Ferðamenn halda til á bílastæði í Laugardal Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2017 14:30 Ferðamennirnir virtust hafa gist á bílastæðinu í nótt. Aðsent Lóa Bjarnadóttir rekur Ísbúðina Laugalæk við Laugalæk í Reykjavík. Hún og maður hennar mættu til vinnu í morgun en þá hafði hópur ferðamanna lagt tveimur húsbílum á bílaplani beint fyrir utan inngang búðarinnar. Hún deildi mynd af bílunum í Facebook-hóp íbúa Laugarneshverfis í dag. Í samtali við Vísi segist Lóa fyrst hafa séð bílana um níuleytið. Hún gerir ráð fyrir því að ferðamennirnir hafi gist á bílastæðinu í nótt. „Þeir komu svo úr sundi rétt fyrir ellefu, annar bíllinn var alveg fyrir framan dyrnar. Ég þekki ekki reglurnar en ég hélt að það mætti ekki planta niður tjaldi hvar sem er í borginni og gista þar. Mér ofbýður þetta vegna þess að það er tjaldstæði hérna rétt hjá. Það er engin salernisaðstaða hérna og það er ekki klósett inni í bílnum, hvar ætla þeir að gera þarfir sínar?“ Ferðamennirnir brugðust við bón Lóu og manns hennar og færðu bílinn sem var í vegi fyrir dyrum ísbúðarinnar. Þau bentu mönnunum einnig á tjaldsvæðið í næstu götu. Báðir bílarnir voru þó enn á bílastæðinu þegar Vísir náði tali af Lóu rétt fyrir hádegi í dag. „Þeir sýna ekki á sér fararsnið.“Lóa Bjarnadóttir.AðsentNý bylgja af húsbílumLóa segir að hún taki sífellt oftar eftir ferðamönnum á húsbílum af þessu tagi, svokölluðum camper-bílum, sem notfæri sér bílastæðið við ísbúðina. Hún segist fyrst hafa orðið vör við húsbíla síðasta sumar en nú sé skollin á önnur bylgja. Á svæðinu við bílaplanið er einnig bakarí og fjöldi íbúðarhúsa. „Þetta er alltaf að aukast, við erum opin alla daga vikunnar og tökum eftir því sem gerist. Mér finnst þetta ekki viðeigandi þar sem það er tjaldsvæði hinum megin við hornið.“ Tjaldsvæðið í Laugardal stendur við Sundlaugarveg sem er í göngufæri við ísbúðina en Lóu grunar að ferðamennirnir planti sér fyrir utan hjá henni í sparnaðarskyni.Stefnir í vandamálSamkvæmt lögum um náttúruvernd er ekki heimilt að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum utan skipulagðra tjaldsvæða án leyfis landeiganda. Þetta gildir einnig um notkun húsbíla og annars sambærilegs búnaðar. Lóa segist hafa áhyggjur af því að þessir húsbílar verði til vandræða, sérstaklega þegar líða tekur á sumarið. „Útgangspunkturinn er að mér finnst hart að þeir séu að gista við hliðina á glæsilegu tjaldstæði, þar sem Íslendingar eru að gista allan ársins hring skilst manni. Auðvitað eru ferðamenn velkomnir að koma hingað og versla – en þetta er skrýtið.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Lóa Bjarnadóttir rekur Ísbúðina Laugalæk við Laugalæk í Reykjavík. Hún og maður hennar mættu til vinnu í morgun en þá hafði hópur ferðamanna lagt tveimur húsbílum á bílaplani beint fyrir utan inngang búðarinnar. Hún deildi mynd af bílunum í Facebook-hóp íbúa Laugarneshverfis í dag. Í samtali við Vísi segist Lóa fyrst hafa séð bílana um níuleytið. Hún gerir ráð fyrir því að ferðamennirnir hafi gist á bílastæðinu í nótt. „Þeir komu svo úr sundi rétt fyrir ellefu, annar bíllinn var alveg fyrir framan dyrnar. Ég þekki ekki reglurnar en ég hélt að það mætti ekki planta niður tjaldi hvar sem er í borginni og gista þar. Mér ofbýður þetta vegna þess að það er tjaldstæði hérna rétt hjá. Það er engin salernisaðstaða hérna og það er ekki klósett inni í bílnum, hvar ætla þeir að gera þarfir sínar?“ Ferðamennirnir brugðust við bón Lóu og manns hennar og færðu bílinn sem var í vegi fyrir dyrum ísbúðarinnar. Þau bentu mönnunum einnig á tjaldsvæðið í næstu götu. Báðir bílarnir voru þó enn á bílastæðinu þegar Vísir náði tali af Lóu rétt fyrir hádegi í dag. „Þeir sýna ekki á sér fararsnið.“Lóa Bjarnadóttir.AðsentNý bylgja af húsbílumLóa segir að hún taki sífellt oftar eftir ferðamönnum á húsbílum af þessu tagi, svokölluðum camper-bílum, sem notfæri sér bílastæðið við ísbúðina. Hún segist fyrst hafa orðið vör við húsbíla síðasta sumar en nú sé skollin á önnur bylgja. Á svæðinu við bílaplanið er einnig bakarí og fjöldi íbúðarhúsa. „Þetta er alltaf að aukast, við erum opin alla daga vikunnar og tökum eftir því sem gerist. Mér finnst þetta ekki viðeigandi þar sem það er tjaldsvæði hinum megin við hornið.“ Tjaldsvæðið í Laugardal stendur við Sundlaugarveg sem er í göngufæri við ísbúðina en Lóu grunar að ferðamennirnir planti sér fyrir utan hjá henni í sparnaðarskyni.Stefnir í vandamálSamkvæmt lögum um náttúruvernd er ekki heimilt að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum utan skipulagðra tjaldsvæða án leyfis landeiganda. Þetta gildir einnig um notkun húsbíla og annars sambærilegs búnaðar. Lóa segist hafa áhyggjur af því að þessir húsbílar verði til vandræða, sérstaklega þegar líða tekur á sumarið. „Útgangspunkturinn er að mér finnst hart að þeir séu að gista við hliðina á glæsilegu tjaldstæði, þar sem Íslendingar eru að gista allan ársins hring skilst manni. Auðvitað eru ferðamenn velkomnir að koma hingað og versla – en þetta er skrýtið.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira