Frestun framkvæmda mótmælt í annað sinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. mars 2017 07:00 Fjöldi manns mætti til að mótmæla frestun framkvæmda við þjóðveg 1 í Berufirði. Mynd/Ólafur Björnsson Íbúar í Berufirði og nærliggjandi sveitum mótmæltu í gær frestun uppbyggingar nýs vegar í firðinum. Er það í annað sinn á skömmum tíma sem íbúar mótmæla með því að loka veginum en það var einnig gert á sunnudag. „Það var mikil mæting af Djúpavogi og úr nærsveitum, Breiðdalsvík, Egilsstöðum og víðar. Það var mikill samhugur og samstaða. Fólk var gallhart á sínum kröfum,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum. Þó voru ekki allir sáttir við mótmælin. Nokkrir ferðamenn mótmæltu mótmælunum. Berglind segir þau þó hafa búist við slíku. „Auðvitað er leiðinlegt að þetta bitni á þeim en svona er þetta bara. Það er mótmælt víða um allan heim með alls konar töfum.“ Hún segir það hafa staðið upp úr þegar sveitarstjórnin hafi mætt á svæðið. Þau hafi verið á fundi frá klukkan fjögur en ákváðu að klára fundinn á einbreiðu brúnni þar sem mótmælin fóru fram. „Þar var samþykkt ályktun um þetta mál. Þetta var ótrúlega flott og ég sagði upphátt að ég héldi að þetta væri besta sveitarfélag í heimi,“ segir Berglind. Hún segir aðgerðaleysi stjórnvalda valda íbúum gífurlegum vonbrigðum. „Það voru allir orðnir svo vongóðir um að nú væri þetta að hafast og að þjóðvegur 1 yrði loksins malbikaður.“ Þá segir hún að um sé að ræða fimm kílómetra kafla sem þurfi að laga. Svo séu aðrir vegir inni í Breiðdal og á Breiðdalsheiði sem einnig þurfi að laga. „Þetta var búið að fara í gegnum skipulag og átti að vera klárt. Við héldum að það ætti að græja þetta en svo er bara búið að blása það af.“ Ljóst er að fleiri deila sjónarmiðum Berglindar um að meiri fjárfestingar sé þörf. Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, gerði samgöngumálin að umræðuefni í ræðu sinni á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í gær. „Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5 til tveimur prósentum af landsframleiðslu en frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið undir einu prósenti. Á sama tíma er umferðin stöðugt að aukast og bara í fyrra var aukningin níu prósent frá árinu á undan,“ sagði Gylfi. Hann sagði jafnframt að færa mætti gild rök fyrir því að ein ástæða þess að framleiðnivöxtur á Íslandi hefði ekki verið nægjanlegur á síðustu árum væri of lágt fjárfestingastig. „Við verðum að bæta samgöngur landsins til að efla byggð og auka verðmæti,“ sagði Gylfi. Þá lagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, fram frumvarp á Alþingi í gær sem snýr að samgöngumálum. Gengur frumvarpið meðal annars út á að hækka gjald á bensín og olíu og nýta hækkunina í að auka tekjur til vegamála. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Íbúar í Berufirði og nærliggjandi sveitum mótmæltu í gær frestun uppbyggingar nýs vegar í firðinum. Er það í annað sinn á skömmum tíma sem íbúar mótmæla með því að loka veginum en það var einnig gert á sunnudag. „Það var mikil mæting af Djúpavogi og úr nærsveitum, Breiðdalsvík, Egilsstöðum og víðar. Það var mikill samhugur og samstaða. Fólk var gallhart á sínum kröfum,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum. Þó voru ekki allir sáttir við mótmælin. Nokkrir ferðamenn mótmæltu mótmælunum. Berglind segir þau þó hafa búist við slíku. „Auðvitað er leiðinlegt að þetta bitni á þeim en svona er þetta bara. Það er mótmælt víða um allan heim með alls konar töfum.“ Hún segir það hafa staðið upp úr þegar sveitarstjórnin hafi mætt á svæðið. Þau hafi verið á fundi frá klukkan fjögur en ákváðu að klára fundinn á einbreiðu brúnni þar sem mótmælin fóru fram. „Þar var samþykkt ályktun um þetta mál. Þetta var ótrúlega flott og ég sagði upphátt að ég héldi að þetta væri besta sveitarfélag í heimi,“ segir Berglind. Hún segir aðgerðaleysi stjórnvalda valda íbúum gífurlegum vonbrigðum. „Það voru allir orðnir svo vongóðir um að nú væri þetta að hafast og að þjóðvegur 1 yrði loksins malbikaður.“ Þá segir hún að um sé að ræða fimm kílómetra kafla sem þurfi að laga. Svo séu aðrir vegir inni í Breiðdal og á Breiðdalsheiði sem einnig þurfi að laga. „Þetta var búið að fara í gegnum skipulag og átti að vera klárt. Við héldum að það ætti að græja þetta en svo er bara búið að blása það af.“ Ljóst er að fleiri deila sjónarmiðum Berglindar um að meiri fjárfestingar sé þörf. Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, gerði samgöngumálin að umræðuefni í ræðu sinni á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í gær. „Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5 til tveimur prósentum af landsframleiðslu en frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið undir einu prósenti. Á sama tíma er umferðin stöðugt að aukast og bara í fyrra var aukningin níu prósent frá árinu á undan,“ sagði Gylfi. Hann sagði jafnframt að færa mætti gild rök fyrir því að ein ástæða þess að framleiðnivöxtur á Íslandi hefði ekki verið nægjanlegur á síðustu árum væri of lágt fjárfestingastig. „Við verðum að bæta samgöngur landsins til að efla byggð og auka verðmæti,“ sagði Gylfi. Þá lagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, fram frumvarp á Alþingi í gær sem snýr að samgöngumálum. Gengur frumvarpið meðal annars út á að hækka gjald á bensín og olíu og nýta hækkunina í að auka tekjur til vegamála. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira