Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Sveinn Arnarsson skrifar 21. febrúar 2017 06:00 Mikill hiti var á vinnumarkaði í októbermánuði árið 2015. Samningar ASÍ og SA gætu verið í hættu. vísir/anton brink Forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) eru í hættu og verða forsendur metnar í vikunni. Svo gæti farið að samningar opnist um mánaðamótin. Ríkissáttasemjari segir margar krefjandi samningaviðræður í farvatninu á þessu ári.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.„Eins og staðan er í dag er forsendubresturinn augljós,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Í forsendum við gerð kjarasamningsins var rætt um laun annarra hópa, húsnæðisfrumvörp ríkisstjórnarinnar, að þau frumvörp kæmust til framkvæmda og að verðbólga héldist stöðug.“ Að mati Gylfa hafa laun annarra hópa, eins og alþingismanna og ráðherra, hækkað umfram það sem menn ætluðu. Þá hafi ekki verið staðið við aðgerðir í húsnæðismálum. Heildarsamtök atvinnurekenda og launþegahreyfinga á almennum og opinberum markaði undirrituðu þann 27. október 2015 samkomulag um breytt vinnulag við gerð kjarasamninga. Samkomulagið náði þá til 70 prósenta launþega og þótti tímamótaskref í gerð kjarasamninga. Samkomulagið var afrakstur vinnu svokallaðs SALEK-hóps en markmið hennar var að stuðla að stöðugri kaupmáttaraukningu sem byggðist á lágri verðbólgu, stöðugu gengi krónunnar og lágum vöxtum. „Forsendunefnd ASÍ og SA hittist í vikunni og fer yfir þessar forsendur. Við þurfum síðan að skila niðurstöðu innan átta daga um hvort forsendurnar halda eða ekki. Verði niðurstaðan að forsendur séu brostnar fer málið til samninganefndar ASÍ og næstu skref verða ákveðin,“ bætir Gylfi við. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir stöðuna óljósa en að málin skýrist í þessari viku. „Við bíðum niðurstöðu forsendunefndarinnar en á meðan er samningur í gildi. Úrskurður kjararáðs frá því í október er sannarlega ekki að hjálpa til enda ályktuðum við hjá SA harðlega gegn þeirri ákvörðun,“ segir Halldór Benjamín.Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.vísir/gvaBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir 2017 geta orðið annasamt ár hjá embættinu. Búið sé að klára tvo erfiða samninga á þessu ári, samninga sjómanna við útgerðina og kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Flugfélag Íslands. „Samningur Læknafélagsins rennur út í apríl og í haust renna út samningar við grunnskólakennara og skurðlækna og gerðardómur BHM rennur einnig út. Þetta voru allt nokkuð erfiðar samningalotur,“ segir Bryndís. „Þó að þessi mál séu ekki komin á mitt borð er ég farin að undirbúa komu þeirra.“ Bæði Halldór Benjamín og Gylfi voru sammála um að SALEK-samkomulagið væri ekki af borðinu en í ákveðinni biðstöðu. Vildi Halldór Benjamín leggja áherslu á að markmiðið væri að allir aðilar þyrftu að vera tilbúnir að sigla skútunni í sömu áttina. Á meðan sá skilningur væri ekki fyrir hendi væri samkomulagið í biðstöðu. Gylfi sagði markmið SALEK-samkomulagsins vera að tryggja kaupmátt launa. „Á meðan þingmenn og ráðherrar fá síðan gríðarlegar launahækkanir geta þeir ekki með nokkru móti talað fyrir því að aðrir hópar þurfi að sýna ráðdeild og tempra launahækkanir annarra hópa,“ segir Gylfi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) eru í hættu og verða forsendur metnar í vikunni. Svo gæti farið að samningar opnist um mánaðamótin. Ríkissáttasemjari segir margar krefjandi samningaviðræður í farvatninu á þessu ári.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.„Eins og staðan er í dag er forsendubresturinn augljós,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Í forsendum við gerð kjarasamningsins var rætt um laun annarra hópa, húsnæðisfrumvörp ríkisstjórnarinnar, að þau frumvörp kæmust til framkvæmda og að verðbólga héldist stöðug.“ Að mati Gylfa hafa laun annarra hópa, eins og alþingismanna og ráðherra, hækkað umfram það sem menn ætluðu. Þá hafi ekki verið staðið við aðgerðir í húsnæðismálum. Heildarsamtök atvinnurekenda og launþegahreyfinga á almennum og opinberum markaði undirrituðu þann 27. október 2015 samkomulag um breytt vinnulag við gerð kjarasamninga. Samkomulagið náði þá til 70 prósenta launþega og þótti tímamótaskref í gerð kjarasamninga. Samkomulagið var afrakstur vinnu svokallaðs SALEK-hóps en markmið hennar var að stuðla að stöðugri kaupmáttaraukningu sem byggðist á lágri verðbólgu, stöðugu gengi krónunnar og lágum vöxtum. „Forsendunefnd ASÍ og SA hittist í vikunni og fer yfir þessar forsendur. Við þurfum síðan að skila niðurstöðu innan átta daga um hvort forsendurnar halda eða ekki. Verði niðurstaðan að forsendur séu brostnar fer málið til samninganefndar ASÍ og næstu skref verða ákveðin,“ bætir Gylfi við. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir stöðuna óljósa en að málin skýrist í þessari viku. „Við bíðum niðurstöðu forsendunefndarinnar en á meðan er samningur í gildi. Úrskurður kjararáðs frá því í október er sannarlega ekki að hjálpa til enda ályktuðum við hjá SA harðlega gegn þeirri ákvörðun,“ segir Halldór Benjamín.Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.vísir/gvaBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir 2017 geta orðið annasamt ár hjá embættinu. Búið sé að klára tvo erfiða samninga á þessu ári, samninga sjómanna við útgerðina og kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Flugfélag Íslands. „Samningur Læknafélagsins rennur út í apríl og í haust renna út samningar við grunnskólakennara og skurðlækna og gerðardómur BHM rennur einnig út. Þetta voru allt nokkuð erfiðar samningalotur,“ segir Bryndís. „Þó að þessi mál séu ekki komin á mitt borð er ég farin að undirbúa komu þeirra.“ Bæði Halldór Benjamín og Gylfi voru sammála um að SALEK-samkomulagið væri ekki af borðinu en í ákveðinni biðstöðu. Vildi Halldór Benjamín leggja áherslu á að markmiðið væri að allir aðilar þyrftu að vera tilbúnir að sigla skútunni í sömu áttina. Á meðan sá skilningur væri ekki fyrir hendi væri samkomulagið í biðstöðu. Gylfi sagði markmið SALEK-samkomulagsins vera að tryggja kaupmátt launa. „Á meðan þingmenn og ráðherrar fá síðan gríðarlegar launahækkanir geta þeir ekki með nokkru móti talað fyrir því að aðrir hópar þurfi að sýna ráðdeild og tempra launahækkanir annarra hópa,“ segir Gylfi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29
BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21