Finnum vonandi sameiginlegan hljóm Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2018 09:00 Móðurmál nefnist þetta listaverk eftir Lap-See Lam & Wingsee. Það er að hluta vídeóverk. Fréttablaðið/Eyþór Árnason Gullskip, Dulbreiða, Af Vopnum og Hringvellir eru nöfn nokkurra íslenskra listaverka á hinni fjölradda sýningu Einungis allir sem verður opnuð klukkan 19 í kvöld í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar eru vídeóverk, skilti og skúlptúrar, líka hljóðverk og olía á striga. Listamennirnir eru ekki bara af myndlistarsviðinu heldur líka hönnuðir, tónlistarmenn og skáld. Sýningin er liður í hátíðinni Cycle 2018 og sækir hugmyndir sínar meðal annars í fjölmenningu. Þemað er þjóð meðal þjóða.Jonatan Habib er sýningarstjóri Einungis allir. Fréttablaðið/ErnirHinn sænski en íslenskumælandi Jonatan Habib Engqvist er sýningarstjóri. Hann mætir mér í forsal safnsins. Þar eru tvær manneskjur á vinnupalli að hengja upp stórt textíllistaverk úr mörgum taubútum. Á það hefur listakonan Melanie Ubaldo skrifað í flýti með olíulitum: Er einhver Íslendingur að vinna hérna? Úr fordyrinu inn í stóra salinn göngum við gegnum perluhengi eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. „Svona glerperlur eru á grænlenska þjóðbúningnum. Þær eru frá Feneyjum en hafa orðið að grænlensku þjóðartákni,“ segir Jonatan og bendir líka á málverkið Saumaklúbb eftir Erlu Haraldsdóttur, þar er fólk í íslenskum þjóðbúningum í sterkum litum og með þekktu mynstri frá Nble-fólkinu í Suður-Afríku. Í stóra salnum snúast verkin mikið um tungumál, breytingar og samruna. Þar bregður fyrir páfagauk að fljúga um íslenskt landslag. Lap-See Lam, sem er af þriðju kynslóð Kínverja í Svíþjóð, er með stórt vídeóverk sem snýst um breytingar í samfélaginu. Lap-See er búin að ákveða að vera listamaður en ekki veitingamaður eins og móðir hennar og amma. „Amma Lap-See kallar hana bananabarn, það merkir að hún sé gul að utan en hvít að innan. Í verkinu eru meðal annars þrjár tímalínur, ein táknar 1978, ein nútíðina og ein framtíðina þegar afgreiðslan á veitingastaðnum er orðin tölvustýrð,“ útskýrir Jonatan. Ljóðið Evrópa eftir sænska skáldið Athena Farrokzhad er prentað á filmu og það heyrist lesið af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur þegar gengið er yfir brúna út við gluggann. Tyrkneska listakonan Pinar Ögrenci á tvö verk á sýningunni. Á myndbandi er ungur maður að smygla sér milli Tyrklands og Grikklands en hann er með mjög fallegt hljóðfæri og verður að skilja það eftir. Svo sést bara hafið og hljóðfærið á reki. „Pinar fjallar oft um erfið efni án þess að hafa ofbeldi af nokkru tagi í verkunum. Þau snerta samt djúpt,“ segir Jonatan og bætir við að lokum: „Sýningin er innblásin af hugmyndum um hið opna samfélag heimsins og tungumálin. Við finnum auðvitað aldrei sameiginlegt tungumál en vonandi sameiginlegan hljóm.“Andvari, verk eftir Pinar Ögrenci. Þar er hljóðfæri á reki. Fréttablaðið/Eyþór Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Gullskip, Dulbreiða, Af Vopnum og Hringvellir eru nöfn nokkurra íslenskra listaverka á hinni fjölradda sýningu Einungis allir sem verður opnuð klukkan 19 í kvöld í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar eru vídeóverk, skilti og skúlptúrar, líka hljóðverk og olía á striga. Listamennirnir eru ekki bara af myndlistarsviðinu heldur líka hönnuðir, tónlistarmenn og skáld. Sýningin er liður í hátíðinni Cycle 2018 og sækir hugmyndir sínar meðal annars í fjölmenningu. Þemað er þjóð meðal þjóða.Jonatan Habib er sýningarstjóri Einungis allir. Fréttablaðið/ErnirHinn sænski en íslenskumælandi Jonatan Habib Engqvist er sýningarstjóri. Hann mætir mér í forsal safnsins. Þar eru tvær manneskjur á vinnupalli að hengja upp stórt textíllistaverk úr mörgum taubútum. Á það hefur listakonan Melanie Ubaldo skrifað í flýti með olíulitum: Er einhver Íslendingur að vinna hérna? Úr fordyrinu inn í stóra salinn göngum við gegnum perluhengi eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. „Svona glerperlur eru á grænlenska þjóðbúningnum. Þær eru frá Feneyjum en hafa orðið að grænlensku þjóðartákni,“ segir Jonatan og bendir líka á málverkið Saumaklúbb eftir Erlu Haraldsdóttur, þar er fólk í íslenskum þjóðbúningum í sterkum litum og með þekktu mynstri frá Nble-fólkinu í Suður-Afríku. Í stóra salnum snúast verkin mikið um tungumál, breytingar og samruna. Þar bregður fyrir páfagauk að fljúga um íslenskt landslag. Lap-See Lam, sem er af þriðju kynslóð Kínverja í Svíþjóð, er með stórt vídeóverk sem snýst um breytingar í samfélaginu. Lap-See er búin að ákveða að vera listamaður en ekki veitingamaður eins og móðir hennar og amma. „Amma Lap-See kallar hana bananabarn, það merkir að hún sé gul að utan en hvít að innan. Í verkinu eru meðal annars þrjár tímalínur, ein táknar 1978, ein nútíðina og ein framtíðina þegar afgreiðslan á veitingastaðnum er orðin tölvustýrð,“ útskýrir Jonatan. Ljóðið Evrópa eftir sænska skáldið Athena Farrokzhad er prentað á filmu og það heyrist lesið af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur þegar gengið er yfir brúna út við gluggann. Tyrkneska listakonan Pinar Ögrenci á tvö verk á sýningunni. Á myndbandi er ungur maður að smygla sér milli Tyrklands og Grikklands en hann er með mjög fallegt hljóðfæri og verður að skilja það eftir. Svo sést bara hafið og hljóðfærið á reki. „Pinar fjallar oft um erfið efni án þess að hafa ofbeldi af nokkru tagi í verkunum. Þau snerta samt djúpt,“ segir Jonatan og bætir við að lokum: „Sýningin er innblásin af hugmyndum um hið opna samfélag heimsins og tungumálin. Við finnum auðvitað aldrei sameiginlegt tungumál en vonandi sameiginlegan hljóm.“Andvari, verk eftir Pinar Ögrenci. Þar er hljóðfæri á reki. Fréttablaðið/Eyþór
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira