Spyr sig hvort heilbrigðisráðherra vilji eitt ríkisrekið stéttarfélag Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. apríl 2018 20:30 Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið fer fram þann 16. apríl, en síðasta fundi lauk án árangurs. Ekkert hefur gengið í deilunni síðan, en í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær lét Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftirfarandi orð meðal annars falla: „Það er auðvitað ákvörðun sem ljósmæður taka í sínu kjaraumhverfi að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðili að BHM á meðan Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag,“ sagði Svandís.Velta fyrir sér hvort leggja eigi niður aldargamalt félag Þessi ummæli og fleiri hafa valdið úlfúð í röðum ljósmæðra, sem ásamt BHM sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í dag. Þar segir m.a. að ráðherra hafi gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef hið 99 ára gamla ljósmæðrafélag Íslands yrði lagt niður. Málið kom aftur til umræðu á þinginu í dag, þar sem Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, skaut föstum skotum að Svandísi. „Nú veit ég ekki og stendur reyndar slétt sama um það hvort þessi orð séu vegna þess að hæstvirtur ráðherra hefur einhverja drauma um eitt ríkisrekið stéttarfélag eða hvort hún er hreinlega komin upp að vegg í málinu. Ég hvet hana til að fara aftur í sókn í þessu máli, vegna þess að ljósmæður, þær eiga það inni hjá okkur,“ sagði Hanna Katrín.Segir um kerfislegt kynjamisrétti að ræða Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hvatti fjármálaráðherra til að ganga til samninga við ljósmæður og heilbrigðisráðherra til að stuðla að lausn mála. Hún sagði stöðu mála aðför að kvennastétt í heilbrigðiskerfinu og skýrt dæmi um kerfislegt kynjamisrétti. „Það virðist vera í alvöru þannig herra forseti að konum í kvennastétt er refsað af hinu opinbera fyrir að bæta við sig námi. Hversu langt er seilst í því að spara ríkinu krónur með því að láta kvennastétt taka á sig í enn eitt skipti skellinn og þær uppskeri ekki laun erfiðis síns,“ sagði Rósa Björk. Í frétt á vef stjórnarráðsins sem birt var í dag er vitnað í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem segir m.a. að yfirlýsing ljósmæðra og BHM sé bæði „óskiljanleg og tilhæfulaus“. Þá kveðst Svandís bera hag heilbrigðisstétta fyrir brjósti, ljósmæðra sem annarra, enda viti hún að gott heilbrigðiskerfi verði ekki rekið nema þessar stéttir njóti sannmælis, virðingar og launa í samræmi við ábyrgð og mikilvægi starfa þeirra. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið fer fram þann 16. apríl, en síðasta fundi lauk án árangurs. Ekkert hefur gengið í deilunni síðan, en í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær lét Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftirfarandi orð meðal annars falla: „Það er auðvitað ákvörðun sem ljósmæður taka í sínu kjaraumhverfi að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðili að BHM á meðan Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag,“ sagði Svandís.Velta fyrir sér hvort leggja eigi niður aldargamalt félag Þessi ummæli og fleiri hafa valdið úlfúð í röðum ljósmæðra, sem ásamt BHM sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í dag. Þar segir m.a. að ráðherra hafi gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef hið 99 ára gamla ljósmæðrafélag Íslands yrði lagt niður. Málið kom aftur til umræðu á þinginu í dag, þar sem Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, skaut föstum skotum að Svandísi. „Nú veit ég ekki og stendur reyndar slétt sama um það hvort þessi orð séu vegna þess að hæstvirtur ráðherra hefur einhverja drauma um eitt ríkisrekið stéttarfélag eða hvort hún er hreinlega komin upp að vegg í málinu. Ég hvet hana til að fara aftur í sókn í þessu máli, vegna þess að ljósmæður, þær eiga það inni hjá okkur,“ sagði Hanna Katrín.Segir um kerfislegt kynjamisrétti að ræða Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hvatti fjármálaráðherra til að ganga til samninga við ljósmæður og heilbrigðisráðherra til að stuðla að lausn mála. Hún sagði stöðu mála aðför að kvennastétt í heilbrigðiskerfinu og skýrt dæmi um kerfislegt kynjamisrétti. „Það virðist vera í alvöru þannig herra forseti að konum í kvennastétt er refsað af hinu opinbera fyrir að bæta við sig námi. Hversu langt er seilst í því að spara ríkinu krónur með því að láta kvennastétt taka á sig í enn eitt skipti skellinn og þær uppskeri ekki laun erfiðis síns,“ sagði Rósa Björk. Í frétt á vef stjórnarráðsins sem birt var í dag er vitnað í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem segir m.a. að yfirlýsing ljósmæðra og BHM sé bæði „óskiljanleg og tilhæfulaus“. Þá kveðst Svandís bera hag heilbrigðisstétta fyrir brjósti, ljósmæðra sem annarra, enda viti hún að gott heilbrigðiskerfi verði ekki rekið nema þessar stéttir njóti sannmælis, virðingar og launa í samræmi við ábyrgð og mikilvægi starfa þeirra.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira