Áfram mun rigna á Austurland Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2017 06:09 Ingi Ragnarsson hefur tekið fjölmargar myndir af hamnum í Hamarsá sem sjá má í myndasyrpu neðst í fréttinni. Ingi Ragnarsson Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu um landið suðaustanvert fram yfir hádegi í dag og á Austfjörðum fram undir kvöld. Miklir vatnavextir eru á svæðinu og áfram eru auknar líkur á skriðuföllum. Þjóðvegi 1 var lokað í gær vegna vætunnar og var vegurinn grafinn í sundur á þremur stöðum á suðausturhorninu. Vegurinn er illa farinn og gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður í það minnsta tvo til þrjá daga til viðbótar. Búið er að óska eftir því að þyrla Landhelgisgæslunnar komi nú í morgunsárið og meti aðstæður. Er það ekki síst gert til þess að Vegagerðin geti betur áttað sig á því „hvar vatnið er að koma inn á svæðið. Menn vita það ekki ennþá,“ sagði Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar í samtali við Vísi í gærkvöldi.Vatnavextir komu á óvart Á Austurlandi hefur verið svipaða sögu að segja. Á Gilsá í Breiðdal mældist 128 mm úrkoma síðastliðinn sólarhring sem samkvæmt frétt á vef Austurfrétta er næst mesta úrkoma sem mælst hefur þar frá því mælingar hófust fyrir 20 árum. Þetta er annað skiptið í vikunni sem slík úrkoma mælist þar. Í fréttinni er þess jafnframt getið að vegurinn í Norðurdalnum sé illa farinn eftir úrhellið.Vísir greindi jafnframt frá miklum vatnavöxtum í Fljótsdalshéraði. Þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir þeim undanfarna daga kom magnið Veðurstofunni í opna skjöldu. Þannig þrefaldaðist rennsli í Jökulsá í Fljótsdal á örfáum klukkustundum við Valþjófsstaðanes og hækkaði vatnshæðin um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga. Veður Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu um landið suðaustanvert fram yfir hádegi í dag og á Austfjörðum fram undir kvöld. Miklir vatnavextir eru á svæðinu og áfram eru auknar líkur á skriðuföllum. Þjóðvegi 1 var lokað í gær vegna vætunnar og var vegurinn grafinn í sundur á þremur stöðum á suðausturhorninu. Vegurinn er illa farinn og gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður í það minnsta tvo til þrjá daga til viðbótar. Búið er að óska eftir því að þyrla Landhelgisgæslunnar komi nú í morgunsárið og meti aðstæður. Er það ekki síst gert til þess að Vegagerðin geti betur áttað sig á því „hvar vatnið er að koma inn á svæðið. Menn vita það ekki ennþá,“ sagði Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar í samtali við Vísi í gærkvöldi.Vatnavextir komu á óvart Á Austurlandi hefur verið svipaða sögu að segja. Á Gilsá í Breiðdal mældist 128 mm úrkoma síðastliðinn sólarhring sem samkvæmt frétt á vef Austurfrétta er næst mesta úrkoma sem mælst hefur þar frá því mælingar hófust fyrir 20 árum. Þetta er annað skiptið í vikunni sem slík úrkoma mælist þar. Í fréttinni er þess jafnframt getið að vegurinn í Norðurdalnum sé illa farinn eftir úrhellið.Vísir greindi jafnframt frá miklum vatnavöxtum í Fljótsdalshéraði. Þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir þeim undanfarna daga kom magnið Veðurstofunni í opna skjöldu. Þannig þrefaldaðist rennsli í Jökulsá í Fljótsdal á örfáum klukkustundum við Valþjófsstaðanes og hækkaði vatnshæðin um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga.
Veður Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira