Ákærðir fyrir að halda tveimur konum nauðugum í allt að sex klukkutíma Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. júní 2018 11:15 Auk þess sem héraðssaksóknari fer fram á refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar fara konurnar fram á samtals tvær og hálfa milljón í miskabætur. Vísir/Hanna Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir frelsissviptingu og hótanir í garð tveggja kvenna. Annar maðurinn er auk þess ákærður fyrir líkamsárás og hinn fyrir stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, hótunum og frelsissviptingu. Að því er fram kemur í frétt RÚV var málið þingfest fyrr í vikunni. Í ákæru kemur fram að hin meintu brot hafi verið framin í félagi aðfaranótt og að morgni mánudagsins 27. júní 2016 á heimili annars ákærða og sambýliskonu hans. Í ákæru er því lýst að annar ákærðu, sambýlismaður annarar konunnar, hafi tekið síma af annarri konunni, hótaði henni og sambýliskonu sinni ítrekað líkamsmeiðingum og veittist að sambýliskonu sinni með ofbeldi. Sló hana og hélt henni í gólfinu með líkamsþunga sínum, meðal annars með því að sitja ofan á henni. Sló hana hana með krepptum hnefa, skóhorni og/eða kylfu víðsvegar um líkamann, tók hana ítrekað kverkataki og þrengdi að. Þá kleip hann með töng í fingur hennar, skar hár hennar með eggvopni og tróðu báðir ákærðu peysu í og yfir munn hennar.Hótaði ofbeldi og kynferðisofbeldi Þá hótaði hinn ákærði símleiðis að beita báðar konurnar ofbeldi og kynferðisofbeldi og eftir að hann kom á vettvang hótaði hann báðum konum ítrekað líkamsmeiðingum. Meðal annars greip hann í hár annarrar konunnar, bar hníf að hálsi hennar og síðan að kinn og hótaði henni að vinna hinni konunni mein með því að standa yfir henni með hamar á lofti og kom þannig í veg fyrir að konan myndi í símtali láta fyrrverandi kærasta sinn vita hvað var að gerast. Þegar konurnar náðu að yfirgefa íbúðina höfðu þær verið sviptar frelsi í um 4-6 klukkustundir, að því er fram kemur í ákæru. Auk þess sem héraðssaksóknari fer fram á refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar fara konurnar fram á samtals tvær og hálfa milljón í miskabætur. Dómsmál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir frelsissviptingu og hótanir í garð tveggja kvenna. Annar maðurinn er auk þess ákærður fyrir líkamsárás og hinn fyrir stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, hótunum og frelsissviptingu. Að því er fram kemur í frétt RÚV var málið þingfest fyrr í vikunni. Í ákæru kemur fram að hin meintu brot hafi verið framin í félagi aðfaranótt og að morgni mánudagsins 27. júní 2016 á heimili annars ákærða og sambýliskonu hans. Í ákæru er því lýst að annar ákærðu, sambýlismaður annarar konunnar, hafi tekið síma af annarri konunni, hótaði henni og sambýliskonu sinni ítrekað líkamsmeiðingum og veittist að sambýliskonu sinni með ofbeldi. Sló hana og hélt henni í gólfinu með líkamsþunga sínum, meðal annars með því að sitja ofan á henni. Sló hana hana með krepptum hnefa, skóhorni og/eða kylfu víðsvegar um líkamann, tók hana ítrekað kverkataki og þrengdi að. Þá kleip hann með töng í fingur hennar, skar hár hennar með eggvopni og tróðu báðir ákærðu peysu í og yfir munn hennar.Hótaði ofbeldi og kynferðisofbeldi Þá hótaði hinn ákærði símleiðis að beita báðar konurnar ofbeldi og kynferðisofbeldi og eftir að hann kom á vettvang hótaði hann báðum konum ítrekað líkamsmeiðingum. Meðal annars greip hann í hár annarrar konunnar, bar hníf að hálsi hennar og síðan að kinn og hótaði henni að vinna hinni konunni mein með því að standa yfir henni með hamar á lofti og kom þannig í veg fyrir að konan myndi í símtali láta fyrrverandi kærasta sinn vita hvað var að gerast. Þegar konurnar náðu að yfirgefa íbúðina höfðu þær verið sviptar frelsi í um 4-6 klukkustundir, að því er fram kemur í ákæru. Auk þess sem héraðssaksóknari fer fram á refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar fara konurnar fram á samtals tvær og hálfa milljón í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira