Telur að fólk fái leið á „hálfvitapáskaeggjum“ Sæunn Gísladóttir skrifar 18. apríl 2017 07:00 Ekki hugnast öllum nýir málshættir sem leyndust í páskaeggjum landsmanna í ár. Þjóðháttafræðingur segir nýju málshættina ekki eins hnitmiðaða og þá gömlu. Um nýliðna páska vakti það athygli að margir málshættir væru illskiljanlegir og var mörgum þeirra líkt við útúrsnúninga og brandara. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, segir það nýlegt að búnir séu til nýir málshættir. „Ég borða svo lítið af páskaeggjum núorðið að ég fylgist kannski ekki nógu mikið með. En ég hef orðið var við það að fólk er að búa til málshætti á seinustu árum. Ef fólk hefur gaman af því að búa til eigin málshætti er það í lagi, en þau sýnishorn sem ég hef séð af þessum nýju málsháttum finnst mér heldur daufleg, svo ekki sé meira sagt, ekki eins hnitmiðuð og þessir gömlu málshættir voru."Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur Fréttablaðið/GVAÁrni segir að ef fólk á erfitt með að skilja hefðbundna málshætti megi glugga í málsháttasöfn sem hafa verið til í tæpar tvær aldir hér á landi. „Það er eðlilegast að nýta þau og ég held að það sé stundum betra en að fara á netið, því það eru til ágætar bækur." Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segist hafa fundist hann vera svikinn þegar hann fékk fyrir nokkrum árum málshátt sem var algjör útúrsnúningur og brandari. Hann segir að málshátturinn hafi verið eitthvað á borð við „ekki er jakki frakki þó að síður sé." „Ef þú á annað borð ætlar að gefa þig út fyrir að vera með hefðbundið páskaegg, þá ertu með hefðbundinn málshátt í því. Ef þú ætlar að vera með eitthvað grín og fíflaskap þá selur þú þetta sem grínegg. Það er nánast eins og þetta sé svikin vara ef þú færð ekki málshátt heldur aulabrandara."Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju Fréttablaðið/GVADavíð telur að aukið sambandsleysi við hefðir og venjur og aukið virðingarleysi við þær, geti mögulega skýrt þessa breytingu. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að þessir nýju málshættir endist. „Það spretta upp bólur og svo verða allir leiðir á tilbreytingunni eftir mjög stuttan tíma, það er ástæða fyrir að klassík verður klassík. Eftir nokkur ár verða allir orðnir leiðir á hálfvitapáskaeggjum og vilja alvöru málshætti í sín páskaegg og þá leggst þetta af." „Ég held að þetta sé í sjálfu sér ekkert stórt mál, en ef þú ert að safna málsháttunum þínum eða eitthvað svoleiðis þá er ferlega leiðinlegt að fá einhvern aulabrandara en ekki málshátt."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Páskar Tengdar fréttir Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum. 4. apríl 2015 10:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Um nýliðna páska vakti það athygli að margir málshættir væru illskiljanlegir og var mörgum þeirra líkt við útúrsnúninga og brandara. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, segir það nýlegt að búnir séu til nýir málshættir. „Ég borða svo lítið af páskaeggjum núorðið að ég fylgist kannski ekki nógu mikið með. En ég hef orðið var við það að fólk er að búa til málshætti á seinustu árum. Ef fólk hefur gaman af því að búa til eigin málshætti er það í lagi, en þau sýnishorn sem ég hef séð af þessum nýju málsháttum finnst mér heldur daufleg, svo ekki sé meira sagt, ekki eins hnitmiðuð og þessir gömlu málshættir voru."Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur Fréttablaðið/GVAÁrni segir að ef fólk á erfitt með að skilja hefðbundna málshætti megi glugga í málsháttasöfn sem hafa verið til í tæpar tvær aldir hér á landi. „Það er eðlilegast að nýta þau og ég held að það sé stundum betra en að fara á netið, því það eru til ágætar bækur." Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segist hafa fundist hann vera svikinn þegar hann fékk fyrir nokkrum árum málshátt sem var algjör útúrsnúningur og brandari. Hann segir að málshátturinn hafi verið eitthvað á borð við „ekki er jakki frakki þó að síður sé." „Ef þú á annað borð ætlar að gefa þig út fyrir að vera með hefðbundið páskaegg, þá ertu með hefðbundinn málshátt í því. Ef þú ætlar að vera með eitthvað grín og fíflaskap þá selur þú þetta sem grínegg. Það er nánast eins og þetta sé svikin vara ef þú færð ekki málshátt heldur aulabrandara."Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju Fréttablaðið/GVADavíð telur að aukið sambandsleysi við hefðir og venjur og aukið virðingarleysi við þær, geti mögulega skýrt þessa breytingu. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að þessir nýju málshættir endist. „Það spretta upp bólur og svo verða allir leiðir á tilbreytingunni eftir mjög stuttan tíma, það er ástæða fyrir að klassík verður klassík. Eftir nokkur ár verða allir orðnir leiðir á hálfvitapáskaeggjum og vilja alvöru málshætti í sín páskaegg og þá leggst þetta af." „Ég held að þetta sé í sjálfu sér ekkert stórt mál, en ef þú ert að safna málsháttunum þínum eða eitthvað svoleiðis þá er ferlega leiðinlegt að fá einhvern aulabrandara en ekki málshátt."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Páskar Tengdar fréttir Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum. 4. apríl 2015 10:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum. 4. apríl 2015 10:00