Þekkir helling af fuglum 25. ágúst 2018 08:45 Það er stutt út í ósnortna náttúru á Flateyri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sigurður Stefán Ólafsson, átta ára, er nýlega fluttur til Flateyrar við Önundarfjörð. Þar er hann á leið í fyrsta tímann, fyrsta skóladaginn sinn, kátur og hress. Hann verður í þriðja bekk og veit ekki enn hversu margir eru í honum. En hvar var hann í 1. og 2. bekk? Ég var í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Það er risastór skóli, eitthvað um 700 krakkar í honum. Þetta verður öðruvísi.Hvað finnst þér skemmtilegast að læra? Mér finnst gaman í íslensku og ég er góður í stærðfræði. Svo hef ég gaman af náttúrufræði, sérstaklega fuglum og þekki helling af þeim.Hverjir eru uppáhalds? Hrafnsönd, til dæmis, sem er ekki sérlega algeng. Hún er alveg kolsvört nema aðeins brúleit á vængjunum. Goggurinn hennar er dökkur með gulri rönd og það er hnúður á gogginum efst. Hrafnsöndin er mjög flott. En hún er sjaldgæf. Bara til um 800 fuglar, fjögur hundruð pör hér á Íslandi.Hvar hefurðu séð hana? Á Mývatni. Við pabbi höfum farið þangað. Þegar ég var úti í Englandi þá fór ég í dýragarð og þar sá ég aðra önd sem heitir mandarínuönd og er til í alls konar litum. Hún er líka til á Íslandi en er mjög sjaldgæf. Hún er meira á Akureyri en á Mývatni. Svo er hún, held ég, líka á Húsavík. En á Seyðisfirði er alveg klikkað fuglalíf. Þar er hægt að sjá mjög stóra gæs sem heitir Kanadagæs en ég hef ekki séð hana. Vinkona hennar mömmu er alltaf að sjá sjaldgæfar tegundir þar. Hún veit líka mikið um fugla.Hefurðu séð eftirtektarverða fugla hér á Flateyri, eða ertu kannski nýkominn? Það er nú nokkrar vikur síðan. Hér er auðvitað mikið af mávum, til dæmis hvítmávum. Svo eru nokkrir svartbakar, sem eru stærstu mávarnir.En að öðru. Áttu systkini? Tvær systur, aðra fjögurra ára og hina þrettán. Ég er miðjubarnið.Ertu búinn að eignast vini hér? Já, nokkra, svo er ég stundum með unglingunum sem eru á aldur við systur mína. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Sigurður Stefán Ólafsson, átta ára, er nýlega fluttur til Flateyrar við Önundarfjörð. Þar er hann á leið í fyrsta tímann, fyrsta skóladaginn sinn, kátur og hress. Hann verður í þriðja bekk og veit ekki enn hversu margir eru í honum. En hvar var hann í 1. og 2. bekk? Ég var í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Það er risastór skóli, eitthvað um 700 krakkar í honum. Þetta verður öðruvísi.Hvað finnst þér skemmtilegast að læra? Mér finnst gaman í íslensku og ég er góður í stærðfræði. Svo hef ég gaman af náttúrufræði, sérstaklega fuglum og þekki helling af þeim.Hverjir eru uppáhalds? Hrafnsönd, til dæmis, sem er ekki sérlega algeng. Hún er alveg kolsvört nema aðeins brúleit á vængjunum. Goggurinn hennar er dökkur með gulri rönd og það er hnúður á gogginum efst. Hrafnsöndin er mjög flott. En hún er sjaldgæf. Bara til um 800 fuglar, fjögur hundruð pör hér á Íslandi.Hvar hefurðu séð hana? Á Mývatni. Við pabbi höfum farið þangað. Þegar ég var úti í Englandi þá fór ég í dýragarð og þar sá ég aðra önd sem heitir mandarínuönd og er til í alls konar litum. Hún er líka til á Íslandi en er mjög sjaldgæf. Hún er meira á Akureyri en á Mývatni. Svo er hún, held ég, líka á Húsavík. En á Seyðisfirði er alveg klikkað fuglalíf. Þar er hægt að sjá mjög stóra gæs sem heitir Kanadagæs en ég hef ekki séð hana. Vinkona hennar mömmu er alltaf að sjá sjaldgæfar tegundir þar. Hún veit líka mikið um fugla.Hefurðu séð eftirtektarverða fugla hér á Flateyri, eða ertu kannski nýkominn? Það er nú nokkrar vikur síðan. Hér er auðvitað mikið af mávum, til dæmis hvítmávum. Svo eru nokkrir svartbakar, sem eru stærstu mávarnir.En að öðru. Áttu systkini? Tvær systur, aðra fjögurra ára og hina þrettán. Ég er miðjubarnið.Ertu búinn að eignast vini hér? Já, nokkra, svo er ég stundum með unglingunum sem eru á aldur við systur mína.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira