Ráðherrastólarnir enn nafnlausir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2017 11:15 Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi um mögulega stjórnarmyndun. Vísir/Eyþór Ekki er búið að ákveða endanlega ráðherraskipan í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Flokkarnir munu fyrst samþykkja málefnasamning, en tillaga að ráðuneytisskiptingu hefur verið kynnt fyrir þingflokkum flokkanna þriggja.Í Morgunblaðinu í dag er birt tillaga að ráðherraskiptingu. Þar er gert ráð fyrir að forsætisráðuneyti, innanríkisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis falli í skaut Sjálfstæðisflokksins. Viðreisn mun fylla hinn helming þess síðastnefnda með ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og einnig taka við fjármálaráðuneyti og félags- og húsnæðismálaráðherra innan velferðarráðuneytis. Heilbrigðisráðherra innan þess sama ráðuneytis ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu falli til Bjartrar framtíðar. Samkvæmt heimildum Vísis mun þetta vera sú skipan sem kynnt hefur verið fyrir þingflokkunum þremur, en skjótt skipast veður í lofti og gæti hún hafa breyst eftir samtöl formanna flokkanna í gær. Ekkert sé endanlega ákveðið varðandi ráðuneytisskiptingu fyrr en málefnasamningur hefur verið afgreiddur. Tillögur kynntar á morgun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun hitta alla þingmenn flokksins stuttlega í Valhöll í dag til að ræða störf þingflokks á kjörtímabilinu. Þar verður meðal annars farið yfir nefndarsetu þingmanna. Á morgun mun Bjarni svo kynna ráðherraskipan flokksins fyrir þingflokki og bera hana til atkvæða. Venja er að slík tillaga sé samþykkt athugasemdalaust en þó geta skapast nokkuð heitar umræður um tillöguna og dæmi eru um það í sögu flokksins að breytingatillögur hafi verið lagðar fram og um þær greiddar atkvæði. Gert er ráð fyrir að í framhaldinu verði ný ríkisstjórn kynnt almenningi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Furðar sig ekki á gagnrýni "Það eru engar skýrar línur í pólitíkinni,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Hann segist taka þátt í samstarfinu af heilindum og segir ekki ósætti í flokknum um samstarfið. 7. janúar 2017 11:00 Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Óttarr Proppé: „Þetta er snúið dæmi“ Umræður hafa verið um að Óttarr Proppé segi af sér þingmennsku til að gegna embætti untanþingsráðherra. 9. janúar 2017 09:11 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Sjá meira
Ekki er búið að ákveða endanlega ráðherraskipan í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Flokkarnir munu fyrst samþykkja málefnasamning, en tillaga að ráðuneytisskiptingu hefur verið kynnt fyrir þingflokkum flokkanna þriggja.Í Morgunblaðinu í dag er birt tillaga að ráðherraskiptingu. Þar er gert ráð fyrir að forsætisráðuneyti, innanríkisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis falli í skaut Sjálfstæðisflokksins. Viðreisn mun fylla hinn helming þess síðastnefnda með ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og einnig taka við fjármálaráðuneyti og félags- og húsnæðismálaráðherra innan velferðarráðuneytis. Heilbrigðisráðherra innan þess sama ráðuneytis ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu falli til Bjartrar framtíðar. Samkvæmt heimildum Vísis mun þetta vera sú skipan sem kynnt hefur verið fyrir þingflokkunum þremur, en skjótt skipast veður í lofti og gæti hún hafa breyst eftir samtöl formanna flokkanna í gær. Ekkert sé endanlega ákveðið varðandi ráðuneytisskiptingu fyrr en málefnasamningur hefur verið afgreiddur. Tillögur kynntar á morgun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun hitta alla þingmenn flokksins stuttlega í Valhöll í dag til að ræða störf þingflokks á kjörtímabilinu. Þar verður meðal annars farið yfir nefndarsetu þingmanna. Á morgun mun Bjarni svo kynna ráðherraskipan flokksins fyrir þingflokki og bera hana til atkvæða. Venja er að slík tillaga sé samþykkt athugasemdalaust en þó geta skapast nokkuð heitar umræður um tillöguna og dæmi eru um það í sögu flokksins að breytingatillögur hafi verið lagðar fram og um þær greiddar atkvæði. Gert er ráð fyrir að í framhaldinu verði ný ríkisstjórn kynnt almenningi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Furðar sig ekki á gagnrýni "Það eru engar skýrar línur í pólitíkinni,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Hann segist taka þátt í samstarfinu af heilindum og segir ekki ósætti í flokknum um samstarfið. 7. janúar 2017 11:00 Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Óttarr Proppé: „Þetta er snúið dæmi“ Umræður hafa verið um að Óttarr Proppé segi af sér þingmennsku til að gegna embætti untanþingsráðherra. 9. janúar 2017 09:11 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Sjá meira
Furðar sig ekki á gagnrýni "Það eru engar skýrar línur í pólitíkinni,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Hann segist taka þátt í samstarfinu af heilindum og segir ekki ósætti í flokknum um samstarfið. 7. janúar 2017 11:00
Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00
Óttarr Proppé: „Þetta er snúið dæmi“ Umræður hafa verið um að Óttarr Proppé segi af sér þingmennsku til að gegna embætti untanþingsráðherra. 9. janúar 2017 09:11