Rannsaka höfuðkúpubrot úr fornri tíð sem dró barn í Mývatnssveit til dauða Sveinn Arnarsson skrifar 15. desember 2017 06:00 Barnið hafði verið grafið við Hofstaði í Mývatnssveit fyrir margt löngu. vísir/orri vésteinsson „Það sem veldur því að barnið deyr er höfuðkúpubrot þar sem höfuðkúpan brotnar þvert yfir allan hnakkann. Nú munu næstu dagar fara í það að rannsaka réttarmeinafræðina og reyna að geta sér til um það hvort barnið hafi látist af slysförum eða hvort því hafi verið veittur þessi áverki,“ segir dr. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur. Hún rannsakar nú höfuðkúpubrot tveggja ára gamals barns sem fannst í uppgreftri á Hofstöðum í Mývatnssveit.Dr. Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur með sérþekkingu á beinumvísir/auðunnÚrvinnsla úr fornleifauppgreftri á Hofstöðum er í fullum gangi. Fornleifarannsóknir á svæðinu hafa varpað ljósi á áður óþekkt bæjarstæði og eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir.„Kirkjugarðurinn að Hofstöðum er í notkun eftir 940 en menn hafa ekki verið grafnir þar eftir 1300. Það má sjá af gjóskulögum á svæðinu,“ segir Hildur. „Það var eiginlega fyrir tilviljun að þetta bæjarstæði fannst í upphafi.“ Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að fornleifarannsóknum sé sniðinn þröngur stakkur hvað varðar fjármagn. Þessi rannsókn Hildar og félaga er styrkt af fornminjasjóði en til þess fengust aðeins nokkrar milljónir króna. Því var leitað út fyrir landsteinana til að fjármagna rannsóknina. „Ástæða þess að við gátum farið í umfangsmeiri rannsóknir á svæðinu var fyrir tilstuðlan prófessors í New York sem við erum í samstarfi við. Þar fengum við aukinn styrk til rannsókna. Að okkar mati þarf hið opinbera að styðja betur fjárhagslega við fornleifarannsóknir hér á landi.“ Rannsókn á áverkum barnsins unga mun taka margar vikur en vonandi verður hægt að álykta um dánarorsökina. Nýja bæjarstæðið og fundur þess sumarið 2016 varpar mun gleggra ljósi á hvers kyns stórbýli Hofstaðir voru á víkingaöld. Rannsóknir hafa staðið yfir í um aldarfjórðung á svæðinu og munu halda áfram um nokkurn tíma í viðbót. Uppfært kl. 8:45:Fyrirsögn var breytt þar sem af fyrri fyrirsögn mátti ætla að um nýlegan atburð væri að ræða. Beðist er velvirðingar á því. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
„Það sem veldur því að barnið deyr er höfuðkúpubrot þar sem höfuðkúpan brotnar þvert yfir allan hnakkann. Nú munu næstu dagar fara í það að rannsaka réttarmeinafræðina og reyna að geta sér til um það hvort barnið hafi látist af slysförum eða hvort því hafi verið veittur þessi áverki,“ segir dr. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur. Hún rannsakar nú höfuðkúpubrot tveggja ára gamals barns sem fannst í uppgreftri á Hofstöðum í Mývatnssveit.Dr. Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur með sérþekkingu á beinumvísir/auðunnÚrvinnsla úr fornleifauppgreftri á Hofstöðum er í fullum gangi. Fornleifarannsóknir á svæðinu hafa varpað ljósi á áður óþekkt bæjarstæði og eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir.„Kirkjugarðurinn að Hofstöðum er í notkun eftir 940 en menn hafa ekki verið grafnir þar eftir 1300. Það má sjá af gjóskulögum á svæðinu,“ segir Hildur. „Það var eiginlega fyrir tilviljun að þetta bæjarstæði fannst í upphafi.“ Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að fornleifarannsóknum sé sniðinn þröngur stakkur hvað varðar fjármagn. Þessi rannsókn Hildar og félaga er styrkt af fornminjasjóði en til þess fengust aðeins nokkrar milljónir króna. Því var leitað út fyrir landsteinana til að fjármagna rannsóknina. „Ástæða þess að við gátum farið í umfangsmeiri rannsóknir á svæðinu var fyrir tilstuðlan prófessors í New York sem við erum í samstarfi við. Þar fengum við aukinn styrk til rannsókna. Að okkar mati þarf hið opinbera að styðja betur fjárhagslega við fornleifarannsóknir hér á landi.“ Rannsókn á áverkum barnsins unga mun taka margar vikur en vonandi verður hægt að álykta um dánarorsökina. Nýja bæjarstæðið og fundur þess sumarið 2016 varpar mun gleggra ljósi á hvers kyns stórbýli Hofstaðir voru á víkingaöld. Rannsóknir hafa staðið yfir í um aldarfjórðung á svæðinu og munu halda áfram um nokkurn tíma í viðbót. Uppfært kl. 8:45:Fyrirsögn var breytt þar sem af fyrri fyrirsögn mátti ætla að um nýlegan atburð væri að ræða. Beðist er velvirðingar á því.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent