Hefur á fjörutíu ára ferli aldrei upplifað annað eins neyðarástand á leigumarkaði Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 19:00 Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við, vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörutíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Það er hreinlega bara neyðarástand á húsaleigumarkaði. Alveg skelfilegt ástand. Það virðist vera ómögulegt að fá íbúð, nema með einhverjum afarkjörum, og framboðið er nánast ekki neitt,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins og hæstaréttarlögmaður. Staðan hafi orðið til þess fólk tekur í örvæntingu á leigu dýrari íbúðir en það ræður við. „Þá teygir fólk sig eins langt og það getur, og stundum lengra heldur en það getur, sem endar stundum með vanskilum,“ segir Sigurður og bendir á að vanskil hafi aukist töluvert undanfarið. „Ég er nú búinn að brölta á þessu sviði í næstum því fjörutíu ár og hef kynnst ýmsu. Það hefur oft verið slæmt ástand á leigumarkaði en þetta er það versta sem ég veit um. Þetta stenst samjöfnun um það sem ég hef lesið um leigmarkaðinn á stríðsárunum. Á bæði fyrri stríðsárunum og seinni var neyðarástand og þetta er ástand sem verður að kalla neyðarástand.Ástandið versnað umtalsvert á síðastliðnu áriÁsta Hafberg talsmaður Leigjendasamtakanna tekur í sama steng og segir að staðan hafi versnað umtalsvert á síðastliðnu ári. „Ástandið á leigumarkaðnum hefur versnað og það hefur versnað mikið á þessu eina ári. Það er búið að ræða þetta fram og til baka og það virðist einhvern veginn ekki finnast nein lausn á þessu,“ segir hún. Ásta segir líkt og Sigurður að ástandið sé farin að minna á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Þegar fólk sat í bröggum. Við erum bara komin þangað aftur. Fólk er að leigja iðnaðarhúsnæði, það er á gistiheimilum, það er að holast inn hjá foreldrum sínum, börnum og ættingjum. Það er bara eitthvað að á húsnæðismarkaðnum, það er bara mjög einfalt.“ Tengdar fréttir Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30 Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum „Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði. 18. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við, vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörutíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Það er hreinlega bara neyðarástand á húsaleigumarkaði. Alveg skelfilegt ástand. Það virðist vera ómögulegt að fá íbúð, nema með einhverjum afarkjörum, og framboðið er nánast ekki neitt,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins og hæstaréttarlögmaður. Staðan hafi orðið til þess fólk tekur í örvæntingu á leigu dýrari íbúðir en það ræður við. „Þá teygir fólk sig eins langt og það getur, og stundum lengra heldur en það getur, sem endar stundum með vanskilum,“ segir Sigurður og bendir á að vanskil hafi aukist töluvert undanfarið. „Ég er nú búinn að brölta á þessu sviði í næstum því fjörutíu ár og hef kynnst ýmsu. Það hefur oft verið slæmt ástand á leigumarkaði en þetta er það versta sem ég veit um. Þetta stenst samjöfnun um það sem ég hef lesið um leigmarkaðinn á stríðsárunum. Á bæði fyrri stríðsárunum og seinni var neyðarástand og þetta er ástand sem verður að kalla neyðarástand.Ástandið versnað umtalsvert á síðastliðnu áriÁsta Hafberg talsmaður Leigjendasamtakanna tekur í sama steng og segir að staðan hafi versnað umtalsvert á síðastliðnu ári. „Ástandið á leigumarkaðnum hefur versnað og það hefur versnað mikið á þessu eina ári. Það er búið að ræða þetta fram og til baka og það virðist einhvern veginn ekki finnast nein lausn á þessu,“ segir hún. Ásta segir líkt og Sigurður að ástandið sé farin að minna á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Þegar fólk sat í bröggum. Við erum bara komin þangað aftur. Fólk er að leigja iðnaðarhúsnæði, það er á gistiheimilum, það er að holast inn hjá foreldrum sínum, börnum og ættingjum. Það er bara eitthvað að á húsnæðismarkaðnum, það er bara mjög einfalt.“
Tengdar fréttir Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30 Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum „Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði. 18. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30
Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum „Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði. 18. febrúar 2017 07:00