Fordómar gegn hinsegin fólki enn þá til staðar á Íslandi Guðný Hrönn skrifar 23. febrúar 2018 08:00 Sólrún Sesselja segir fræðslu vera lykilinn að því að uppræta fordóma. VÍSIR/EYÞÓR „Ég hef lent í því, t.d. niðri í bæ að degi til, í göngutúr með þáverandi kærustu, að fólk glápir, bendir og hlær. Svo heyrir maður útlendinga segja hluti sem innihalda augljóslega orðið „lesbíur“ á einhverju tungumáli öðru en ensku. Svo lentum við einu sinni í því að það var maður í bíl sem rúllaði niður rúðunni og „cat-callaði“ okkur,“ segir Sólrún Sesselja Haraldsdóttir þegar hún er beðin um að lýsa þeim fordómum sem hún hefur orðið fyrir vegna kynhneigðar sinnar. Sólrún tekur annað dæmi: „Oft þegar ég hef sagt að ég sé samkynhneigð fæ ég til baka að ég líti ekki út fyrir að vera það. Að ég líti frekar út fyrir að vera tvíkynhneigð eða gagnkynhneigð, af því að ég passa ekki inn í steríótýpuna yfir samkynhneigðar konur.“ „Fólk hefur líka alveg sagt við mig að það sé ónáttúrulegt að vera samkynhneigður, af því að karlar og konur eiga að búa til börn og þannig viðhalda mannkyninu og þannig séu aðrar kynhneigðir ónáttúrulegar.“ Sólrún segir alls konar fólk vera með fordóma gegn hinsegin fólki og oftar en ekki opinberar fólk fordóma sína í hugsunarleysi. „Þetta er kannski frekar eldra fólk heldur en yngra. Og frekar túristar heldur en Íslendingar. En í raun getur þetta verið hver sem er,“ útskýrir Sólrún. Hún bætir við að vegna fordóma hafi hún vanið sig á að meta umhverfið sem hún er í áður en hún opinberar það að hún sé samkynhneigð. „Mér finnst ég þurfa að meta umhverfið áður en ég ákveð hvort ég ætli að segja frá mínum hinseginleika. Alveg hiklaust.“ Sólrún kveðst reyna að taka ekki inn á sig þegar fólk opinberar fordóma sína gagnvart hinsegin fólki en það geti þó verið erfitt. „Ef þetta er fólk sem er ekki nákomið mér þá reyni ég að hunsa það, reyni að hlæja bara. Ég veit að þetta er fáfræði.“„En ef þetta er í fólk sem er náið manni, þá er það erfiðara. Þá þarf maður líka að hugsa hvaða fólki maður er að umkringja sig með. Maður vill ekki umgangast fólk sem er hreinlega á móti því hvernig maður er. Ég get ekkert breytt mínum hinseginleika. Ég valdi þetta ekki, ég er bara svona.“ Snýst um vellíðan fólks Sólrún leggur áherslu á að hinsegin fræðsla sé mikilvæg og sjálf tekur hún þátt í slíkri fræðslu með Samtökunum ’78, í grunn- og framhaldsskólum. „Sumum finnst sú fræðsla óþarfi vegna þess að það er minnihluti sem er hinsegin og þá taki það því ekki að fræða um þessa hluti. En það er mikilvægt að fræða alla,“ segi Sólrún og minnir á að það sé mikið í húfi. „Þetta snýst um hamingju og vellíðan hinsegin fólks.“ Það þarf líka að minna fólk á að vanda orðaval að sögn Sólrúnar. Hún segir orðræðuna í samfélaginu vera þannig að gert er ráð fyrir að allir séu gagnkynhneigðir. „Fólk þarf að passa hvernig það talar. Til dæmis ekki segja: „Ertu komin með kærasta?“ við stelpur. Spyrja frekar út í maka. Og ekki nota hinsegin orð sem níðyrði. Það þarf að búa til umhverfi þar sem hinsegin fólk er velkomið og það er hægt að gera með því að vanda orðaval. Hinsegin fólk lendir líka, frekar en gagnkynhneigt fólk, í því að ókunnugt fólk spyr út í kynlíf þess, jafnvel kynfæri. Það er mjög óviðeigandi og kemur engum við,“ bætir Sólrún við Hún tekur svo fram að hún horfi bjartsýn til framtíðar. „Ég held að þetta sé að skána og það er að mínu mati mest til komið vegna aukinnar fræðslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Ég hef lent í því, t.d. niðri í bæ að degi til, í göngutúr með þáverandi kærustu, að fólk glápir, bendir og hlær. Svo heyrir maður útlendinga segja hluti sem innihalda augljóslega orðið „lesbíur“ á einhverju tungumáli öðru en ensku. Svo lentum við einu sinni í því að það var maður í bíl sem rúllaði niður rúðunni og „cat-callaði“ okkur,“ segir Sólrún Sesselja Haraldsdóttir þegar hún er beðin um að lýsa þeim fordómum sem hún hefur orðið fyrir vegna kynhneigðar sinnar. Sólrún tekur annað dæmi: „Oft þegar ég hef sagt að ég sé samkynhneigð fæ ég til baka að ég líti ekki út fyrir að vera það. Að ég líti frekar út fyrir að vera tvíkynhneigð eða gagnkynhneigð, af því að ég passa ekki inn í steríótýpuna yfir samkynhneigðar konur.“ „Fólk hefur líka alveg sagt við mig að það sé ónáttúrulegt að vera samkynhneigður, af því að karlar og konur eiga að búa til börn og þannig viðhalda mannkyninu og þannig séu aðrar kynhneigðir ónáttúrulegar.“ Sólrún segir alls konar fólk vera með fordóma gegn hinsegin fólki og oftar en ekki opinberar fólk fordóma sína í hugsunarleysi. „Þetta er kannski frekar eldra fólk heldur en yngra. Og frekar túristar heldur en Íslendingar. En í raun getur þetta verið hver sem er,“ útskýrir Sólrún. Hún bætir við að vegna fordóma hafi hún vanið sig á að meta umhverfið sem hún er í áður en hún opinberar það að hún sé samkynhneigð. „Mér finnst ég þurfa að meta umhverfið áður en ég ákveð hvort ég ætli að segja frá mínum hinseginleika. Alveg hiklaust.“ Sólrún kveðst reyna að taka ekki inn á sig þegar fólk opinberar fordóma sína gagnvart hinsegin fólki en það geti þó verið erfitt. „Ef þetta er fólk sem er ekki nákomið mér þá reyni ég að hunsa það, reyni að hlæja bara. Ég veit að þetta er fáfræði.“„En ef þetta er í fólk sem er náið manni, þá er það erfiðara. Þá þarf maður líka að hugsa hvaða fólki maður er að umkringja sig með. Maður vill ekki umgangast fólk sem er hreinlega á móti því hvernig maður er. Ég get ekkert breytt mínum hinseginleika. Ég valdi þetta ekki, ég er bara svona.“ Snýst um vellíðan fólks Sólrún leggur áherslu á að hinsegin fræðsla sé mikilvæg og sjálf tekur hún þátt í slíkri fræðslu með Samtökunum ’78, í grunn- og framhaldsskólum. „Sumum finnst sú fræðsla óþarfi vegna þess að það er minnihluti sem er hinsegin og þá taki það því ekki að fræða um þessa hluti. En það er mikilvægt að fræða alla,“ segi Sólrún og minnir á að það sé mikið í húfi. „Þetta snýst um hamingju og vellíðan hinsegin fólks.“ Það þarf líka að minna fólk á að vanda orðaval að sögn Sólrúnar. Hún segir orðræðuna í samfélaginu vera þannig að gert er ráð fyrir að allir séu gagnkynhneigðir. „Fólk þarf að passa hvernig það talar. Til dæmis ekki segja: „Ertu komin með kærasta?“ við stelpur. Spyrja frekar út í maka. Og ekki nota hinsegin orð sem níðyrði. Það þarf að búa til umhverfi þar sem hinsegin fólk er velkomið og það er hægt að gera með því að vanda orðaval. Hinsegin fólk lendir líka, frekar en gagnkynhneigt fólk, í því að ókunnugt fólk spyr út í kynlíf þess, jafnvel kynfæri. Það er mjög óviðeigandi og kemur engum við,“ bætir Sólrún við Hún tekur svo fram að hún horfi bjartsýn til framtíðar. „Ég held að þetta sé að skána og það er að mínu mati mest til komið vegna aukinnar fræðslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira