Spyr sig hvort heilbrigðisráðherra vilji eitt ríkisrekið stéttarfélag Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. apríl 2018 20:30 Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið fer fram þann 16. apríl, en síðasta fundi lauk án árangurs. Ekkert hefur gengið í deilunni síðan, en í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær lét Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftirfarandi orð meðal annars falla: „Það er auðvitað ákvörðun sem ljósmæður taka í sínu kjaraumhverfi að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðili að BHM á meðan Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag,“ sagði Svandís.Velta fyrir sér hvort leggja eigi niður aldargamalt félag Þessi ummæli og fleiri hafa valdið úlfúð í röðum ljósmæðra, sem ásamt BHM sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í dag. Þar segir m.a. að ráðherra hafi gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef hið 99 ára gamla ljósmæðrafélag Íslands yrði lagt niður. Málið kom aftur til umræðu á þinginu í dag, þar sem Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, skaut föstum skotum að Svandísi. „Nú veit ég ekki og stendur reyndar slétt sama um það hvort þessi orð séu vegna þess að hæstvirtur ráðherra hefur einhverja drauma um eitt ríkisrekið stéttarfélag eða hvort hún er hreinlega komin upp að vegg í málinu. Ég hvet hana til að fara aftur í sókn í þessu máli, vegna þess að ljósmæður, þær eiga það inni hjá okkur,“ sagði Hanna Katrín.Segir um kerfislegt kynjamisrétti að ræða Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hvatti fjármálaráðherra til að ganga til samninga við ljósmæður og heilbrigðisráðherra til að stuðla að lausn mála. Hún sagði stöðu mála aðför að kvennastétt í heilbrigðiskerfinu og skýrt dæmi um kerfislegt kynjamisrétti. „Það virðist vera í alvöru þannig herra forseti að konum í kvennastétt er refsað af hinu opinbera fyrir að bæta við sig námi. Hversu langt er seilst í því að spara ríkinu krónur með því að láta kvennastétt taka á sig í enn eitt skipti skellinn og þær uppskeri ekki laun erfiðis síns,“ sagði Rósa Björk. Í frétt á vef stjórnarráðsins sem birt var í dag er vitnað í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem segir m.a. að yfirlýsing ljósmæðra og BHM sé bæði „óskiljanleg og tilhæfulaus“. Þá kveðst Svandís bera hag heilbrigðisstétta fyrir brjósti, ljósmæðra sem annarra, enda viti hún að gott heilbrigðiskerfi verði ekki rekið nema þessar stéttir njóti sannmælis, virðingar og launa í samræmi við ábyrgð og mikilvægi starfa þeirra. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið fer fram þann 16. apríl, en síðasta fundi lauk án árangurs. Ekkert hefur gengið í deilunni síðan, en í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær lét Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftirfarandi orð meðal annars falla: „Það er auðvitað ákvörðun sem ljósmæður taka í sínu kjaraumhverfi að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðili að BHM á meðan Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag,“ sagði Svandís.Velta fyrir sér hvort leggja eigi niður aldargamalt félag Þessi ummæli og fleiri hafa valdið úlfúð í röðum ljósmæðra, sem ásamt BHM sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í dag. Þar segir m.a. að ráðherra hafi gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef hið 99 ára gamla ljósmæðrafélag Íslands yrði lagt niður. Málið kom aftur til umræðu á þinginu í dag, þar sem Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, skaut föstum skotum að Svandísi. „Nú veit ég ekki og stendur reyndar slétt sama um það hvort þessi orð séu vegna þess að hæstvirtur ráðherra hefur einhverja drauma um eitt ríkisrekið stéttarfélag eða hvort hún er hreinlega komin upp að vegg í málinu. Ég hvet hana til að fara aftur í sókn í þessu máli, vegna þess að ljósmæður, þær eiga það inni hjá okkur,“ sagði Hanna Katrín.Segir um kerfislegt kynjamisrétti að ræða Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hvatti fjármálaráðherra til að ganga til samninga við ljósmæður og heilbrigðisráðherra til að stuðla að lausn mála. Hún sagði stöðu mála aðför að kvennastétt í heilbrigðiskerfinu og skýrt dæmi um kerfislegt kynjamisrétti. „Það virðist vera í alvöru þannig herra forseti að konum í kvennastétt er refsað af hinu opinbera fyrir að bæta við sig námi. Hversu langt er seilst í því að spara ríkinu krónur með því að láta kvennastétt taka á sig í enn eitt skipti skellinn og þær uppskeri ekki laun erfiðis síns,“ sagði Rósa Björk. Í frétt á vef stjórnarráðsins sem birt var í dag er vitnað í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem segir m.a. að yfirlýsing ljósmæðra og BHM sé bæði „óskiljanleg og tilhæfulaus“. Þá kveðst Svandís bera hag heilbrigðisstétta fyrir brjósti, ljósmæðra sem annarra, enda viti hún að gott heilbrigðiskerfi verði ekki rekið nema þessar stéttir njóti sannmælis, virðingar og launa í samræmi við ábyrgð og mikilvægi starfa þeirra.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira