Segir tekjujöfnuð hafa aukist í fyrra Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. ágúst 2018 20:00 Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs varar við óupplýstri umræðu um vaxandi misskiptingu í samfélaginu. Tekjujöfnuður hafi aukist á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar, en ungt fólk sé sá hópur sem helst hefur setið eftir. Viðskiptaráð gaf í gær út greiningu byggða á nýjum tölum Hagstofunnar um heildartekjur einstaklinga 2017. Þar má m.a. sjá talsverðan mun á kaupmáttaraukningu mismunandi aldurshópa, en í fyrra hækkaði kaupmáttur 75 ára og eldri langmest, en minnst hjá yngstu aldurshópunum. Sé litið lengra aftur í tímann hækkaði kaupmáttur 75 ára og eldri um tæplega 40% milli 2010 og 2017, en einungis um 16% hjá 25-34 ára samkvæmt greiningunni.Horft til reynslu frekar en menntunar „Eitt af þeim atriðum sem við höfum spurt sjálf okkur og komið inn á áður hjá Viðskiptaráði er hvort það sé breyting hjá atvinnurekendum, og þeir séu í auknum mæli að horfa á reynslu frekar en menntun. Nú hefur fjölgun háskólamenntaðra verið gífurleg á undanförnum árum, en á sama tíma hefur þróunin verið sú að fjárhagslegur ávinningur háskólamenntunar hefur minnkað,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.Þá kemur einnig fram að tekjujöfnuður hafi aukist hlutfallslega þegar litið er til heildartekna einstaklinga, þ.e. heildartekjur þeirra tekjulægri hækkað meira en þeirra tekjuhærri. „Til dæmis hafa tekjur tekjulægsta hópsins, þ.e.a.s. þau tíu prósent landsmanna sem eru með hvað lægstu launin, þau hafa hækkað um tólf prósent, á meðan þeir sem hafa hærri laun en 90 prósent landsmanna hafa hækkað um fimm prósent,“ segir Ásta.Tekjuhæsta eina prósentið sker sig úr Þegar rýnt er í súluritið má þó sjá að tekjuhæsta eina prósentið sker sig aðeins úr meðal þeirra hæstu – en heildartekjur þeirra jukust hlutfallslega nokkuð meira en hæstu fimm, tíu og tuttugu prósentanna – en þó ekki jafn mikið og meðal tekjulægstu hópanna. Ásta ítrekar hins vegar að gögnin sýni ótvírætt að tekjujöfnuður sé að aukast og sé raunar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum einhver sá mesti innan OECD ríkjanna. Mikilvægt sé að umræðan byggist á áreiðanlegum gögnum frekar en upphrópunum. „Við viljum ekki falla í þann pytt sem við erum að horfa upp á vestan megin við Norður-Atlantshafið þar sem ákveðinn popúlismi og annað slíkt er að ráða ríkjum,“ segir Ásta. Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Sjá meira
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs varar við óupplýstri umræðu um vaxandi misskiptingu í samfélaginu. Tekjujöfnuður hafi aukist á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar, en ungt fólk sé sá hópur sem helst hefur setið eftir. Viðskiptaráð gaf í gær út greiningu byggða á nýjum tölum Hagstofunnar um heildartekjur einstaklinga 2017. Þar má m.a. sjá talsverðan mun á kaupmáttaraukningu mismunandi aldurshópa, en í fyrra hækkaði kaupmáttur 75 ára og eldri langmest, en minnst hjá yngstu aldurshópunum. Sé litið lengra aftur í tímann hækkaði kaupmáttur 75 ára og eldri um tæplega 40% milli 2010 og 2017, en einungis um 16% hjá 25-34 ára samkvæmt greiningunni.Horft til reynslu frekar en menntunar „Eitt af þeim atriðum sem við höfum spurt sjálf okkur og komið inn á áður hjá Viðskiptaráði er hvort það sé breyting hjá atvinnurekendum, og þeir séu í auknum mæli að horfa á reynslu frekar en menntun. Nú hefur fjölgun háskólamenntaðra verið gífurleg á undanförnum árum, en á sama tíma hefur þróunin verið sú að fjárhagslegur ávinningur háskólamenntunar hefur minnkað,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.Þá kemur einnig fram að tekjujöfnuður hafi aukist hlutfallslega þegar litið er til heildartekna einstaklinga, þ.e. heildartekjur þeirra tekjulægri hækkað meira en þeirra tekjuhærri. „Til dæmis hafa tekjur tekjulægsta hópsins, þ.e.a.s. þau tíu prósent landsmanna sem eru með hvað lægstu launin, þau hafa hækkað um tólf prósent, á meðan þeir sem hafa hærri laun en 90 prósent landsmanna hafa hækkað um fimm prósent,“ segir Ásta.Tekjuhæsta eina prósentið sker sig úr Þegar rýnt er í súluritið má þó sjá að tekjuhæsta eina prósentið sker sig aðeins úr meðal þeirra hæstu – en heildartekjur þeirra jukust hlutfallslega nokkuð meira en hæstu fimm, tíu og tuttugu prósentanna – en þó ekki jafn mikið og meðal tekjulægstu hópanna. Ásta ítrekar hins vegar að gögnin sýni ótvírætt að tekjujöfnuður sé að aukast og sé raunar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum einhver sá mesti innan OECD ríkjanna. Mikilvægt sé að umræðan byggist á áreiðanlegum gögnum frekar en upphrópunum. „Við viljum ekki falla í þann pytt sem við erum að horfa upp á vestan megin við Norður-Atlantshafið þar sem ákveðinn popúlismi og annað slíkt er að ráða ríkjum,“ segir Ásta.
Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Sjá meira