Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2017 21:54 Svavar Gestsson á Staðarhóli í Saurbæ þar sem sagnaritarinn Sturla Þórðarson bjó. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Einn liður er gerð Sturlureits á Staðarhóli í Saurbæ þar sem minnast á sagnaritarans Sturlu Þórðarsonar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Dalirnir eru héraðið þar sem Auður djúpúðga nam land, þar bjuggu feðgarnir Eiríkur rauði og Leifur heppni, þar gerist Laxdæla, þar var Guðrún Ósvífursdóttir, einnig Geirmundur heljarskinn og Ólöf ríka og þar liggja rætur Sturlunga. „Ég hef kallað þennan hring gullna söguhringinn vegna þess að hér er eiginlega saga í hverri einustu þúfu,“ segir Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, og þylur upp sögustaðina, eins og Hvamm, Staðarfell, Skarð, Staðarhól, Sælingsdalslaug, Sælingsdalstungu, Kvennabrekku, Sauðafell og Hjarðarholt. En það er ósköp lítið gert með þessa miklu sögu. Eitt dæmi er höfuðbólið Staðarhóll í Saurbæ þar sem sagnaritarinn og lögsögumaðurinn Sturla Þórðarson bjó á 13. öld. Staðarhóll er nú í eyði.Staðarhóll er nú eyðijörð. Þar er fyrirhugað að gera Sturlureit.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þessa manns viljum við minnast hér með því að stofna hérna það sem ég kalla Sturlureit. Það er Dalabyggð sem er í þessu með okkur og svo einkafyrirtæki. Til dæmis Mjólkursamsalan ætlar að leggja okkur lið,“ segir Svavar. Utan um verkefnið á Staðarhóli heldur Sturlunefnd undir formennsku Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi forseta Alþingis. Aðrir nefndarmenn eru Bergur Þorgeirsson í Reykholti, Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og Svavar, sem er ritari nefndarinnar. „Og Einar Kristinn kallar mig aðalritara, af vissum ástæðum,“ segir Svavar og hlær. Svavar greindi nánar frá þessum hugmyndum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar rifjaði hann einnig upp æskuárin á Fellsströnd. „Um tíma var ég heitur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og svo náttúrlega Framsóknarflokksins,” sagði Svavar.Guðrún Ágústsdóttir á veröndinni við Króksfjörð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í sumarhúsinu við Króksfjarðarnes sagði eiginkonan, Guðrún Ágústsdóttir, að þar væri grannt fylgst með því sem gerðist í pólitíkinni. „Svavar og Svandís eru mjög, mjög nánir vinir. Þau eru líka eiginlega jafnaldra,” sagði Guðrún og hló en ummælin skýrast betur í þættinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalabyggð Um land allt Tengdar fréttir Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Einn liður er gerð Sturlureits á Staðarhóli í Saurbæ þar sem minnast á sagnaritarans Sturlu Þórðarsonar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Dalirnir eru héraðið þar sem Auður djúpúðga nam land, þar bjuggu feðgarnir Eiríkur rauði og Leifur heppni, þar gerist Laxdæla, þar var Guðrún Ósvífursdóttir, einnig Geirmundur heljarskinn og Ólöf ríka og þar liggja rætur Sturlunga. „Ég hef kallað þennan hring gullna söguhringinn vegna þess að hér er eiginlega saga í hverri einustu þúfu,“ segir Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, og þylur upp sögustaðina, eins og Hvamm, Staðarfell, Skarð, Staðarhól, Sælingsdalslaug, Sælingsdalstungu, Kvennabrekku, Sauðafell og Hjarðarholt. En það er ósköp lítið gert með þessa miklu sögu. Eitt dæmi er höfuðbólið Staðarhóll í Saurbæ þar sem sagnaritarinn og lögsögumaðurinn Sturla Þórðarson bjó á 13. öld. Staðarhóll er nú í eyði.Staðarhóll er nú eyðijörð. Þar er fyrirhugað að gera Sturlureit.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þessa manns viljum við minnast hér með því að stofna hérna það sem ég kalla Sturlureit. Það er Dalabyggð sem er í þessu með okkur og svo einkafyrirtæki. Til dæmis Mjólkursamsalan ætlar að leggja okkur lið,“ segir Svavar. Utan um verkefnið á Staðarhóli heldur Sturlunefnd undir formennsku Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi forseta Alþingis. Aðrir nefndarmenn eru Bergur Þorgeirsson í Reykholti, Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og Svavar, sem er ritari nefndarinnar. „Og Einar Kristinn kallar mig aðalritara, af vissum ástæðum,“ segir Svavar og hlær. Svavar greindi nánar frá þessum hugmyndum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar rifjaði hann einnig upp æskuárin á Fellsströnd. „Um tíma var ég heitur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og svo náttúrlega Framsóknarflokksins,” sagði Svavar.Guðrún Ágústsdóttir á veröndinni við Króksfjörð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í sumarhúsinu við Króksfjarðarnes sagði eiginkonan, Guðrún Ágústsdóttir, að þar væri grannt fylgst með því sem gerðist í pólitíkinni. „Svavar og Svandís eru mjög, mjög nánir vinir. Þau eru líka eiginlega jafnaldra,” sagði Guðrún og hló en ummælin skýrast betur í þættinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalabyggð Um land allt Tengdar fréttir Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49
Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55
Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34