Hörður. Teymið frá Ameríku fór af landi brott glatt í bragði með tóndæmin og fagmennskuna í kórnum. „Við sungum á forníslensku. Björn Thorarensen, meðlimur í kórnum, varð þeirra þýðandi og samdi þessa texta upp úr ensku og setti á forníslensku. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og allt öðruvísi en það sem við erum að fást við dagsdaglega, bæði músíkin og þetta umhverfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Íslenski kammerkórinn Schola cantorum sér til þess að spilendur nýjasta leiksins í God of War-tölvuleikjabálknum fái víkingaandann beint í æð. 9. apríl 2018 06:53 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Íslenski kammerkórinn Schola cantorum sér til þess að spilendur nýjasta leiksins í God of War-tölvuleikjabálknum fái víkingaandann beint í æð. 9. apríl 2018 06:53