Tipparar mokgræddu á unglingaleik í Árbæ Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. mars 2017 06:00 Óvenju margir fylgdust með leik Fram og Fylkis í öðrum flokki karla. Mynd/Ásgrímur Helgi Einarsson Fjöldi fjárhættuspilara var mættur á leik Fylkis og Fram í Reykjavíkurmótinu í 2. flokki karla í vikunni. Ástæðan var sú að stuðlar veðmálasíðna bentu til þess að Framarar myndu vinna. Það var þrátt fyrir að sjö lykilmenn Framara vantaði í liðið. Veðjuðu því margir á Fylki og uppskáru vel því Árbæingar unnu leikinn 2-0. Fram vann fyrri leik liðanna 7-0. Þetta segir Jón Birgir Valsson, faðir eins leikmanna Fram. „Maður sá ýmsa í brekkunni sem maður hafði ekki séð áður. Þegar maður fór að spyrjast fyrir um hvað fólk væri að gera á leik sem skipti litlu máli í Reykjavíkurmótinu kom þetta í ljós,“ segir Jón. Sonur hans kom upp í 2. flokk á síðasta ári. Þá fyrst varð Jón var við þessa veðmálastarfsemi og blöskraði honum dálítið. „Maður er dálítið smeykur við það að þetta gæti haft slæm áhrif á óharðnaða og unga leikmenn. Þeir gætu freistast í einhverja vitleysu. Maður veit aldrei.“ Jón segist sjá lýsanda frá veðmálafyrirtækjum á hverjum einasta leik hjá A-liðum. Þeir séu mættir snemma og komi sér upp aðstöðu. Augljóst er að um lýsanda sé að ræða og tengist þeir hvorugu liðinu.Hann segist óttast það mjög að veðmálastarfsemi í öðrum flokki leiði til þess að óprúttnir aðilar reyni að fá leikmenn eða dómara til að hagræða leikjum. „Þetta er eitt af því sem kom upp í huga minn þegar ég tók eftir þessu,“ segir Jón og bætir því við að KSÍ þurfi að skoða þessi mál ofan í kjölinn. Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari 2. flokks karla hjá Fylki, segir marga hafa verið í stúkunni. „Við höfum yfirleitt heyrt af því ef eitthvert stuðlavesen hefur verið í gangi. Ég heyrði ekki af því fyrir þennan leik,“ segir Jón Steindór. Þó segir hann að slíkt myndi ekki koma sér á óvart þar sem bæði lið voru án sinna sterkustu manna. „Ég veit ekki af hverju stuðlarnir hefðu átt að vera eitthvað ruglaðir af því bæði liðin ættu að sitja við sama borð,“ segir Jón Steindór. Þá segist hann hafa tekið eftir því að veðmál hafi færst í aukana í 2. flokki. Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ, segir sambandið vita að þetta sé algengt í 2. flokki. Þó sé hann ekki viss hvort starfsemin sé að færast í aukana. „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er þannig að veðmálafyrirtæki vilja hafa íslenska leiki á síðunum hjá sér. Það er erfiður fylgifiskur velgengni okkar og góðs orðspors. Eðlilega er freistnivandinn meiri fyrir marga, sérstaklega yngri kynslóðina,“ segir Þorvaldur. Þá segir hann KSÍ uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Undanfarið hafi sambandið farið í knattspyrnufélög með fræðslu um málefnið. „Við viljum vekja athygli á þessu máli og vekja fólk til umhugsunar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Fjöldi fjárhættuspilara var mættur á leik Fylkis og Fram í Reykjavíkurmótinu í 2. flokki karla í vikunni. Ástæðan var sú að stuðlar veðmálasíðna bentu til þess að Framarar myndu vinna. Það var þrátt fyrir að sjö lykilmenn Framara vantaði í liðið. Veðjuðu því margir á Fylki og uppskáru vel því Árbæingar unnu leikinn 2-0. Fram vann fyrri leik liðanna 7-0. Þetta segir Jón Birgir Valsson, faðir eins leikmanna Fram. „Maður sá ýmsa í brekkunni sem maður hafði ekki séð áður. Þegar maður fór að spyrjast fyrir um hvað fólk væri að gera á leik sem skipti litlu máli í Reykjavíkurmótinu kom þetta í ljós,“ segir Jón. Sonur hans kom upp í 2. flokk á síðasta ári. Þá fyrst varð Jón var við þessa veðmálastarfsemi og blöskraði honum dálítið. „Maður er dálítið smeykur við það að þetta gæti haft slæm áhrif á óharðnaða og unga leikmenn. Þeir gætu freistast í einhverja vitleysu. Maður veit aldrei.“ Jón segist sjá lýsanda frá veðmálafyrirtækjum á hverjum einasta leik hjá A-liðum. Þeir séu mættir snemma og komi sér upp aðstöðu. Augljóst er að um lýsanda sé að ræða og tengist þeir hvorugu liðinu.Hann segist óttast það mjög að veðmálastarfsemi í öðrum flokki leiði til þess að óprúttnir aðilar reyni að fá leikmenn eða dómara til að hagræða leikjum. „Þetta er eitt af því sem kom upp í huga minn þegar ég tók eftir þessu,“ segir Jón og bætir því við að KSÍ þurfi að skoða þessi mál ofan í kjölinn. Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari 2. flokks karla hjá Fylki, segir marga hafa verið í stúkunni. „Við höfum yfirleitt heyrt af því ef eitthvert stuðlavesen hefur verið í gangi. Ég heyrði ekki af því fyrir þennan leik,“ segir Jón Steindór. Þó segir hann að slíkt myndi ekki koma sér á óvart þar sem bæði lið voru án sinna sterkustu manna. „Ég veit ekki af hverju stuðlarnir hefðu átt að vera eitthvað ruglaðir af því bæði liðin ættu að sitja við sama borð,“ segir Jón Steindór. Þá segist hann hafa tekið eftir því að veðmál hafi færst í aukana í 2. flokki. Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ, segir sambandið vita að þetta sé algengt í 2. flokki. Þó sé hann ekki viss hvort starfsemin sé að færast í aukana. „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er þannig að veðmálafyrirtæki vilja hafa íslenska leiki á síðunum hjá sér. Það er erfiður fylgifiskur velgengni okkar og góðs orðspors. Eðlilega er freistnivandinn meiri fyrir marga, sérstaklega yngri kynslóðina,“ segir Þorvaldur. Þá segir hann KSÍ uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Undanfarið hafi sambandið farið í knattspyrnufélög með fræðslu um málefnið. „Við viljum vekja athygli á þessu máli og vekja fólk til umhugsunar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira