Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júní 2018 11:37 Gestur Jónsson (t.v.) var lögmaður Jón Steinars í málinu. Hér eru þeir Jón Steinar við aðalmeðferðina í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun mánaðarins. Dómurinn sýknaði Jón Steinar því gagnrýni hans á Hæstarétt Íslands var gildisdómur en ekki staðhæfing um staðreynd. Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun en þar kemur fram hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011. Jón Steinar taldi að Hæstiréttur hefði vísvitandi komist að rangri niðurstöðu í máli Baldurs og rökstyður ítarlega í bókinni hvers vegna hann telji dóminn yfir honum rangan. Í þessu efni vísaði Jón Steinar til þekktrar skilgreiningar hugtaksins „dómsmorð“, sem norski lögmaðurinn J.B. Hort setti fram í samnefndri bók sinni. Skoðun Jón Steinars var sú að dómarar Hæstaréttar hefðu látið þrýsting frá almenningi um sakfellingar í kjölfar efnahagshrunsins hafa áhrif á sig. Þeir hafi því verið hallir undir ákæruvaldið í málinu. Brotið hafi verið gegn réttindum Baldurs með ýmsum hætti og hann hafi verið saklaus dæmdur til fangelsisvistar.Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði meiðyrðamálið gegn Jóni Steinari. Vísir/ValliVirða verður umfjöllun í málinu heildstætt Héraðsdómur Reykjaness féllst á þær varnir Jón Steinars að ummælin sem um ræðir hafi verið gildisdómur en ekki staðhæfing um staðreynd og sýknaði því Jón Steinar í dómi sem kveðinn var upp í morgun. Í forsendum Héraðsdóms Reykjaness segir um þetta atriði: „Við mat á því hvort hin umstefndu ummæli séu gildisdómur eða staðhæfing um staðreyndir verður að meta skrif stefnda í heild sinni. Verður að skoða hin umstefndu ummæli í samhengi við umfjöllun hans í heild í þessum kafla bókarinar en þar leitast hann við að rökstyðja og gagnrýna út frá lögfræðilegum sjónarmiðum þá skoðun sína að meirihluti Hæstaréttar hafi komist að rangri niðurstöðu í máli Baldurs Guðlaugssonar og að rétt aðferðafræði, samkvæmt hans skoðun sem hann rökstyður í bók sinni, hefði leitt til annarrar niðurstöðu. Hvergi í þessum kafla bókarinnar er stefnandi, eða aðrir þeir dómarar sem áttu sæti í umræddu dómsmáli, sakaður um refsiverða háttsemi. Stefndi tekur í riti sínu stundum sterkt til orða í gagnrýni sinni á Hæstarétt en þegar umfjöllun hans er virt í heild verður talið að hann hafi notað hugtakið dómsmorð í óeiginlegri eða yfirfærðri merkingu, aðallega til þess að leggja áherslu á orð sín. Verður því talið að umfjöllun stefnda í heild sinni feli í sér ályktun hans eða gildisdóm um framangreindan dóm Hæstaréttar en ekki staðhæfingu um að refsivert brot hafi verið framið,“ segir í niðurstöðunni.Jón Steinar í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð málsins fyrr í mánuðinum.Vísir/VilhelmÞessi niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness er í samræmi við þá aðferðafræði sem Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur lagt til grundvallar í málum vegna brots á 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um tjáningarfrelsi. Dómstóllinn hefur við flokkun á ærumeiðandi ummælum greint ummæli eftir því hvort þau séu gildisdómar eða staðhæfingar um staðreyndir. Dómar MDE eru viðurkennt lögskýringargagn hér á landi. Hæstiréttur Íslands hefur á síðustu árum tileinkað sér sömu aðferðafræði um flokkun á gildisdómum og staðhæfingum um staðreyndir í kjölfar margra áfellisdóma sem kveðnir hafa verið upp yfir íslenska ríkinu fyrir MDE í Strassborg vegna brots á 10. gr. sáttmálans. Þegar tekið ákvörðun um áfrýjun Benedikt Bogason hefur þegar tekið ákvörðun um áfrýjun dómsins til Landsréttar. „Þetta er rangur dómur. Málinu verður áfrýjað. Í ummælum sem koma fram í bókinni felst ásökun um refsiverða háttsemi. Það er því af og frá að þetta sé gildisdómur. Þetta er staðhæfing um staðreynd. Jón Steinar skilgreinir sjálfur hvað felst í dómsmorði og í þeirri skilgreiningu felst ásökun um refsiverða háttsemi,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Benedikts. Málinu verður áfrýjað til Landsréttar. Fari málið að lokum til Hæstaréttar Íslands mun að öllum líkindum þurfa að ryðja Hæstarétt í málinu vegna vanhæfis og kalla inn varadómara til að dæma í því vegna tengsla sitjandi dómara við Benedikt Bogason. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun en þar kemur fram hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011. Jón Steinar taldi að Hæstiréttur hefði vísvitandi komist að rangri niðurstöðu í máli Baldurs og rökstyður ítarlega í bókinni hvers vegna hann telji dóminn yfir honum rangan. Í þessu efni vísaði Jón Steinar til þekktrar skilgreiningar hugtaksins „dómsmorð“, sem norski lögmaðurinn J.B. Hort setti fram í samnefndri bók sinni. Skoðun Jón Steinars var sú að dómarar Hæstaréttar hefðu látið þrýsting frá almenningi um sakfellingar í kjölfar efnahagshrunsins hafa áhrif á sig. Þeir hafi því verið hallir undir ákæruvaldið í málinu. Brotið hafi verið gegn réttindum Baldurs með ýmsum hætti og hann hafi verið saklaus dæmdur til fangelsisvistar.Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði meiðyrðamálið gegn Jóni Steinari. Vísir/ValliVirða verður umfjöllun í málinu heildstætt Héraðsdómur Reykjaness féllst á þær varnir Jón Steinars að ummælin sem um ræðir hafi verið gildisdómur en ekki staðhæfing um staðreynd og sýknaði því Jón Steinar í dómi sem kveðinn var upp í morgun. Í forsendum Héraðsdóms Reykjaness segir um þetta atriði: „Við mat á því hvort hin umstefndu ummæli séu gildisdómur eða staðhæfing um staðreyndir verður að meta skrif stefnda í heild sinni. Verður að skoða hin umstefndu ummæli í samhengi við umfjöllun hans í heild í þessum kafla bókarinar en þar leitast hann við að rökstyðja og gagnrýna út frá lögfræðilegum sjónarmiðum þá skoðun sína að meirihluti Hæstaréttar hafi komist að rangri niðurstöðu í máli Baldurs Guðlaugssonar og að rétt aðferðafræði, samkvæmt hans skoðun sem hann rökstyður í bók sinni, hefði leitt til annarrar niðurstöðu. Hvergi í þessum kafla bókarinnar er stefnandi, eða aðrir þeir dómarar sem áttu sæti í umræddu dómsmáli, sakaður um refsiverða háttsemi. Stefndi tekur í riti sínu stundum sterkt til orða í gagnrýni sinni á Hæstarétt en þegar umfjöllun hans er virt í heild verður talið að hann hafi notað hugtakið dómsmorð í óeiginlegri eða yfirfærðri merkingu, aðallega til þess að leggja áherslu á orð sín. Verður því talið að umfjöllun stefnda í heild sinni feli í sér ályktun hans eða gildisdóm um framangreindan dóm Hæstaréttar en ekki staðhæfingu um að refsivert brot hafi verið framið,“ segir í niðurstöðunni.Jón Steinar í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð málsins fyrr í mánuðinum.Vísir/VilhelmÞessi niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness er í samræmi við þá aðferðafræði sem Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur lagt til grundvallar í málum vegna brots á 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um tjáningarfrelsi. Dómstóllinn hefur við flokkun á ærumeiðandi ummælum greint ummæli eftir því hvort þau séu gildisdómar eða staðhæfingar um staðreyndir. Dómar MDE eru viðurkennt lögskýringargagn hér á landi. Hæstiréttur Íslands hefur á síðustu árum tileinkað sér sömu aðferðafræði um flokkun á gildisdómum og staðhæfingum um staðreyndir í kjölfar margra áfellisdóma sem kveðnir hafa verið upp yfir íslenska ríkinu fyrir MDE í Strassborg vegna brots á 10. gr. sáttmálans. Þegar tekið ákvörðun um áfrýjun Benedikt Bogason hefur þegar tekið ákvörðun um áfrýjun dómsins til Landsréttar. „Þetta er rangur dómur. Málinu verður áfrýjað. Í ummælum sem koma fram í bókinni felst ásökun um refsiverða háttsemi. Það er því af og frá að þetta sé gildisdómur. Þetta er staðhæfing um staðreynd. Jón Steinar skilgreinir sjálfur hvað felst í dómsmorði og í þeirri skilgreiningu felst ásökun um refsiverða háttsemi,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Benedikts. Málinu verður áfrýjað til Landsréttar. Fari málið að lokum til Hæstaréttar Íslands mun að öllum líkindum þurfa að ryðja Hæstarétt í málinu vegna vanhæfis og kalla inn varadómara til að dæma í því vegna tengsla sitjandi dómara við Benedikt Bogason.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira