Snapchat gæti komið Heimilistónum í klípu Birgir Olgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 11:00 Hljómsveitin Heimilistónar hefur vakið mikla athygli fyrir lagið sitt Kúst og fæjó í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. RUV Mögulega þyrfti að breyta texta lagsins Kúst og fæjó komi til þess að það verði fyrir valinu sem framlag Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í maí næstkomandi. Ástæðan er sú að í textanum er minnst á vörumerki sem er bannað samkvæmt reglum Eurovision. Kúst og fæjó er lag hljómsveitarinnar Heimilistóna sem er eitt af sex lögum sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins í Laugardalshöll laugardaginn 3. mars næstkomandi. Texti lagsins segir frá konu sem á von á vinkonum sínum í saumaklúbb inn á heimili sitt og er í óða önn að þrífa og hafa til veitingar. Í laginu er minnst á vinkonurnar Hrafnhildi og Valgerði og óttast konan að þær eigi ekki lengur skap saman því síðast lentu þær í rifrildi og lokuð á hvora aðra á „Snapptjatti“.Þar er að sjálfsögðu átt við samskiptaforritið Snapchat sem hefur notið umtalsverðra vinsælda undanfarin ár.Í reglum Eurovison er skýrt bann við því að minnast á fyrirtæki, vörur, vörumerki eða þjónustu í textum laganna.Hótuðu að vísa San Marínó úr keppni Árið 2012 ákvað ríkisútvarpið í San Marínó að velja til þátttöku lagið Facebook Uh, Oh, Oh (A Satirical Song). Nokkrum dögum eftir að það var tilkynnt, eða 18. mars árið 2012, ályktaði EBU, samtök evrópskra ljósvakamiðla í almannaþágu, að lagið bryti gegn reglum Eurovision vegna tilvísunar í samfélagsmiðilinn Facebook í texta og heiti lagsins. Var ríkisútvarpi San Marínó gefinn kostur á að annað hvort skipta um lag eða breyta texta lagsins þannig að ekki yrði minnst á Facebook. Fékk San Marínó fimm daga til að verða við þessari tilskipun.Úr varð að San Marínó breytti textanum sem var nánast sá sami nema að ekki var minnst á Facebook og fékk lagið heitið The Social Network Song (OH OH – Uh – OH OH).Fara yfir málið ef til þess kemur Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, segir í samtali við Vísi að ef svo fer að Kúst og fæjó verður framlag Íslendinga í Eurovision þá verði farið yfir málið. Hún bendir á að allir textar Eurovision-framlaga eru sendir til EBU eftir forval í löndunum hefur farið fram. „Og ef Kúst og fæjó verður okkar framlag og við fáum athugasemd vegna þessa munum við sannarlega bregðast við því í takt við lög og reglur,“ segir Birna. Vert er að benda á að Snapchat-tilvísunin í Kúst og fæjó er langt um vægari en það sem átti sér stað í framlagi San Marínó um árið. Er tilvísunin til að mynda ekki í heiti lagsins og ætti að vera lítið mál að hnika textanum örlítið til ef það mun þurfa.Hótuðu að vísa Silvíu Nótt úr keppni En það er ekki aðeins bannað að minnast á fyrirtæki, vörur, vörumerki eða þjónustu í textum Eurovision-laga. Textinn má ekki ekki koma óorði á keppnina sjálfa, hann má ekki innihalda pólitískan áróður og þá er einnig bannað að blóta eða hafa uppi ósæmilegt orðfæri. Árið 2006 var Silvía Nótt, leikin af Ágústu Evu Erlendsdóttur, eftirminnilega fulltrúi Íslendinga í Eurovision í Grikklandi þar sem hún flutti lagið Congratulation. Í enskum texta lagsins kom fyrir línan „The vote is in, they say I win“ en í myndbandi lagsins heyrðist Silvía syngja: „The vote is in, I´ll fucking win“. Notaði hún einnig blótsyrðið „fucking“ á æfingum fyrir keppnina.EBU tók ekki vel í þetta og benti Ríkisútvarpi Íslands á að Silvía Nótt væri með þessu framferði að brjóta tvær reglur Eurovision. Annars vegar þá reglu að bannað væri að breyta texta lagsins eftir að loka útgáfu hans hafði verið skilað inn til EBU og hins vegar þá reglu sem snýr að banni við blótsyrðum. Var Ríkisútvarpinu hér á landi gerð grein fyrir því að ef Silvía Nótt myndi ekki endurskoða afstöðu sína þá yrði henni vísað úr keppni. Silvía Nótt hélt sér að hluta til á mottunni, notaði ekki orðið „Fucking“ á undankvöldi Eurovision en sagði þess í stað „I´ll freaking win“. Hún komst ekki áfram í úrslit. Eurovision Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Mögulega þyrfti að breyta texta lagsins Kúst og fæjó komi til þess að það verði fyrir valinu sem framlag Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í maí næstkomandi. Ástæðan er sú að í textanum er minnst á vörumerki sem er bannað samkvæmt reglum Eurovision. Kúst og fæjó er lag hljómsveitarinnar Heimilistóna sem er eitt af sex lögum sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins í Laugardalshöll laugardaginn 3. mars næstkomandi. Texti lagsins segir frá konu sem á von á vinkonum sínum í saumaklúbb inn á heimili sitt og er í óða önn að þrífa og hafa til veitingar. Í laginu er minnst á vinkonurnar Hrafnhildi og Valgerði og óttast konan að þær eigi ekki lengur skap saman því síðast lentu þær í rifrildi og lokuð á hvora aðra á „Snapptjatti“.Þar er að sjálfsögðu átt við samskiptaforritið Snapchat sem hefur notið umtalsverðra vinsælda undanfarin ár.Í reglum Eurovison er skýrt bann við því að minnast á fyrirtæki, vörur, vörumerki eða þjónustu í textum laganna.Hótuðu að vísa San Marínó úr keppni Árið 2012 ákvað ríkisútvarpið í San Marínó að velja til þátttöku lagið Facebook Uh, Oh, Oh (A Satirical Song). Nokkrum dögum eftir að það var tilkynnt, eða 18. mars árið 2012, ályktaði EBU, samtök evrópskra ljósvakamiðla í almannaþágu, að lagið bryti gegn reglum Eurovision vegna tilvísunar í samfélagsmiðilinn Facebook í texta og heiti lagsins. Var ríkisútvarpi San Marínó gefinn kostur á að annað hvort skipta um lag eða breyta texta lagsins þannig að ekki yrði minnst á Facebook. Fékk San Marínó fimm daga til að verða við þessari tilskipun.Úr varð að San Marínó breytti textanum sem var nánast sá sami nema að ekki var minnst á Facebook og fékk lagið heitið The Social Network Song (OH OH – Uh – OH OH).Fara yfir málið ef til þess kemur Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, segir í samtali við Vísi að ef svo fer að Kúst og fæjó verður framlag Íslendinga í Eurovision þá verði farið yfir málið. Hún bendir á að allir textar Eurovision-framlaga eru sendir til EBU eftir forval í löndunum hefur farið fram. „Og ef Kúst og fæjó verður okkar framlag og við fáum athugasemd vegna þessa munum við sannarlega bregðast við því í takt við lög og reglur,“ segir Birna. Vert er að benda á að Snapchat-tilvísunin í Kúst og fæjó er langt um vægari en það sem átti sér stað í framlagi San Marínó um árið. Er tilvísunin til að mynda ekki í heiti lagsins og ætti að vera lítið mál að hnika textanum örlítið til ef það mun þurfa.Hótuðu að vísa Silvíu Nótt úr keppni En það er ekki aðeins bannað að minnast á fyrirtæki, vörur, vörumerki eða þjónustu í textum Eurovision-laga. Textinn má ekki ekki koma óorði á keppnina sjálfa, hann má ekki innihalda pólitískan áróður og þá er einnig bannað að blóta eða hafa uppi ósæmilegt orðfæri. Árið 2006 var Silvía Nótt, leikin af Ágústu Evu Erlendsdóttur, eftirminnilega fulltrúi Íslendinga í Eurovision í Grikklandi þar sem hún flutti lagið Congratulation. Í enskum texta lagsins kom fyrir línan „The vote is in, they say I win“ en í myndbandi lagsins heyrðist Silvía syngja: „The vote is in, I´ll fucking win“. Notaði hún einnig blótsyrðið „fucking“ á æfingum fyrir keppnina.EBU tók ekki vel í þetta og benti Ríkisútvarpi Íslands á að Silvía Nótt væri með þessu framferði að brjóta tvær reglur Eurovision. Annars vegar þá reglu að bannað væri að breyta texta lagsins eftir að loka útgáfu hans hafði verið skilað inn til EBU og hins vegar þá reglu sem snýr að banni við blótsyrðum. Var Ríkisútvarpinu hér á landi gerð grein fyrir því að ef Silvía Nótt myndi ekki endurskoða afstöðu sína þá yrði henni vísað úr keppni. Silvía Nótt hélt sér að hluta til á mottunni, notaði ekki orðið „Fucking“ á undankvöldi Eurovision en sagði þess í stað „I´ll freaking win“. Hún komst ekki áfram í úrslit.
Eurovision Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira