Áslaug segir að leikreglunum hafi verið breytt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 14:38 Áslaug Friðriksdóttir Fréttablaðið/Stefán „Enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík,“ segir Áslaug Friðriksdóttir í pistli sem hún birti á Facebook síðu sinni. Áslaugu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni var ýtt til hliðar á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem tekist var á um tillögu uppstillinganefndar fyrir skipun á lista flokksins í borginni. „Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur. Mér eru það vissulega vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.“ Áslaug endaði í öðru sæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrr í mánuðinum. Hún óskaði svo eftir því að skipa 2. sæti listans, þrátt fyrir að hún hafi vitað að hún hefði ekki stuðning meirihluta kjörnefndar nema nýr leiðtogi, Eyþór Arnaldsson, styddi þá tillögu. „Svo reyndist ekki vera og því fór sem fór. Ég mun að sjálfsögðu sitja út kjörtímabilið og vinna að málum eins og ég hef gert hingað til með því að leggja áherslu á að einkaframtakið fái að blómstra til hagsbóta fyrir borgarbúa, með því að efla þjónustu, þar sem þarfir íbúanna eru í forgrunni og með því að standa á bremsunni gegn óráðsíu og vanhugsuðum hugmyndum meirihlutans“Segir konurnar á listanum vera skoðanasystur Áslaug segir að sér lítist vel á nýju konurnar á framboðslistanum „og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“ Áslaug segir að síðustu mánuði hafi verið reynt að tala niður fylgi flokksins í borginni en að öll skilyrði fyrir góðum árangri séu til staðar. „Stundum hefur mátt skilja af umræðunni og á staðhæfingum ýmissa vitringa að fylgi borgarstjórnarflokksins sé minna en fylgi flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Alþingiskosningar. Þetta er ekki rétt og má minna á að í skoðanakönnun í ágúst mældist stuðningur við borgarstjórnarflokkinn 34%. Í komandi kosningabaráttu þurfa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að byggja ofan á þetta fylgi til að ná settu marki. Öll skilyrði fyrir góðum árangri eru til staðar. Ég óska þeim alls hins besta í þeirri baráttu.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Fulltrúaráð Varðar fundar í kvöld um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Skiptar skoðanir eru um listann utan ráðsins en talið er að meiri samhljómur sé innan þess. Listinn þykir bera merki utanríkisr 22. febrúar 2018 07:00 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
„Enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík,“ segir Áslaug Friðriksdóttir í pistli sem hún birti á Facebook síðu sinni. Áslaugu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni var ýtt til hliðar á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem tekist var á um tillögu uppstillinganefndar fyrir skipun á lista flokksins í borginni. „Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur. Mér eru það vissulega vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.“ Áslaug endaði í öðru sæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrr í mánuðinum. Hún óskaði svo eftir því að skipa 2. sæti listans, þrátt fyrir að hún hafi vitað að hún hefði ekki stuðning meirihluta kjörnefndar nema nýr leiðtogi, Eyþór Arnaldsson, styddi þá tillögu. „Svo reyndist ekki vera og því fór sem fór. Ég mun að sjálfsögðu sitja út kjörtímabilið og vinna að málum eins og ég hef gert hingað til með því að leggja áherslu á að einkaframtakið fái að blómstra til hagsbóta fyrir borgarbúa, með því að efla þjónustu, þar sem þarfir íbúanna eru í forgrunni og með því að standa á bremsunni gegn óráðsíu og vanhugsuðum hugmyndum meirihlutans“Segir konurnar á listanum vera skoðanasystur Áslaug segir að sér lítist vel á nýju konurnar á framboðslistanum „og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“ Áslaug segir að síðustu mánuði hafi verið reynt að tala niður fylgi flokksins í borginni en að öll skilyrði fyrir góðum árangri séu til staðar. „Stundum hefur mátt skilja af umræðunni og á staðhæfingum ýmissa vitringa að fylgi borgarstjórnarflokksins sé minna en fylgi flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Alþingiskosningar. Þetta er ekki rétt og má minna á að í skoðanakönnun í ágúst mældist stuðningur við borgarstjórnarflokkinn 34%. Í komandi kosningabaráttu þurfa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að byggja ofan á þetta fylgi til að ná settu marki. Öll skilyrði fyrir góðum árangri eru til staðar. Ég óska þeim alls hins besta í þeirri baráttu.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Fulltrúaráð Varðar fundar í kvöld um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Skiptar skoðanir eru um listann utan ráðsins en talið er að meiri samhljómur sé innan þess. Listinn þykir bera merki utanríkisr 22. febrúar 2018 07:00 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Fulltrúaráð Varðar fundar í kvöld um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Skiptar skoðanir eru um listann utan ráðsins en talið er að meiri samhljómur sé innan þess. Listinn þykir bera merki utanríkisr 22. febrúar 2018 07:00
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19