Rick & Morty-aðdáendur hressilega hrekktir Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2017 12:41 Aðdáendur Rick & Morty bíða þriðju þáttaraðarinnar með mikilli eftirvæntingu. IMDB.com Aðdáendur teiknimyndaþáttanna Rick & Morty hafa beðið eftir nýrri seríu í rúmlega ár en ekki er nákvæmlega vitað hvenær þriðja þáttaröðin verður frumsýnd. Þættirnir eru sýndir á Adult Swim, sem eru undirrás hjá Cartoon Network, en í gær var birt það sem kallað var fyrsta sýnishornið úr þriðjuþáttaröðinni. Mörgum aðdáendum til mikilla gremju var hins vegar um að ræða hrekk frá Adult Swim í Ástralíu þar sem persónur úr þáttunum voru látnar fara með texta úr laginu Never Gonna Give You Up með Rick Astley.Greint hefur verið frá því að leikarar séu mættir í hljóðver til að taka upp þriðju þáttaröðina en annar af höfundum þáttanna, Dan Harmon, lýsti því yfir á dögunum að þessi langa bið væri honum alfarið að kenna.„Ég hef enga hugmynd um hvenær sería 3 verður frumsýnd. Það er ekki þannig að ég viti það en megi ekki segja ykkur það. Það sem ég get sagt ykkur er að þetta hefur tekið langan tíma út af mér. Ef Justin (Roiland, annar af handritshöfundum þáttanna) væri hér myndi hann segja það sama. Við myndum báðir segja: „Já, við klúðruðum þessu og það er erfitt að segja hvernig við klúðruðum þessu. Það tekur bara lengri tíma en áður að skrifa Rick & Morty og ég veit ekki af hverju.“ Síðasti þátturinn í annarri seríu var frumsýndur 4. október árið 2015. Adult Swim hefur opnað vef sem er tileinkaður Rick & Morty-efni til að svala þorsta aðdáenda þáttanna. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Aðdáendur teiknimyndaþáttanna Rick & Morty hafa beðið eftir nýrri seríu í rúmlega ár en ekki er nákvæmlega vitað hvenær þriðja þáttaröðin verður frumsýnd. Þættirnir eru sýndir á Adult Swim, sem eru undirrás hjá Cartoon Network, en í gær var birt það sem kallað var fyrsta sýnishornið úr þriðjuþáttaröðinni. Mörgum aðdáendum til mikilla gremju var hins vegar um að ræða hrekk frá Adult Swim í Ástralíu þar sem persónur úr þáttunum voru látnar fara með texta úr laginu Never Gonna Give You Up með Rick Astley.Greint hefur verið frá því að leikarar séu mættir í hljóðver til að taka upp þriðju þáttaröðina en annar af höfundum þáttanna, Dan Harmon, lýsti því yfir á dögunum að þessi langa bið væri honum alfarið að kenna.„Ég hef enga hugmynd um hvenær sería 3 verður frumsýnd. Það er ekki þannig að ég viti það en megi ekki segja ykkur það. Það sem ég get sagt ykkur er að þetta hefur tekið langan tíma út af mér. Ef Justin (Roiland, annar af handritshöfundum þáttanna) væri hér myndi hann segja það sama. Við myndum báðir segja: „Já, við klúðruðum þessu og það er erfitt að segja hvernig við klúðruðum þessu. Það tekur bara lengri tíma en áður að skrifa Rick & Morty og ég veit ekki af hverju.“ Síðasti þátturinn í annarri seríu var frumsýndur 4. október árið 2015. Adult Swim hefur opnað vef sem er tileinkaður Rick & Morty-efni til að svala þorsta aðdáenda þáttanna.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira