Heiðar Logi bjargar sér í Málmey – Dagur 3: „Ég held jafnvel að ég sé korter frá því að skíra bolta Wilson“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 10:50 Heiðar Logi, brimbrettakappi, lætur reyna á sjálfsbjargarviðleitni sína því hann ætlar að bjarga sér einn án matar og vatns í fjóra daga í Málmey. Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði án vatns og matar. Hann fór af stað á miðvikudagsmorgun og var seinna um daginn skutlað yfir í Málmey á þyrlu. Vísir mun sýna samantekt af Snapchat-reikningi Heiðars (heidarlogi) daglega á meðan hann dvelur í Málmey. Dagur þrjú fór vel af stað hjá Heiðari en hann snæddi rabarbaragraut í morgunmat og sólin skein. „Þetta er fyrsta heita máltíðin mín og þannig að það er næs. Og til að toppa þetta þá er alveg geggjað að borða morgunmatinn og hafa þetta útsýni,“ segir Heiðar sem naut sín fallegri náttúru. Heiðar hélt þá út á sjó í leit að æti. Hann hafði vonast til þess að finna fisk en ekkert veiddist þrátt fyrir að hafa verið í sjónum í rúmar tvær klukkustundir. „Úff þetta gekk ekki eins og ég átti von á. Ég var í svona tvo tíma að leita og leita út í sjó. Mér er orðið ískalt og ég fann ekkert nema eitthvað smotterí,“ sagði Heiðar fremur vonsvikinn. Hann fékk þó beltisþara og smokkfisk sem hann borðaði með bestu lyst. „En ég ætla nú ekki að fara að kvarta yfir því sem ég fann ekki heldur ætla ég að njóta þess sem ég fann og nýta mér það,“ sagði Heiðar sem auðsjáanlega hefur jákvætt viðmót að leiðarljósi. Þá sagðist Heiðar hafa dottið í lukkupottinn þegar hann fann að því er virtist eina staðinn á eyjunni þar sem voru krækiber. „Ég held ég hafi aldrei verið jafn ánægður með að vera með krækiberjatennur,“ sagði Heiðar sigri hrósandi. „Ég held jafnvel að ég sé korter frá því að skíra bolta Wilson,“ sagði Heiðar og vísaði í kvikmyndina Cast Away með Tom Hanks í aðalhlutverki. Þetta var síðasti heili dagurinn hans Heiðars á eyjunni því hann verður sóttur á morgun. Hér að neðan má sjá hvernig dagur þrjú gekk hjá Heiðari. Tengdar fréttir Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 2: Gat ekkert veitt en datt svo í lukkupottinn Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 24. ágúst 2018 11:30 Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 1: „Held ég borði ekkert meira í dag“ Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 23. ágúst 2018 10:30 Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 22. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira
Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði án vatns og matar. Hann fór af stað á miðvikudagsmorgun og var seinna um daginn skutlað yfir í Málmey á þyrlu. Vísir mun sýna samantekt af Snapchat-reikningi Heiðars (heidarlogi) daglega á meðan hann dvelur í Málmey. Dagur þrjú fór vel af stað hjá Heiðari en hann snæddi rabarbaragraut í morgunmat og sólin skein. „Þetta er fyrsta heita máltíðin mín og þannig að það er næs. Og til að toppa þetta þá er alveg geggjað að borða morgunmatinn og hafa þetta útsýni,“ segir Heiðar sem naut sín fallegri náttúru. Heiðar hélt þá út á sjó í leit að æti. Hann hafði vonast til þess að finna fisk en ekkert veiddist þrátt fyrir að hafa verið í sjónum í rúmar tvær klukkustundir. „Úff þetta gekk ekki eins og ég átti von á. Ég var í svona tvo tíma að leita og leita út í sjó. Mér er orðið ískalt og ég fann ekkert nema eitthvað smotterí,“ sagði Heiðar fremur vonsvikinn. Hann fékk þó beltisþara og smokkfisk sem hann borðaði með bestu lyst. „En ég ætla nú ekki að fara að kvarta yfir því sem ég fann ekki heldur ætla ég að njóta þess sem ég fann og nýta mér það,“ sagði Heiðar sem auðsjáanlega hefur jákvætt viðmót að leiðarljósi. Þá sagðist Heiðar hafa dottið í lukkupottinn þegar hann fann að því er virtist eina staðinn á eyjunni þar sem voru krækiber. „Ég held ég hafi aldrei verið jafn ánægður með að vera með krækiberjatennur,“ sagði Heiðar sigri hrósandi. „Ég held jafnvel að ég sé korter frá því að skíra bolta Wilson,“ sagði Heiðar og vísaði í kvikmyndina Cast Away með Tom Hanks í aðalhlutverki. Þetta var síðasti heili dagurinn hans Heiðars á eyjunni því hann verður sóttur á morgun. Hér að neðan má sjá hvernig dagur þrjú gekk hjá Heiðari.
Tengdar fréttir Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 2: Gat ekkert veitt en datt svo í lukkupottinn Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 24. ágúst 2018 11:30 Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 1: „Held ég borði ekkert meira í dag“ Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 23. ágúst 2018 10:30 Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 22. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira
Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 2: Gat ekkert veitt en datt svo í lukkupottinn Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 24. ágúst 2018 11:30
Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 1: „Held ég borði ekkert meira í dag“ Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 23. ágúst 2018 10:30
Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 22. ágúst 2018 19:45