Ástandið í Leifsstöð: Farþegum snúið við í landgangi Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. mars 2017 17:48 Átján áætlunarflugum hefur verið seinkað. Mynd/Pjetur Átján áætlunarflugum hefur verið seinkað vegna rýmingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í dag. Sjá einnig: Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í Vopnaleit og von á töfum á flugiKristján Gunnar Valdimarsson er staddur í Leifsstöð en hann var við það stíga um borð í vél Easy Jet til Genfar. Áætluð brottför var klukkan 16:50 en nú hefur fluginu verið seinkað til klukkan 19:00. „Allir farþegar eru núna á fyrstu hæðinni, þar sem innritunin fer fram. Hér bíður fólk í röð frá stiganum og niður, það er löng röð út eftir öllu,“ segir Kristján en að hans sögn virðist engin hreyfing virðist vera á röðinni. Ástæðan fyrir rýmingunni var sú að um þrjúleytið í dag lenti flugvél í Keflavík sem var að koma frá Nuuk í Grænlandi en farþegar vélarinnar fóru ekki í gegnum vopnaleit sem samræmist alþjóðlegum stöðlum. Til stóð að gera vopnaleit á þessum farþegum áður en þeir kæmu inn í flugstöðina en mistök urðu til þess að það var ekki gert. Því þurfti að rýma alla efri hæðina. Allir farþegar sem staddir voru á efri hæð þurftu að yfirgefa hæðina, einnig tengifarþegar. Þá var farþegum sem voru staddir í landgangi, og þar með rétt ókomnir inn í vél, einnig gert að snúa við og fara á neðri hæð hússins.Ekkert tilkynnt um ástæður rýmingarinnarAð sögn Kristjáns var mannskapnum smalað burt í snarhasti af starfsfólki sem gat ekki gefið upp ástæðurnar að baki rýmingunni eða svarað spurningum farþega. Hann fullyrðir að ekki hafi heyrst nein tilkynning í hátalarakerfinu um ástæður aðgerðanna. Kristján bendir jafnframt á að margir hafi eflaust keypt áfengi í Fríhöfninni á efri hæð flugstöðvarinnar og því líkur á að slíkt góss verði tekið af fólki þegar það fer aftur í gegnum öryggisleit vegna gildandi vökvatakmarkana. Mikill háannatími er í flugstöðinni á þessum tíma dags en um tvö til þrjú þúsund manns voru í flugstöðinni. Uppfært kl. 18:50 Áfengi sem farþegar keyptu í Fríhöfninni áður en efri hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var rýmd fyrr í dag mun ekki vera tekið af þeim. Þetta staðfesti Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. „Farþegarnir fá ekki að fara með áfengið aftur í gegnum vopnaleitina en allir sem keyptu eitthvað fá kvittun sem þeir geta framvísað í Fríhöfninni og fengið það sama og þeir keyptu.“ Að sögn Guðna gengur ágætlega að koma farþegunum, sem eru um þrjú þúsund talsins, í gegnum öryggisleit. Stefnt er að því að allir verði komnir í gegn klukkan 19:00. Hlið hafa verið opnuð á ný og farþegar farnir að fjölmenna í vélarnar. Tengdar fréttir Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fleiri fréttir Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Sjá meira
Átján áætlunarflugum hefur verið seinkað vegna rýmingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í dag. Sjá einnig: Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í Vopnaleit og von á töfum á flugiKristján Gunnar Valdimarsson er staddur í Leifsstöð en hann var við það stíga um borð í vél Easy Jet til Genfar. Áætluð brottför var klukkan 16:50 en nú hefur fluginu verið seinkað til klukkan 19:00. „Allir farþegar eru núna á fyrstu hæðinni, þar sem innritunin fer fram. Hér bíður fólk í röð frá stiganum og niður, það er löng röð út eftir öllu,“ segir Kristján en að hans sögn virðist engin hreyfing virðist vera á röðinni. Ástæðan fyrir rýmingunni var sú að um þrjúleytið í dag lenti flugvél í Keflavík sem var að koma frá Nuuk í Grænlandi en farþegar vélarinnar fóru ekki í gegnum vopnaleit sem samræmist alþjóðlegum stöðlum. Til stóð að gera vopnaleit á þessum farþegum áður en þeir kæmu inn í flugstöðina en mistök urðu til þess að það var ekki gert. Því þurfti að rýma alla efri hæðina. Allir farþegar sem staddir voru á efri hæð þurftu að yfirgefa hæðina, einnig tengifarþegar. Þá var farþegum sem voru staddir í landgangi, og þar með rétt ókomnir inn í vél, einnig gert að snúa við og fara á neðri hæð hússins.Ekkert tilkynnt um ástæður rýmingarinnarAð sögn Kristjáns var mannskapnum smalað burt í snarhasti af starfsfólki sem gat ekki gefið upp ástæðurnar að baki rýmingunni eða svarað spurningum farþega. Hann fullyrðir að ekki hafi heyrst nein tilkynning í hátalarakerfinu um ástæður aðgerðanna. Kristján bendir jafnframt á að margir hafi eflaust keypt áfengi í Fríhöfninni á efri hæð flugstöðvarinnar og því líkur á að slíkt góss verði tekið af fólki þegar það fer aftur í gegnum öryggisleit vegna gildandi vökvatakmarkana. Mikill háannatími er í flugstöðinni á þessum tíma dags en um tvö til þrjú þúsund manns voru í flugstöðinni. Uppfært kl. 18:50 Áfengi sem farþegar keyptu í Fríhöfninni áður en efri hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var rýmd fyrr í dag mun ekki vera tekið af þeim. Þetta staðfesti Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. „Farþegarnir fá ekki að fara með áfengið aftur í gegnum vopnaleitina en allir sem keyptu eitthvað fá kvittun sem þeir geta framvísað í Fríhöfninni og fengið það sama og þeir keyptu.“ Að sögn Guðna gengur ágætlega að koma farþegunum, sem eru um þrjú þúsund talsins, í gegnum öryggisleit. Stefnt er að því að allir verði komnir í gegn klukkan 19:00. Hlið hafa verið opnuð á ný og farþegar farnir að fjölmenna í vélarnar.
Tengdar fréttir Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fleiri fréttir Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Sjá meira
Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52