Hefur á fjörutíu ára ferli aldrei upplifað annað eins neyðarástand á leigumarkaði Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 19:00 Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við, vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörutíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Það er hreinlega bara neyðarástand á húsaleigumarkaði. Alveg skelfilegt ástand. Það virðist vera ómögulegt að fá íbúð, nema með einhverjum afarkjörum, og framboðið er nánast ekki neitt,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins og hæstaréttarlögmaður. Staðan hafi orðið til þess fólk tekur í örvæntingu á leigu dýrari íbúðir en það ræður við. „Þá teygir fólk sig eins langt og það getur, og stundum lengra heldur en það getur, sem endar stundum með vanskilum,“ segir Sigurður og bendir á að vanskil hafi aukist töluvert undanfarið. „Ég er nú búinn að brölta á þessu sviði í næstum því fjörutíu ár og hef kynnst ýmsu. Það hefur oft verið slæmt ástand á leigumarkaði en þetta er það versta sem ég veit um. Þetta stenst samjöfnun um það sem ég hef lesið um leigmarkaðinn á stríðsárunum. Á bæði fyrri stríðsárunum og seinni var neyðarástand og þetta er ástand sem verður að kalla neyðarástand.Ástandið versnað umtalsvert á síðastliðnu áriÁsta Hafberg talsmaður Leigjendasamtakanna tekur í sama steng og segir að staðan hafi versnað umtalsvert á síðastliðnu ári. „Ástandið á leigumarkaðnum hefur versnað og það hefur versnað mikið á þessu eina ári. Það er búið að ræða þetta fram og til baka og það virðist einhvern veginn ekki finnast nein lausn á þessu,“ segir hún. Ásta segir líkt og Sigurður að ástandið sé farin að minna á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Þegar fólk sat í bröggum. Við erum bara komin þangað aftur. Fólk er að leigja iðnaðarhúsnæði, það er á gistiheimilum, það er að holast inn hjá foreldrum sínum, börnum og ættingjum. Það er bara eitthvað að á húsnæðismarkaðnum, það er bara mjög einfalt.“ Tengdar fréttir Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30 Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum „Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði. 18. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira
Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við, vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörutíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Það er hreinlega bara neyðarástand á húsaleigumarkaði. Alveg skelfilegt ástand. Það virðist vera ómögulegt að fá íbúð, nema með einhverjum afarkjörum, og framboðið er nánast ekki neitt,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins og hæstaréttarlögmaður. Staðan hafi orðið til þess fólk tekur í örvæntingu á leigu dýrari íbúðir en það ræður við. „Þá teygir fólk sig eins langt og það getur, og stundum lengra heldur en það getur, sem endar stundum með vanskilum,“ segir Sigurður og bendir á að vanskil hafi aukist töluvert undanfarið. „Ég er nú búinn að brölta á þessu sviði í næstum því fjörutíu ár og hef kynnst ýmsu. Það hefur oft verið slæmt ástand á leigumarkaði en þetta er það versta sem ég veit um. Þetta stenst samjöfnun um það sem ég hef lesið um leigmarkaðinn á stríðsárunum. Á bæði fyrri stríðsárunum og seinni var neyðarástand og þetta er ástand sem verður að kalla neyðarástand.Ástandið versnað umtalsvert á síðastliðnu áriÁsta Hafberg talsmaður Leigjendasamtakanna tekur í sama steng og segir að staðan hafi versnað umtalsvert á síðastliðnu ári. „Ástandið á leigumarkaðnum hefur versnað og það hefur versnað mikið á þessu eina ári. Það er búið að ræða þetta fram og til baka og það virðist einhvern veginn ekki finnast nein lausn á þessu,“ segir hún. Ásta segir líkt og Sigurður að ástandið sé farin að minna á stríðsárin þegar braggahverfin urðu til. „Þegar fólk sat í bröggum. Við erum bara komin þangað aftur. Fólk er að leigja iðnaðarhúsnæði, það er á gistiheimilum, það er að holast inn hjá foreldrum sínum, börnum og ættingjum. Það er bara eitthvað að á húsnæðismarkaðnum, það er bara mjög einfalt.“
Tengdar fréttir Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30 Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum „Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði. 18. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira
Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30
Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum „Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði. 18. febrúar 2017 07:00