Forsætisráðherra bjartsýn eftir fyrsta formlega fund formanna um breytingar á stjórnarskránni Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2018 19:45 Forsætisráðherra er bjartsýn á að stjórnmálaflokkarnir nái saman um hvernig unnið verði að breytingum og heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Byggt verði á þeirri miklu vinnu sem þegar liggi fyrir og hún vilji sjá fyrstu breytingarnar ná fram að ganga á þessu kjörtímabili. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað óformlega um breytingar á stjórnarskránni frá því ný ríkisstjórn tók við völdum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að á þeim fundum hafi verið farið yfir þann feril sem flokkarnir geti séð í málinu. Í dag komu formenn og fulltrúar flokkanna hins vegar í fyrsta skipti saman til formlegs fundar um málið í Ráðherrabústaðnum. „Það liggur auðvitað fyrir að þessir flokkar hafa ólíka sýn á stjórnarskrárbreytingar. En ég er mjög bjartsýn eftir þennan fund á að við séum sammálá um hvernig við viljum vinna þessi mál. Við eigum auðvitað eftir að halda áfram í raun og veru að vinna saman að því hvernig við viljum til dæmis tryggja samráð við almenning í gegnum þetta ferli,“ segir Katrín. Þeir sem vilja ganga lengst og hraðast fram vilja að tillögur stjórnlagaráðs frá árinu 2011 verði samþykktar lítið breyttar eins fljótt og auðið er. En aðrir vilja fara mishægar í sakirnar. Forsætisráðherra segir að grundvallarhugmyndin nú sé að reyna að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á tveimur kjörtímabilum. „Það er uppleggið að ljúka heildarendurskoðun og eins og ég segi byggja þeirri vinnu sem fyrir liggur. Og þar auðvitað vega þungt tillögur stjórnlagaráðs sem unnar voru á kjörtímabilinu 2009 til 2013. En það hefur auðvitað verið vinna síðan og fyrir þann tíma líka.“ „Þetta er allt undir og okkar hlutverk er líka að eiga virkt samtal við almenning sem verður þá kannski með ólíkum hætti eftir því hvaða efnisatriði eru undir. Þetta stendur fyrir dyrum að fara að vinna áætlun og samhliða því hvaða tímaáætlun við gefum okkur um ferlið. Ég auðvitað vil sjá breytingar á stjórnarskrá í lok þessa kjörtímabils og að við höldum okkur við að reyna að ljúka þessu á þessum tíma (tveimur kjörtímabilum),“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
Forsætisráðherra er bjartsýn á að stjórnmálaflokkarnir nái saman um hvernig unnið verði að breytingum og heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Byggt verði á þeirri miklu vinnu sem þegar liggi fyrir og hún vilji sjá fyrstu breytingarnar ná fram að ganga á þessu kjörtímabili. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað óformlega um breytingar á stjórnarskránni frá því ný ríkisstjórn tók við völdum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að á þeim fundum hafi verið farið yfir þann feril sem flokkarnir geti séð í málinu. Í dag komu formenn og fulltrúar flokkanna hins vegar í fyrsta skipti saman til formlegs fundar um málið í Ráðherrabústaðnum. „Það liggur auðvitað fyrir að þessir flokkar hafa ólíka sýn á stjórnarskrárbreytingar. En ég er mjög bjartsýn eftir þennan fund á að við séum sammálá um hvernig við viljum vinna þessi mál. Við eigum auðvitað eftir að halda áfram í raun og veru að vinna saman að því hvernig við viljum til dæmis tryggja samráð við almenning í gegnum þetta ferli,“ segir Katrín. Þeir sem vilja ganga lengst og hraðast fram vilja að tillögur stjórnlagaráðs frá árinu 2011 verði samþykktar lítið breyttar eins fljótt og auðið er. En aðrir vilja fara mishægar í sakirnar. Forsætisráðherra segir að grundvallarhugmyndin nú sé að reyna að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á tveimur kjörtímabilum. „Það er uppleggið að ljúka heildarendurskoðun og eins og ég segi byggja þeirri vinnu sem fyrir liggur. Og þar auðvitað vega þungt tillögur stjórnlagaráðs sem unnar voru á kjörtímabilinu 2009 til 2013. En það hefur auðvitað verið vinna síðan og fyrir þann tíma líka.“ „Þetta er allt undir og okkar hlutverk er líka að eiga virkt samtal við almenning sem verður þá kannski með ólíkum hætti eftir því hvaða efnisatriði eru undir. Þetta stendur fyrir dyrum að fara að vinna áætlun og samhliða því hvaða tímaáætlun við gefum okkur um ferlið. Ég auðvitað vil sjá breytingar á stjórnarskrá í lok þessa kjörtímabils og að við höldum okkur við að reyna að ljúka þessu á þessum tíma (tveimur kjörtímabilum),“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira