Gengið verður ekki fellt og veiðigjöld verða ekki lækkuð Sveinn Arnarsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vísir/ernir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að gengið verði ekki fellt fyrir stórútgerðir og veiðigjöld verði heldur ekki lækkuð. Hún biðlar til fyrirtækja í sjávarútvegi að sýna samfélagslega ábyrgð þar sem þeim er veittur réttur á auðlind þjóðarinnar til reksturs. Fyrirtækin hafi sýnt fram á mikinn hagnað síðustu ár en einnig þurfi að horfa til þess að styrkja byggð á landinu öllu. „Gengið verður ekki fellt. Það sem skiptir mestu máli er að taka á gjaldmiðlamálum okkar Íslendinga. Við sjáum sama vandann víða um land sem er of sterkt gengi krónunnar. Við hljótum öll að sjá að það gengur ekki lengur að vera með íslenska krónu. Nú erum við búin að setja á laggirnar starfshóp sem á að skoða þessi mál gaumgæfilega og ég vona að sá hópur vinni hratt og örugglega að lausn á málinu,“ segir Þorgerður Katrín Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, telur stöðu HB Granda og lokun fyrirtækisins á Akranesi sýna svo ekki verði um villst að veiðigjöld á sjávarútvegi séu of há og þau þyrftu að lækka til að tryggja atvinnuöryggi hinna dreifðu byggða. Sjávarútvegsráðherra er ósammála mati hans í þeim efnum. „Það er ekki á dagskrá að lækka veiðigjöldin. Ég er mjög treg til þess,“ segir Þorgerður Katrín. „Við skulum hafa það hugfast að útgerðin var ekki til í að greiða hærri veiðigjöld þegar gengið var veikt. Sanngirni verður að ganga í báðar áttir.“ Ef af ákvörðun HB Granda stendur mun Akraneskaupstaður verða af miklum fjármunum í formi útsvars og afleiddra tekna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Leggur til lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. 28. mars 2017 14:17 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að gengið verði ekki fellt fyrir stórútgerðir og veiðigjöld verði heldur ekki lækkuð. Hún biðlar til fyrirtækja í sjávarútvegi að sýna samfélagslega ábyrgð þar sem þeim er veittur réttur á auðlind þjóðarinnar til reksturs. Fyrirtækin hafi sýnt fram á mikinn hagnað síðustu ár en einnig þurfi að horfa til þess að styrkja byggð á landinu öllu. „Gengið verður ekki fellt. Það sem skiptir mestu máli er að taka á gjaldmiðlamálum okkar Íslendinga. Við sjáum sama vandann víða um land sem er of sterkt gengi krónunnar. Við hljótum öll að sjá að það gengur ekki lengur að vera með íslenska krónu. Nú erum við búin að setja á laggirnar starfshóp sem á að skoða þessi mál gaumgæfilega og ég vona að sá hópur vinni hratt og örugglega að lausn á málinu,“ segir Þorgerður Katrín Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, telur stöðu HB Granda og lokun fyrirtækisins á Akranesi sýna svo ekki verði um villst að veiðigjöld á sjávarútvegi séu of há og þau þyrftu að lækka til að tryggja atvinnuöryggi hinna dreifðu byggða. Sjávarútvegsráðherra er ósammála mati hans í þeim efnum. „Það er ekki á dagskrá að lækka veiðigjöldin. Ég er mjög treg til þess,“ segir Þorgerður Katrín. „Við skulum hafa það hugfast að útgerðin var ekki til í að greiða hærri veiðigjöld þegar gengið var veikt. Sanngirni verður að ganga í báðar áttir.“ Ef af ákvörðun HB Granda stendur mun Akraneskaupstaður verða af miklum fjármunum í formi útsvars og afleiddra tekna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Leggur til lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. 28. mars 2017 14:17 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45
Leggur til lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. 28. mars 2017 14:17